Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvers vegna eru pandabirnir svona latir?

Sigurður Steinþórsson

Nýlega birtist á vefsíðunni News from Science skýring á því hvers vegna pandabirnir (risapöndur) eru svo latir sem raun ber vitni – þeir nenna varla að eðla sig, hvað þá annað. Skýringin reynist vera sú, að enda þótt þeir nærist helst eingöngu á bambuslaufi eru meltingarfæri þeirra illa til þess hæf að melta laufið, því þrátt fyrir allt eru pandabirnir af ætt bjarnardýra sem ýmist eru kjötætur (til dæmis hvítabjörn) eða alætur (til dæmis skógarbjörn). Vegna þess hve næringarrýr og tormelt jurtafæða er miðað við kjöt og fisk, þurfa garnir grasæta að vera miklu lengri en garnir kjötæta, og þar feilar pandabjörninn með sínar of stuttu garnir: til að halda lífinu verður hann helst að éta stanslaust allar sínar vökustundir og gera sem minnst annað til að spara orkuna.

Pöndur þurfa að verja mest öllum tíma sínum í að éta og gera sem minnst annað til að spara orkuna.

Hitt er þó merkilegra, að enda þótt meltingargangur pandabjarna hafi ekki þróast sem skyldi til virkari nýtingar jurtafæðu, hefur annað líffæri þróast með furðulegum hætti og orðið mjög sérhæft: Í einni bók sinni lýsir Harvard-steingervinga- og þróunarfræðingurinn Stephen Jay Gould (1941-2002) undrun sinni þegar hann áttaði sig á því í dýragarði að pandabirnir hafa sex „tær“ á hvorri framlöpp, því hann vissi sem var að öll spendýr hafa fimm „tær“ eða færri. Og ennfremur að öll þróun hlýtur að byggjast á því sem fyrir er – svo hvaðan kom sjötta táin? Skoðun leiddi í ljós að annað framhandleggsbeinið, radius, hefur vaxið fram og myndað nýjan „þumal“ sem reynist birninum geysi haglegur því milli hans og næstu táar dregur hann bambus-stöngina og flysjar þannig af henni hið æta lauf.

Talið er að pandabirnir hafi greinst frá öðrum bjarnardýrum fyrir 13 milljónum ára, talsvert fyrr en aðrar tegundir bjarna – skógarbirnir (brúnbirnir) aðgreindust frá svartbjörnum fyrir 4-5 milljónum ára og hvítabjörninn hefur sennilega þróast frá brúnbirni á næst-síðasta kuldaskeiði ísaldar sem hófst fyrir um 200.000 árum. Risapöndur eru þannig fjarskyldari öðrum björnum en þeir eru sín á milli. Nægur tími hefur gefist til að þróa sjöttu tána og fleiri líffæri, svo sem jaxla, til hins sérhæfða mataræðis og má undarlegt teljast að garnirnar hafi orðið útundan.

Heimildir og Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

26.8.2016

Spyrjandi

Ritstjórn, Sigurborg Rakel

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna eru pandabirnir svona latir?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2016. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72415.

Sigurður Steinþórsson. (2016, 26. ágúst). Hvers vegna eru pandabirnir svona latir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72415

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna eru pandabirnir svona latir?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2016. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72415>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru pandabirnir svona latir?
Nýlega birtist á vefsíðunni News from Science skýring á því hvers vegna pandabirnir (risapöndur) eru svo latir sem raun ber vitni – þeir nenna varla að eðla sig, hvað þá annað. Skýringin reynist vera sú, að enda þótt þeir nærist helst eingöngu á bambuslaufi eru meltingarfæri þeirra illa til þess hæf að melta laufið, því þrátt fyrir allt eru pandabirnir af ætt bjarnardýra sem ýmist eru kjötætur (til dæmis hvítabjörn) eða alætur (til dæmis skógarbjörn). Vegna þess hve næringarrýr og tormelt jurtafæða er miðað við kjöt og fisk, þurfa garnir grasæta að vera miklu lengri en garnir kjötæta, og þar feilar pandabjörninn með sínar of stuttu garnir: til að halda lífinu verður hann helst að éta stanslaust allar sínar vökustundir og gera sem minnst annað til að spara orkuna.

Pöndur þurfa að verja mest öllum tíma sínum í að éta og gera sem minnst annað til að spara orkuna.

Hitt er þó merkilegra, að enda þótt meltingargangur pandabjarna hafi ekki þróast sem skyldi til virkari nýtingar jurtafæðu, hefur annað líffæri þróast með furðulegum hætti og orðið mjög sérhæft: Í einni bók sinni lýsir Harvard-steingervinga- og þróunarfræðingurinn Stephen Jay Gould (1941-2002) undrun sinni þegar hann áttaði sig á því í dýragarði að pandabirnir hafa sex „tær“ á hvorri framlöpp, því hann vissi sem var að öll spendýr hafa fimm „tær“ eða færri. Og ennfremur að öll þróun hlýtur að byggjast á því sem fyrir er – svo hvaðan kom sjötta táin? Skoðun leiddi í ljós að annað framhandleggsbeinið, radius, hefur vaxið fram og myndað nýjan „þumal“ sem reynist birninum geysi haglegur því milli hans og næstu táar dregur hann bambus-stöngina og flysjar þannig af henni hið æta lauf.

Talið er að pandabirnir hafi greinst frá öðrum bjarnardýrum fyrir 13 milljónum ára, talsvert fyrr en aðrar tegundir bjarna – skógarbirnir (brúnbirnir) aðgreindust frá svartbjörnum fyrir 4-5 milljónum ára og hvítabjörninn hefur sennilega þróast frá brúnbirni á næst-síðasta kuldaskeiði ísaldar sem hófst fyrir um 200.000 árum. Risapöndur eru þannig fjarskyldari öðrum björnum en þeir eru sín á milli. Nægur tími hefur gefist til að þróa sjöttu tána og fleiri líffæri, svo sem jaxla, til hins sérhæfða mataræðis og má undarlegt teljast að garnirnar hafi orðið útundan.

Heimildir og Mynd:...