Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Er vitað hvernig Skessugarður myndaðist?

Sigurður Steinþórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Er vitað hvernig Skessugarður inn við Sænautafell/Grjótháls myndaðist og er fleiri slíkar myndanir að finna víðar á landinu?

Skessugarður er mikill ruðningshryggur gerður úr ferlegu, dílóttu stórgrýti og liggur þvert yfir Grjótgarðsháls frá vestri til austurs, vestan við Grjótgarðsvatn ytra. Garðurinn er um 300 m langur og allt að 7 m hár á kafla að utanverðu, en stórgrýtisdreif af sömu bergtegund er á hálsinum báðum megin við garðinn, þó talsvert gisnari sunnan (hægra) megin við hann (1. mynd). Garðurinn markar stöðnunar- eða framrásarstig Brúarjökuls í lok síðasta jökulskeiðs, á Búðastigi (Yngra-Dryas) fyrir 12,2 ± 1,0 þúsund árum.[1]

1. mynd: Skessugarður á Grjótgarðshálsi séður úr lofti frá vestri, Grjótgarðsvatn í baksýn.

Skessugarður mun vera næsta einstæður meðal jökulgarða að því leyti að hann er gerður úr stórgrýti einu saman—fínefni vantar—en meðal einkenna jökulgarða er það einmitt að í þeim ægir saman misgrófu efni, frá jökulleir til stórgrýtis. Ein skýring þessa kann að vera sú að vatnsflóð hafi skolað burt fíngerðara efninu eftir að garðurinn myndaðist, og stórgrýtið eitt orðið eftir. Önnur þó sennilegri er að dílagrjótsdreifin á hálsinum sé „útskolað“ yfirborðsgrjót sem borist hafði áður frá jökul-plokkuðum dílabasaltfláka 7–8 km sunnar; síðar hafi hopandi jökull ýtt upp garðinum í tímabundinni framrás. Meðal röksemda fyrir því að þetta dílagrjót sé aðflutt er sú að stórgrýtið í Skessugarði er nokkuð núið og hafi því velkst nokkra vegalengd.[2]

2. mynd. Skessugarður á Grjótgarðshálsi vestan við Sænautasel. Garðurinn er einstæður að því leyti að hann er gerður úr stórgrýti einu en fínefni vantar.

Þessi grjóthryggur er því merkilegt jarðfræðilegt fyrirbæri sem vegna tröllslegrar gerðar sinnar á fáa eða enga sína líka, hérlendis eða erlendis, þótt smágerðari grjótgarðar séu að sönnu þekktir.

Nafnið tengist gamalli tröllasögu; tvær skessur áttu að hafa hlaðið garðinn sem landmerki á milli sín. Sæmileg bílaslóð er af gamla Möðrudalsveginum um hálstaglið inn að vatninu og garðinum.

Tilvísanir:
  1. ^ A. Meriaux, R. Delunel, S. Merchel, R.C. Finkel, 2012: Evidence for a more restricted Icelandic ice cap re-advance after the Bølling warming period. American Geophysical Union, Fall Meeting 2012, abstract id. C51C-0793.
  2. ^ Ágúst Guðmundsson, facebook/Jarðsöguvinir, 17/09/2020.

Myndskreytt lesefni:
  • Hjöleifur Guttormsson: Árbók F.Í. 1987, Norð-Austurland, hálendi og eyðibyggðir.
  • Bessi Aðalsteinsson: Skessugarður. Náttúrufræðingurinn. 55 (2): 82. 1985.
  • Helgi Hallgrímsson: Tröllkonustígur og Skessugarður. Múlaþing 30, 2003.

Myndir:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

1.9.2016

Spyrjandi

Bragi Sigurðsson, Gísli Arnar Guðmundsson, Snorri Gylfason

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Er vitað hvernig Skessugarður myndaðist?“ Vísindavefurinn, 1. september 2016. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72037.

Sigurður Steinþórsson. (2016, 1. september). Er vitað hvernig Skessugarður myndaðist? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72037

Sigurður Steinþórsson. „Er vitað hvernig Skessugarður myndaðist?“ Vísindavefurinn. 1. sep. 2016. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72037>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er vitað hvernig Skessugarður myndaðist?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Er vitað hvernig Skessugarður inn við Sænautafell/Grjótháls myndaðist og er fleiri slíkar myndanir að finna víðar á landinu?

Skessugarður er mikill ruðningshryggur gerður úr ferlegu, dílóttu stórgrýti og liggur þvert yfir Grjótgarðsháls frá vestri til austurs, vestan við Grjótgarðsvatn ytra. Garðurinn er um 300 m langur og allt að 7 m hár á kafla að utanverðu, en stórgrýtisdreif af sömu bergtegund er á hálsinum báðum megin við garðinn, þó talsvert gisnari sunnan (hægra) megin við hann (1. mynd). Garðurinn markar stöðnunar- eða framrásarstig Brúarjökuls í lok síðasta jökulskeiðs, á Búðastigi (Yngra-Dryas) fyrir 12,2 ± 1,0 þúsund árum.[1]

1. mynd: Skessugarður á Grjótgarðshálsi séður úr lofti frá vestri, Grjótgarðsvatn í baksýn.

Skessugarður mun vera næsta einstæður meðal jökulgarða að því leyti að hann er gerður úr stórgrýti einu saman—fínefni vantar—en meðal einkenna jökulgarða er það einmitt að í þeim ægir saman misgrófu efni, frá jökulleir til stórgrýtis. Ein skýring þessa kann að vera sú að vatnsflóð hafi skolað burt fíngerðara efninu eftir að garðurinn myndaðist, og stórgrýtið eitt orðið eftir. Önnur þó sennilegri er að dílagrjótsdreifin á hálsinum sé „útskolað“ yfirborðsgrjót sem borist hafði áður frá jökul-plokkuðum dílabasaltfláka 7–8 km sunnar; síðar hafi hopandi jökull ýtt upp garðinum í tímabundinni framrás. Meðal röksemda fyrir því að þetta dílagrjót sé aðflutt er sú að stórgrýtið í Skessugarði er nokkuð núið og hafi því velkst nokkra vegalengd.[2]

2. mynd. Skessugarður á Grjótgarðshálsi vestan við Sænautasel. Garðurinn er einstæður að því leyti að hann er gerður úr stórgrýti einu en fínefni vantar.

Þessi grjóthryggur er því merkilegt jarðfræðilegt fyrirbæri sem vegna tröllslegrar gerðar sinnar á fáa eða enga sína líka, hérlendis eða erlendis, þótt smágerðari grjótgarðar séu að sönnu þekktir.

Nafnið tengist gamalli tröllasögu; tvær skessur áttu að hafa hlaðið garðinn sem landmerki á milli sín. Sæmileg bílaslóð er af gamla Möðrudalsveginum um hálstaglið inn að vatninu og garðinum.

Tilvísanir:
  1. ^ A. Meriaux, R. Delunel, S. Merchel, R.C. Finkel, 2012: Evidence for a more restricted Icelandic ice cap re-advance after the Bølling warming period. American Geophysical Union, Fall Meeting 2012, abstract id. C51C-0793.
  2. ^ Ágúst Guðmundsson, facebook/Jarðsöguvinir, 17/09/2020.

Myndskreytt lesefni:
  • Hjöleifur Guttormsson: Árbók F.Í. 1987, Norð-Austurland, hálendi og eyðibyggðir.
  • Bessi Aðalsteinsson: Skessugarður. Náttúrufræðingurinn. 55 (2): 82. 1985.
  • Helgi Hallgrímsson: Tröllkonustígur og Skessugarður. Múlaþing 30, 2003.

Myndir:

...