Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir kvazk sem kemur stundum fyrir í Íslendingasögum?

Guðrún Kvaran

Sagnmyndin kvazk sem spurt var um væri nú rituð kvaðst. -zk er gömul miðmyndarending. Einfaldast er að skýra breytinguna með kafla úr grein Stefáns Karlssonar handritafræðings, Tungan, sem finna má í ritgerðasafni hans, Stafkrókar, frá 2000 (bls. 39):

Sagnmyndin kvazk sem spurt var um væri nú rituð kvaðst. Myndin er af útgáfu nokkurra Íslendingasagna frá 1830.

Endingar miðmyndar hafa tekið æði miklum breytingum. Um 1200 endar 1. pers. et. á –umk (ek kƒllumk), þar sem mk er orðið til úr þf. mik, en aðrar beygingarmyndir enda á –sk (< sik) eða –zk; síðarnefnda endingin var ekki háð því að tannhljóð færi á undan, og hún vann smám saman á. Þegar upp úr 1200 fær 1. pers. –sk (eða –zk) einnig (ek kƒllumsk) og fljótlega fer stofnmyndin sjálf að breytast (ek kallask). Um 1300 er hætt að nota miðmyndarendinguna –sk (-zk) sem –z hefur smám saman leyst af hólmi eftir því sem leið á 13. öld. –z er ríkjandi miðmyndarending í handritum framan af 14. öld og lifir fram á 15. öld, en á 14. öld komu upp endingarnar –zt og –zst, og á 15. öld varð –zt smám saman einráð ending að kalla.

Heimild:
  • Stefán Karlsson 2000. Tungan. Í: Stafkrókar. Ritgerðir eftir Stefán Karlsson gefnar út í tilefni af sjötugsafmæli hans 2. desember 1998. Bls. 19–75. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.10.2016

Spyrjandi

Einar Páll Þrastarson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir kvazk sem kemur stundum fyrir í Íslendingasögum?“ Vísindavefurinn, 26. október 2016. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71910.

Guðrún Kvaran. (2016, 26. október). Hvað þýðir kvazk sem kemur stundum fyrir í Íslendingasögum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71910

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir kvazk sem kemur stundum fyrir í Íslendingasögum?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2016. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71910>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir kvazk sem kemur stundum fyrir í Íslendingasögum?
Sagnmyndin kvazk sem spurt var um væri nú rituð kvaðst. -zk er gömul miðmyndarending. Einfaldast er að skýra breytinguna með kafla úr grein Stefáns Karlssonar handritafræðings, Tungan, sem finna má í ritgerðasafni hans, Stafkrókar, frá 2000 (bls. 39):

Sagnmyndin kvazk sem spurt var um væri nú rituð kvaðst. Myndin er af útgáfu nokkurra Íslendingasagna frá 1830.

Endingar miðmyndar hafa tekið æði miklum breytingum. Um 1200 endar 1. pers. et. á –umk (ek kƒllumk), þar sem mk er orðið til úr þf. mik, en aðrar beygingarmyndir enda á –sk (< sik) eða –zk; síðarnefnda endingin var ekki háð því að tannhljóð færi á undan, og hún vann smám saman á. Þegar upp úr 1200 fær 1. pers. –sk (eða –zk) einnig (ek kƒllumsk) og fljótlega fer stofnmyndin sjálf að breytast (ek kallask). Um 1300 er hætt að nota miðmyndarendinguna –sk (-zk) sem –z hefur smám saman leyst af hólmi eftir því sem leið á 13. öld. –z er ríkjandi miðmyndarending í handritum framan af 14. öld og lifir fram á 15. öld, en á 14. öld komu upp endingarnar –zt og –zst, og á 15. öld varð –zt smám saman einráð ending að kalla.

Heimild:
  • Stefán Karlsson 2000. Tungan. Í: Stafkrókar. Ritgerðir eftir Stefán Karlsson gefnar út í tilefni af sjötugsafmæli hans 2. desember 1998. Bls. 19–75. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Mynd:

...