Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavefinn

Ritstjórn Vísindavefsins

Þann 25. janúar 2016 birtist þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavef Háskóla Íslands. Það er einstakur árangur og sýnir elju Guðrúnar og um leið mikinn og lifandi áhuga spyrjenda á íslenskri tungu, málfari, orðatiltækjum og almennt öllu því sem snertir málvísindi.

Svör Guðrúnar eru aðallega í tveimur flokkum, annars vegar í íslenskum málvísindum og hins vegar í almennum málvísindum. Heildarfjöldi svara í þessum tveimur flokkum er 1.413 svör og er fyrrnefndi flokkurinn mun stærri. Í honum eru 1.196 svör. Samanlagt eru málvísindin langstærsti flokkurinn innan hugvísinda á Vísindavefnum. Þar skiptir framlag Guðrúnar vitanlega mestu máli.

Guðrún Kvaran, prófessor emerita við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Svörin sem Guðrún skrifar fyrir Vísindavefinn eru skýr og gagnorð, oft á bilinu 100 til 300 orð. Ef við gefum okkur að meðalfjöldi orða í svörum Guðrúnar sé um 200 orð, er heildarorðafjöldi svaranna sem hún hefur skrifað fyrir Vísindavefinn þess vegna um 200 þúsund! Hefðbundin lengd á doktorsritgerð er stundum um 40.000 orð; þannig mætti leika sér með tölur og segja að svör Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavefinn fylli hæglega fimm doktorsritgerðir!

Spurningin sem Guðrún Kvaran svarar með þúsundasta svarinu, barst Vísindavefnum eftir umræðu á vefnum Twitter. Þar voru nokkrir meðlimir að velta orðinu parísarhjól fyrir sér og fannst að það væri eitthvað sem Vísindavefurinn gæti útskýrt betur. Það sýnir best hversu margir treysta því að fá úrlausn sinna mála um tungumál og málvísindi hjá Guðrúnu á Vísindavefnum:

Hér er svo hægt að skoða öll svörin þúsund:

Svörin fyrir Vísindavefinn skrifar Guðrún í hjáverkum, yfirleitt snemma morguns um helgar.

Guðrún Kvaran lauk cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands árið 1969 og doktorsprófi í indóevrópskri samanburðarmálfræði við háskólann í Göttingen í Þýskalandi árið 1980. Hún starfaði við Orðabók Háskólans um áratugaskeið sem sérfræðingur, síðar forstöðumaður hennar og prófessor við hugvísindasvið Háskóla Íslands. Guðrún hefur verið formaður Íslenskrar málnefndar undanfarin ár. Hún er prófessor emerita við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Hægt er að lesa ferilskrá Guðrúnar hér: Curriculum vitæ.

Útgáfudagur

25.1.2016

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavefinn.“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2016. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71484.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2016, 25. janúar). Þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavefinn. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71484

Ritstjórn Vísindavefsins. „Þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavefinn.“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2016. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71484>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavefinn
Þann 25. janúar 2016 birtist þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavef Háskóla Íslands. Það er einstakur árangur og sýnir elju Guðrúnar og um leið mikinn og lifandi áhuga spyrjenda á íslenskri tungu, málfari, orðatiltækjum og almennt öllu því sem snertir málvísindi.

Svör Guðrúnar eru aðallega í tveimur flokkum, annars vegar í íslenskum málvísindum og hins vegar í almennum málvísindum. Heildarfjöldi svara í þessum tveimur flokkum er 1.413 svör og er fyrrnefndi flokkurinn mun stærri. Í honum eru 1.196 svör. Samanlagt eru málvísindin langstærsti flokkurinn innan hugvísinda á Vísindavefnum. Þar skiptir framlag Guðrúnar vitanlega mestu máli.

Guðrún Kvaran, prófessor emerita við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Svörin sem Guðrún skrifar fyrir Vísindavefinn eru skýr og gagnorð, oft á bilinu 100 til 300 orð. Ef við gefum okkur að meðalfjöldi orða í svörum Guðrúnar sé um 200 orð, er heildarorðafjöldi svaranna sem hún hefur skrifað fyrir Vísindavefinn þess vegna um 200 þúsund! Hefðbundin lengd á doktorsritgerð er stundum um 40.000 orð; þannig mætti leika sér með tölur og segja að svör Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavefinn fylli hæglega fimm doktorsritgerðir!

Spurningin sem Guðrún Kvaran svarar með þúsundasta svarinu, barst Vísindavefnum eftir umræðu á vefnum Twitter. Þar voru nokkrir meðlimir að velta orðinu parísarhjól fyrir sér og fannst að það væri eitthvað sem Vísindavefurinn gæti útskýrt betur. Það sýnir best hversu margir treysta því að fá úrlausn sinna mála um tungumál og málvísindi hjá Guðrúnu á Vísindavefnum:

Hér er svo hægt að skoða öll svörin þúsund:

Svörin fyrir Vísindavefinn skrifar Guðrún í hjáverkum, yfirleitt snemma morguns um helgar.

Guðrún Kvaran lauk cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands árið 1969 og doktorsprófi í indóevrópskri samanburðarmálfræði við háskólann í Göttingen í Þýskalandi árið 1980. Hún starfaði við Orðabók Háskólans um áratugaskeið sem sérfræðingur, síðar forstöðumaður hennar og prófessor við hugvísindasvið Háskóla Íslands. Guðrún hefur verið formaður Íslenskrar málnefndar undanfarin ár. Hún er prófessor emerita við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Hægt er að lesa ferilskrá Guðrúnar hér: Curriculum vitæ.

...