Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Getur einstaklingur vitað hvort hann er Gyðingur með því að taka próf?

Arnar Pálsson

Öll spurningin hljóðaði svona:
Getur einstaklingur vitað hvort hann er Gyðingur með því að taka próf? Og þá hvar.

Spurningin fjallar um uppruna einstaklings. Ímyndum okkur Jón Strand, sem rekur á fjörur en man ekkert um sitt fyrra líf. „Hver er ég og hvaðan kom ég“, væru eðlilegar fyrstu spurningar Jóns. Hann gæti komist að erfðafræðilegum uppruna sínum með því að fara í erfðapróf.

Erfðapróf byggja á því að engir tveir einstaklingar hafa nákvæmlega sama erfðaefni, nema vitanlega eineggja tvíburar.[1] Mismunurinn í erfðaefninu kallast erfðabreytileiki og finnast um 15.000.000 slíkir meðal manna. Enginn einstaklingur hefur sömu samsetningu af þessum 15 milljón breytilegu stöðum í erfðaefninu sínu. Við tilheyrum öll sömu tegund, en samt er merkjanlegur erfðamunur á þjóðum heims. Munurinn birtist bæði í því að sumar stökkbreytingar finnast bara í vissum þjóðum, og einnig er tíðni algengra erfðabreytileika oft ólík milli meginlanda og þjóða.

Ástæðan fyrir þessu er saga mannkyns. Uppruni mannkyns er í Afríku og þar finnast flestar breytingar og mestur fjöldi ólíkra samsetninga af genum. Við fólksflutninga út úr Afríku og inn í Asíu breyttist erfðasamsetningin. Það er vegna þess að einungis hluti Afríkubúa fór í ferðalag og genin þeirra mynduðu nýjan erfðabrunn utan upprunalandsins. Í hvert skipti sem fólk fluttist, til Evrópu, Ástralíu og Ameríku breyttist erfðasamsetningin, umtalsvert mest vegna tilviljunar. Því má greina mun á þjóðum og ættbálkum um víða veröld með því að skoða ákveðna staði í erfðamenginu.

Öll tilheyrum við sömu tegund en enginn einstaklingar hefur nákvæmlega sömu samsetningu erfðaefnis.

Víkjum aftur að Jóni Strand. Hann fór í erfðapróf. Næst þarf að bera niðurstöðuna saman við gagnabanka sem segir til um hvaðan sé líklegast að hann sé ættaður. Í ljós gæti komið að gen hans eru líkust genum frumbyggja Ástralíu eða Eldlands, en það er eyjaklasi við suðurodda Suður-Ameríku.

En upprunapróf af þessu tagi eru óvissu háð því sumir stofnar eru blandaðir og einstaklingar geta líka átt flókna sögu. Margar nútímaþjóðir eru tilkomnar vegna blöndunar fólks. Glæsilegustu blöndurnar eru í Ameríku þar sem frumbyggjar hafa blandast fólki frá Afríku, Asíu og Evrópu. Arfgerðir í þessum löndum endurspegla sögu þjóðarbrotanna, en einnig mikla blöndun undanfarnar kynslóðir. Einstaklingar geta einnig átt flókna sögu og kannast lesendur vafalaust við söguna af langafa frá Noregi eða frænkuna sem flutti til Vesturheims. Þekktasta dæmið hérlendis er líklega Hans Jónatan. Hann var ættaður frá Afríku og Danmörku, en settist að á Íslandi í byrjun 19. aldar.[2] Hans gat af sér hóp afkomenda hérlendis sem hver um sig erfði hluta af genum hans.

Hópur karlmanna af gyðingaættum í New York.

Í tilfelli gyðinga hjálpar það töluvert að hjónabönd eru mörgum sinnum algengari innan ættbálksins en við óskylda einstaklinga. Erfðabreytileiki á Y-litningi, hvatbera litningi og venjulegum litningum nýtist til að skilgreina gyðinga sem hóp og jafnvel greina undirhópa (til dæmis Askhenazi-gyðinga eða frá gyðingahóp frá Norður-Afríku). Einstaklingur getur því farið í erfðapróf og fengið nokkuð skýrt svar um hvort hann sé af gyðingaættum. Það er jafnvel hægt að greina hvaða hópi gyðinga hann er kominn af. Það er sérstaklega auðvelt ef Y-litningurinn eða hvatbera litningarnir sýna skýr merki. Þá er hægt að færa menn til ættar. Það er hins vegar erfitt að greina hvort hann sé þeirrar þjóðar sem byggði Gyðingaland að fornu, Hebrea. Þjóðir Miðausturlanda eru skyldar, og gyðingar þar á meðal. Eins og gefur að skilja verður mat okkar á skyldleika óljósara því dýpra sem klifrað er í ættartréð.

Samantekt:

  • Erfðapróf geta sagt til hvaðan sé líklegast að einstaklingur sé ættaður.
  • Margar þjóðir eru mjög svipaðar á erfðasviðinu og það flækir í sumum tilfellum túlkunina.
  • Uppruni margra er flókinn, vegna þess að allir menn eru sömu tegundar, og það flækir einnig túlkun erfðaprófa.

Tilvísanir:
  1. ^ Reyndar hefur komið í ljós að erfðaefni þeirra er ekki nákvæmlega eins, sjá svar við spurningunni Eru eineggja tvíburar alltaf alveg eins?
  2. ^ Íslendingar eru svo aftur ættaðir frá Noregi og Bretlandseyjum, en það er lengra um liðið. Því er erfitt að segja hversu stór hluti erfðaefnis hvers okkar er ættaður hvaðan.

Heimildir og ítarefni:

Myndir:

Höfundur

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

6.9.2016

Spyrjandi

Bjarni Kjerúlf

Tilvísun

Arnar Pálsson. „Getur einstaklingur vitað hvort hann er Gyðingur með því að taka próf?“ Vísindavefurinn, 6. september 2016. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71831.

Arnar Pálsson. (2016, 6. september). Getur einstaklingur vitað hvort hann er Gyðingur með því að taka próf? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71831

Arnar Pálsson. „Getur einstaklingur vitað hvort hann er Gyðingur með því að taka próf?“ Vísindavefurinn. 6. sep. 2016. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71831>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur einstaklingur vitað hvort hann er Gyðingur með því að taka próf?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Getur einstaklingur vitað hvort hann er Gyðingur með því að taka próf? Og þá hvar.

Spurningin fjallar um uppruna einstaklings. Ímyndum okkur Jón Strand, sem rekur á fjörur en man ekkert um sitt fyrra líf. „Hver er ég og hvaðan kom ég“, væru eðlilegar fyrstu spurningar Jóns. Hann gæti komist að erfðafræðilegum uppruna sínum með því að fara í erfðapróf.

Erfðapróf byggja á því að engir tveir einstaklingar hafa nákvæmlega sama erfðaefni, nema vitanlega eineggja tvíburar.[1] Mismunurinn í erfðaefninu kallast erfðabreytileiki og finnast um 15.000.000 slíkir meðal manna. Enginn einstaklingur hefur sömu samsetningu af þessum 15 milljón breytilegu stöðum í erfðaefninu sínu. Við tilheyrum öll sömu tegund, en samt er merkjanlegur erfðamunur á þjóðum heims. Munurinn birtist bæði í því að sumar stökkbreytingar finnast bara í vissum þjóðum, og einnig er tíðni algengra erfðabreytileika oft ólík milli meginlanda og þjóða.

Ástæðan fyrir þessu er saga mannkyns. Uppruni mannkyns er í Afríku og þar finnast flestar breytingar og mestur fjöldi ólíkra samsetninga af genum. Við fólksflutninga út úr Afríku og inn í Asíu breyttist erfðasamsetningin. Það er vegna þess að einungis hluti Afríkubúa fór í ferðalag og genin þeirra mynduðu nýjan erfðabrunn utan upprunalandsins. Í hvert skipti sem fólk fluttist, til Evrópu, Ástralíu og Ameríku breyttist erfðasamsetningin, umtalsvert mest vegna tilviljunar. Því má greina mun á þjóðum og ættbálkum um víða veröld með því að skoða ákveðna staði í erfðamenginu.

Öll tilheyrum við sömu tegund en enginn einstaklingar hefur nákvæmlega sömu samsetningu erfðaefnis.

Víkjum aftur að Jóni Strand. Hann fór í erfðapróf. Næst þarf að bera niðurstöðuna saman við gagnabanka sem segir til um hvaðan sé líklegast að hann sé ættaður. Í ljós gæti komið að gen hans eru líkust genum frumbyggja Ástralíu eða Eldlands, en það er eyjaklasi við suðurodda Suður-Ameríku.

En upprunapróf af þessu tagi eru óvissu háð því sumir stofnar eru blandaðir og einstaklingar geta líka átt flókna sögu. Margar nútímaþjóðir eru tilkomnar vegna blöndunar fólks. Glæsilegustu blöndurnar eru í Ameríku þar sem frumbyggjar hafa blandast fólki frá Afríku, Asíu og Evrópu. Arfgerðir í þessum löndum endurspegla sögu þjóðarbrotanna, en einnig mikla blöndun undanfarnar kynslóðir. Einstaklingar geta einnig átt flókna sögu og kannast lesendur vafalaust við söguna af langafa frá Noregi eða frænkuna sem flutti til Vesturheims. Þekktasta dæmið hérlendis er líklega Hans Jónatan. Hann var ættaður frá Afríku og Danmörku, en settist að á Íslandi í byrjun 19. aldar.[2] Hans gat af sér hóp afkomenda hérlendis sem hver um sig erfði hluta af genum hans.

Hópur karlmanna af gyðingaættum í New York.

Í tilfelli gyðinga hjálpar það töluvert að hjónabönd eru mörgum sinnum algengari innan ættbálksins en við óskylda einstaklinga. Erfðabreytileiki á Y-litningi, hvatbera litningi og venjulegum litningum nýtist til að skilgreina gyðinga sem hóp og jafnvel greina undirhópa (til dæmis Askhenazi-gyðinga eða frá gyðingahóp frá Norður-Afríku). Einstaklingur getur því farið í erfðapróf og fengið nokkuð skýrt svar um hvort hann sé af gyðingaættum. Það er jafnvel hægt að greina hvaða hópi gyðinga hann er kominn af. Það er sérstaklega auðvelt ef Y-litningurinn eða hvatbera litningarnir sýna skýr merki. Þá er hægt að færa menn til ættar. Það er hins vegar erfitt að greina hvort hann sé þeirrar þjóðar sem byggði Gyðingaland að fornu, Hebrea. Þjóðir Miðausturlanda eru skyldar, og gyðingar þar á meðal. Eins og gefur að skilja verður mat okkar á skyldleika óljósara því dýpra sem klifrað er í ættartréð.

Samantekt:

  • Erfðapróf geta sagt til hvaðan sé líklegast að einstaklingur sé ættaður.
  • Margar þjóðir eru mjög svipaðar á erfðasviðinu og það flækir í sumum tilfellum túlkunina.
  • Uppruni margra er flókinn, vegna þess að allir menn eru sömu tegundar, og það flækir einnig túlkun erfðaprófa.

Tilvísanir:
  1. ^ Reyndar hefur komið í ljós að erfðaefni þeirra er ekki nákvæmlega eins, sjá svar við spurningunni Eru eineggja tvíburar alltaf alveg eins?
  2. ^ Íslendingar eru svo aftur ættaðir frá Noregi og Bretlandseyjum, en það er lengra um liðið. Því er erfitt að segja hversu stór hluti erfðaefnis hvers okkar er ættaður hvaðan.

Heimildir og ítarefni:

Myndir:

...