Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvort voru Skaftáreldar flæðigos eða blandað gos?

EDS

Gosefni, það er þau efni sem koma upp í eldgosum eru ýmist hraun, gjóska eða hvoru tveggja.

Ef gosefnin eru nánast eingöngu hraun er talað um flæðigos eða hraungos. Dæmi um slíkt eru eldgosin á Kröflusvæðinu 1975-1984 en þar kom nær engin gjóska, bara hraun.

Ef gosefnin eru að langmestu leyti gjóska er talað um þeyti- eða sprengigos. Öskjugosið 1875 er dæmi um slíkt en þar komu upp á nokkrum klukkustundum um 2 km3 af vikri og ösku.

Lakagígar.

Ef gosefnin eru bæði gjóska og hraun er talað um blandað gos og eru flest eldgos þannig. Heklugosið 1947-1948 er dæmi um slíkt en í því gosi komu upp um 0,8 km3 af hrauni og 0,2 km3 af gjósku, reiknuð sem fast berg.

Í bók Þorleifs Einarssonar, Myndun og mótun lands (1991), eru Skaftáreldar (1783-1874) taldir dæmi um flæðigos. Vissulega kom upp nokkur gjóska, um 0,5 km3, en hraunið var þó miklu meira eða um 14,5 km3. Þetta er mesta hraun sem komið hefur upp að mönnum ásjáandi á síðustu öldum, en alls er það um 600 km2 að flatarmáli.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.3.2008

Spyrjandi

Valgerður Helgadóttir

Tilvísun

EDS. „Hvort voru Skaftáreldar flæðigos eða blandað gos?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2008. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7136.

EDS. (2008, 3. mars). Hvort voru Skaftáreldar flæðigos eða blandað gos? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7136

EDS. „Hvort voru Skaftáreldar flæðigos eða blandað gos?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2008. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7136>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort voru Skaftáreldar flæðigos eða blandað gos?
Gosefni, það er þau efni sem koma upp í eldgosum eru ýmist hraun, gjóska eða hvoru tveggja.

Ef gosefnin eru nánast eingöngu hraun er talað um flæðigos eða hraungos. Dæmi um slíkt eru eldgosin á Kröflusvæðinu 1975-1984 en þar kom nær engin gjóska, bara hraun.

Ef gosefnin eru að langmestu leyti gjóska er talað um þeyti- eða sprengigos. Öskjugosið 1875 er dæmi um slíkt en þar komu upp á nokkrum klukkustundum um 2 km3 af vikri og ösku.

Lakagígar.

Ef gosefnin eru bæði gjóska og hraun er talað um blandað gos og eru flest eldgos þannig. Heklugosið 1947-1948 er dæmi um slíkt en í því gosi komu upp um 0,8 km3 af hrauni og 0,2 km3 af gjósku, reiknuð sem fast berg.

Í bók Þorleifs Einarssonar, Myndun og mótun lands (1991), eru Skaftáreldar (1783-1874) taldir dæmi um flæðigos. Vissulega kom upp nokkur gjóska, um 0,5 km3, en hraunið var þó miklu meira eða um 14,5 km3. Þetta er mesta hraun sem komið hefur upp að mönnum ásjáandi á síðustu öldum, en alls er það um 600 km2 að flatarmáli.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....