Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er orðið sundföt ekki bara til í fleirtölu? Stafsetningarperrinn telur að sundfat sé rétt.

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Ég var í Laugardalslauginni í dag og kom þar auga á skilti fyrir ofan þeytivindu inni í kvennaklefanum. Á henni var útskýrt hvernig maður þurrkar sundfötin en þar stóð eitthvað á þessa leið: „Setjið sundfatið ofan í.“

Þannig að mín spurning er: Er orðið sundföt ekki bara til í fleirtölu? Samanber Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls

Á Fésbókinni er hópur sem heitir Stafsetningarperrinn en þar eru nokkrir sem vilja meina að sundfat sé rétt, til dæmis:

Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar frá árinu 1864 segir um þá sem ekki fengu flík í jólagjöf: „hinir sem ekkert nýtt fat fengu fóru allir í jólaköttinn.“ Það er því engin ný bóla að fat sé eintöluorð, en föt í fleirtölu.

Orðið fat í merkingunni ‘flík, fatnaður’ þekkist þegar í fornu máli og hefur verið notað allt til þessa dags. Það var og er notað í eintölu þegar um eina flík er að ræða, samanber þessa heimild úr Ritmálssafni Orðabókar háskólans:

Lengi var lítið skeitt um annan lærdóm fyrir kvennfólk en að koma „ull í fat og mjólk í mat“.

Fleirtölunotkunin helgast líklega af því að menn voru öðruvísi klæddir hér áður fyrr þegar þeir lögðu til sunds eins og sjá má á gömlum myndum, oft í tvískiptum flíkum. Myndin er frá fyrri hluta 20. aldar.

Orðið sundföt þekkist einnig þegar í fornu máli og er í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896: 599) sagt fleirtöluorð. Þannig er það einnig sett upp sem fletta í Íslenskri orðabók (2002: 1517):

Sund-föt HK FT föt til að synda í, sbr. sundskýla, sundbolur.

Fleirtölunotkunin helgast líklega af því að menn voru öðruvísi klæddir hér áður fyrr þegar þeir lögðu til sunds eins og sjá má á gömlum myndum, oft í tvískiptum flíkum, eins konar skyrtum og að minnsta kosti hálfsíðum buxum.

Heimildir:
  • Fritzner, Johan. 1896. Ordbog over det gamle norske sprog. III. Bindi. Kristiania. Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

2.11.2016

Spyrjandi

Ásta Magnúsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er orðið sundföt ekki bara til í fleirtölu? Stafsetningarperrinn telur að sundfat sé rétt..“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2016. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72192.

Guðrún Kvaran. (2016, 2. nóvember). Er orðið sundföt ekki bara til í fleirtölu? Stafsetningarperrinn telur að sundfat sé rétt.. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72192

Guðrún Kvaran. „Er orðið sundföt ekki bara til í fleirtölu? Stafsetningarperrinn telur að sundfat sé rétt..“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2016. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72192>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er orðið sundföt ekki bara til í fleirtölu? Stafsetningarperrinn telur að sundfat sé rétt.
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Ég var í Laugardalslauginni í dag og kom þar auga á skilti fyrir ofan þeytivindu inni í kvennaklefanum. Á henni var útskýrt hvernig maður þurrkar sundfötin en þar stóð eitthvað á þessa leið: „Setjið sundfatið ofan í.“

Þannig að mín spurning er: Er orðið sundföt ekki bara til í fleirtölu? Samanber Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls

Á Fésbókinni er hópur sem heitir Stafsetningarperrinn en þar eru nokkrir sem vilja meina að sundfat sé rétt, til dæmis:

Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar frá árinu 1864 segir um þá sem ekki fengu flík í jólagjöf: „hinir sem ekkert nýtt fat fengu fóru allir í jólaköttinn.“ Það er því engin ný bóla að fat sé eintöluorð, en föt í fleirtölu.

Orðið fat í merkingunni ‘flík, fatnaður’ þekkist þegar í fornu máli og hefur verið notað allt til þessa dags. Það var og er notað í eintölu þegar um eina flík er að ræða, samanber þessa heimild úr Ritmálssafni Orðabókar háskólans:

Lengi var lítið skeitt um annan lærdóm fyrir kvennfólk en að koma „ull í fat og mjólk í mat“.

Fleirtölunotkunin helgast líklega af því að menn voru öðruvísi klæddir hér áður fyrr þegar þeir lögðu til sunds eins og sjá má á gömlum myndum, oft í tvískiptum flíkum. Myndin er frá fyrri hluta 20. aldar.

Orðið sundföt þekkist einnig þegar í fornu máli og er í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896: 599) sagt fleirtöluorð. Þannig er það einnig sett upp sem fletta í Íslenskri orðabók (2002: 1517):

Sund-föt HK FT föt til að synda í, sbr. sundskýla, sundbolur.

Fleirtölunotkunin helgast líklega af því að menn voru öðruvísi klæddir hér áður fyrr þegar þeir lögðu til sunds eins og sjá má á gömlum myndum, oft í tvískiptum flíkum, eins konar skyrtum og að minnsta kosti hálfsíðum buxum.

Heimildir:
  • Fritzner, Johan. 1896. Ordbog over det gamle norske sprog. III. Bindi. Kristiania. Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.

Mynd:

...