Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver er uppruni orðsins bakkelsi?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hver er uppruni orðsins bakkelsi? Er það talið vera mállýti?

Hér er einnig svarað spurningu Viktors:
Af hverju er talað um bakkelsi? Hvaðan kemur það orð og af hverju tengist það brauðmeti og sætabrauði, það er bakarísmat?

Orðið bakkelsi er tökuorð úr dönsku bakkelse og er notað um hvers kyns kökur. Það er vel þekkt í málinu og hefur verið notað frá því snemma á 19. öld, samanber þetta dæmi frá 1826 úr blaðinu Sunnanfara í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans:

trakteraði eg hann og þá frændur mína [ [...]] vel á mat, bakkelsum og víni.

Fjölmörg dæmi um orðið er einnig að finna á timarit.is. Svo virðist sem bakkelse sé minna notað í dönsku en áður þar sem það er ekki að finna í yngri orðabókum um danskt mál, til dæmis Nudansk ordbog eða Den danske ordbog en í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog over det danske sprog, sem nær frá 1700–1950, er það að finna og eldri mynd þess bagelse. Það er leitt af sögninni bage ‘baka’ með viðskeytinu -else sem þekkt er í ýmsum íslenskum tökuorðum úr dönsku eins og stífelsi, ergelsi, skúffelsi.

Orðið bakkelsi er tökuorð úr dönsku bakkelse og er notað um hvers kyns kökur.

Orðið vandbakkelsi var mikið notað fyrir nokkrum áratugum, oft borið fram vammbakkelsi, en hefur nú að mestu horfið úr prentmáli. Orðið lifir þó góðu lífi í máli eldra fólks. Í staðinn er nú notað vatnsdeigsbolla. Ef skoðuð eru elstu dæmi á timarit.is má sjá að þau eru úr Morgunblaðinu. Árið 1973 er „vandbakkelse“ notað í gæsalöppum sem sýnir að ekki var komið nýtt orð til að nota í staðinn en sá sem skrifaði vissi að orðið var erlent. Rúmum áratug síðar er notað vatnsdeigsbollur en vandbakkelse haft í sviga á eftir. Nýtt orð var komið en sá sem skrifaði í þetta sinn var ekki viss um að allir vissu við hvað væri átt. Fljótlega þurfti ekki lengur svigann.

Ef bakkelsi er flett upp í Íslenskri orðabók stendur „óforml“ það er óformlegt mál. Skýringin við það er „orðfæri sem einkum er notað við óformlegar aðstæður vegna merkingar, félagslegra blæbrigða eða uppruna.“ Orðið er hluti af málsögunni eins og dönsk tökuorð yfirleitt. Gott er að vita af þeim en betra að nota íslensk orð.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

12.9.2016

Spyrjandi

Kristján Björn Snorrason, Viktor Sigurjónsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins bakkelsi?“ Vísindavefurinn, 12. september 2016. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72277.

Guðrún Kvaran. (2016, 12. september). Hver er uppruni orðsins bakkelsi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72277

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins bakkelsi?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2016. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72277>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins bakkelsi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Hver er uppruni orðsins bakkelsi? Er það talið vera mállýti?

Hér er einnig svarað spurningu Viktors:
Af hverju er talað um bakkelsi? Hvaðan kemur það orð og af hverju tengist það brauðmeti og sætabrauði, það er bakarísmat?

Orðið bakkelsi er tökuorð úr dönsku bakkelse og er notað um hvers kyns kökur. Það er vel þekkt í málinu og hefur verið notað frá því snemma á 19. öld, samanber þetta dæmi frá 1826 úr blaðinu Sunnanfara í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans:

trakteraði eg hann og þá frændur mína [ [...]] vel á mat, bakkelsum og víni.

Fjölmörg dæmi um orðið er einnig að finna á timarit.is. Svo virðist sem bakkelse sé minna notað í dönsku en áður þar sem það er ekki að finna í yngri orðabókum um danskt mál, til dæmis Nudansk ordbog eða Den danske ordbog en í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog over det danske sprog, sem nær frá 1700–1950, er það að finna og eldri mynd þess bagelse. Það er leitt af sögninni bage ‘baka’ með viðskeytinu -else sem þekkt er í ýmsum íslenskum tökuorðum úr dönsku eins og stífelsi, ergelsi, skúffelsi.

Orðið bakkelsi er tökuorð úr dönsku bakkelse og er notað um hvers kyns kökur.

Orðið vandbakkelsi var mikið notað fyrir nokkrum áratugum, oft borið fram vammbakkelsi, en hefur nú að mestu horfið úr prentmáli. Orðið lifir þó góðu lífi í máli eldra fólks. Í staðinn er nú notað vatnsdeigsbolla. Ef skoðuð eru elstu dæmi á timarit.is má sjá að þau eru úr Morgunblaðinu. Árið 1973 er „vandbakkelse“ notað í gæsalöppum sem sýnir að ekki var komið nýtt orð til að nota í staðinn en sá sem skrifaði vissi að orðið var erlent. Rúmum áratug síðar er notað vatnsdeigsbollur en vandbakkelse haft í sviga á eftir. Nýtt orð var komið en sá sem skrifaði í þetta sinn var ekki viss um að allir vissu við hvað væri átt. Fljótlega þurfti ekki lengur svigann.

Ef bakkelsi er flett upp í Íslenskri orðabók stendur „óforml“ það er óformlegt mál. Skýringin við það er „orðfæri sem einkum er notað við óformlegar aðstæður vegna merkingar, félagslegra blæbrigða eða uppruna.“ Orðið er hluti af málsögunni eins og dönsk tökuorð yfirleitt. Gott er að vita af þeim en betra að nota íslensk orð.

Mynd:...