Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað er bór?

Dagur Snær Sævarsson

Bór (B) er hálfmálmur með sætistöluna 5. Mólmassi bórs er 10,8 g/mól og eðlismassinn í storkuham (það er að segja sem fast efni) er 2,4 g/cm3. Bræðslumark þess er 2075°C og suðumark 4000°C og er það þess vegna í storkuham föstu formi við stofuhita.

Til að einangra bór má blanda bórsýru saman við kalín og var það gert fyrst árið 1808 af tveimur frönskum efnafræðingum, þeim Joseph-Louis Gay-Lussac og Louis-Jaques Thénard. Enski efnafræðingurinn sir Humphry Davy gerði slíkt hið sama á svipuðum tíma. Það var ekki fyrr en um öld seinna, árið 1909, sem hreinir bórkristallar voru fyrst framleiddir af bandaríska efnafræðingnum W. Weintraub.

Bór finnst aldrei eitt og sér í náttúrunni heldur ávallt í efnasamböndum. Bórax (sem hér er sýnt) er hvítt en hreint bór er brúnt eða svart á lit.

Bór má nota á marga vegu og myndar það ýmis efnasambönd, svo sem bórsýru (H3BO3), natríumbóratpentahýdrat (Na2B4O7•5H2O) og bórax (Na2B4O7•10H2O).

Bórax má finna í þvottaefnum og einnig í sumum sótthreinsunarefnum sem sótthreinsandi miðill, sér í lagi í augnskoli. Bórsýra er notuð til að framleiða trefjagler sem er haft í einangrandi og eldheftandi efni, en einnig hafa trommuframleiðendur nýtt sér styrkleika trefjaglersins við framleiðslu á trommusettum. Natríumbóratpentahýdrat er þó mest notaða bór-efnasambandið og hefur það verið notað við framleiðslu á glerull sem og í bleikiefni. Bór hefur verið notað á fleiri vegu, til dæmis við gerð skotelda þar sem það gefur frá sér grænan lit við bruna.

Hlutfall bórs í jarðskorpunni er mjög lágt eða einungis um 0,001%. Þó finnst það í miklu magni í Kaliforníu (Searles Lake) og Mojave-eyðimörkinni í suðvesturríkjum Bandaríkjanna þar sem það er á botni uppþornaðra stöðuvatna. Bór finnst einnig í töluverðum mæli í Tyrklandi.

Heimildir og mynd:

Höfundur

nemi í lífefnafræði við Kaupmannahafnarháskóla

Útgáfudagur

14.3.2008

Spyrjandi

Atli Egilsson
Halldór Örn Kjartansson

Tilvísun

Dagur Snær Sævarsson. „Hvað er bór?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2008. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7240.

Dagur Snær Sævarsson. (2008, 14. mars). Hvað er bór? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7240

Dagur Snær Sævarsson. „Hvað er bór?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2008. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7240>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er bór?
Bór (B) er hálfmálmur með sætistöluna 5. Mólmassi bórs er 10,8 g/mól og eðlismassinn í storkuham (það er að segja sem fast efni) er 2,4 g/cm3. Bræðslumark þess er 2075°C og suðumark 4000°C og er það þess vegna í storkuham föstu formi við stofuhita.

Til að einangra bór má blanda bórsýru saman við kalín og var það gert fyrst árið 1808 af tveimur frönskum efnafræðingum, þeim Joseph-Louis Gay-Lussac og Louis-Jaques Thénard. Enski efnafræðingurinn sir Humphry Davy gerði slíkt hið sama á svipuðum tíma. Það var ekki fyrr en um öld seinna, árið 1909, sem hreinir bórkristallar voru fyrst framleiddir af bandaríska efnafræðingnum W. Weintraub.

Bór finnst aldrei eitt og sér í náttúrunni heldur ávallt í efnasamböndum. Bórax (sem hér er sýnt) er hvítt en hreint bór er brúnt eða svart á lit.

Bór má nota á marga vegu og myndar það ýmis efnasambönd, svo sem bórsýru (H3BO3), natríumbóratpentahýdrat (Na2B4O7•5H2O) og bórax (Na2B4O7•10H2O).

Bórax má finna í þvottaefnum og einnig í sumum sótthreinsunarefnum sem sótthreinsandi miðill, sér í lagi í augnskoli. Bórsýra er notuð til að framleiða trefjagler sem er haft í einangrandi og eldheftandi efni, en einnig hafa trommuframleiðendur nýtt sér styrkleika trefjaglersins við framleiðslu á trommusettum. Natríumbóratpentahýdrat er þó mest notaða bór-efnasambandið og hefur það verið notað við framleiðslu á glerull sem og í bleikiefni. Bór hefur verið notað á fleiri vegu, til dæmis við gerð skotelda þar sem það gefur frá sér grænan lit við bruna.

Hlutfall bórs í jarðskorpunni er mjög lágt eða einungis um 0,001%. Þó finnst það í miklu magni í Kaliforníu (Searles Lake) og Mojave-eyðimörkinni í suðvesturríkjum Bandaríkjanna þar sem það er á botni uppþornaðra stöðuvatna. Bór finnst einnig í töluverðum mæli í Tyrklandi.

Heimildir og mynd:

...