Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkir sögnin að knega?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hvað merkir sögnin að knega og hvenær hætti fólk að nota hana?

Sögnin að *knega í merkingunni ‘geta, kunna’ virðist ekki koma fyrir í nafnhætti til forna, að minnsta kosti af þeim dæmum að ráða sem birt eru í Ordbog over det norrøne prosasprog. Þau eru sárafá og flest úr lagatextum. Nafnhátturinn var síðar myndaður eftir sögninni mega, það er

mega–má–mátti–mátt
*knega–kná–knátti–knátt

Segja má að knega lifi enn helst í málfræðibókum, annars ekki nema í stöku kvæði.

Halldór Halldórsson segir um sögnina í stafsetningarorðabók sinni (1994: 152):

Kná (nt.) nafnháttur talinn vera knega ... Breytingar orðsins hafa orðið fyrir áhrif frá mega.

Sagnirnar mega og knega tilheyra báðar þeim flokki sagna sem oftast eru kallaðar núþálegar sagnir. Einkenni þeirra er að þær mynda endingarlausa nútíð í fyrstu og þriðju persónu eintölu. Nútíð þeirra líkist því þátíð sterkra sagna, til dæmis ég á, ég má og svo framvegis. Þátíð mynda þær líkt og veikar sagnir, það er með viðskeyti, til dæmis ég átti, ég mátti. Segja má að knega lifi enn helst í málfræðibókum, annars ekki nema í stöku kvæði. Hún er til dæmis ekki nefnd í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar frá 1814.

Heimildir:
  • Guðrún Kvaran. 2004. Orð. Handbók um beygingar- og orðmyndunarfræði. Reykjavík, Almenna bókafélagið.
  • Halldór Halldórsson. 1994. Stafsetningarorðabók með skýringum. Reykjavík, Almenna bókafélagið.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

12.10.2016

Spyrjandi

Alexander Gunnar Kristjánsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir sögnin að knega?“ Vísindavefurinn, 12. október 2016. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71945.

Guðrún Kvaran. (2016, 12. október). Hvað merkir sögnin að knega? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71945

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir sögnin að knega?“ Vísindavefurinn. 12. okt. 2016. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71945>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir sögnin að knega?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Hvað merkir sögnin að knega og hvenær hætti fólk að nota hana?

Sögnin að *knega í merkingunni ‘geta, kunna’ virðist ekki koma fyrir í nafnhætti til forna, að minnsta kosti af þeim dæmum að ráða sem birt eru í Ordbog over det norrøne prosasprog. Þau eru sárafá og flest úr lagatextum. Nafnhátturinn var síðar myndaður eftir sögninni mega, það er

mega–má–mátti–mátt
*knega–kná–knátti–knátt

Segja má að knega lifi enn helst í málfræðibókum, annars ekki nema í stöku kvæði.

Halldór Halldórsson segir um sögnina í stafsetningarorðabók sinni (1994: 152):

Kná (nt.) nafnháttur talinn vera knega ... Breytingar orðsins hafa orðið fyrir áhrif frá mega.

Sagnirnar mega og knega tilheyra báðar þeim flokki sagna sem oftast eru kallaðar núþálegar sagnir. Einkenni þeirra er að þær mynda endingarlausa nútíð í fyrstu og þriðju persónu eintölu. Nútíð þeirra líkist því þátíð sterkra sagna, til dæmis ég á, ég má og svo framvegis. Þátíð mynda þær líkt og veikar sagnir, það er með viðskeyti, til dæmis ég átti, ég mátti. Segja má að knega lifi enn helst í málfræðibókum, annars ekki nema í stöku kvæði. Hún er til dæmis ekki nefnd í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar frá 1814.

Heimildir:
  • Guðrún Kvaran. 2004. Orð. Handbók um beygingar- og orðmyndunarfræði. Reykjavík, Almenna bókafélagið.
  • Halldór Halldórsson. 1994. Stafsetningarorðabók með skýringum. Reykjavík, Almenna bókafélagið.

Mynd:

...