Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvaða könguló er hættulegust í heiminum?

Jón Már Halldórsson

Það eru til yfir 40.000 tegundir köngulóa í heiminum. Mönnum stendur þó ógn af fæstum þeirra. Flestar köngulær sem á annað borð eru eitraðar eru það litlar að þær ná ekki að valda meiru en minni háttar óþægindum ef þær bíta menn. Þær sem þó eru nógu stórar og búa yfir nægilega öflugu eitri til að skaða fólk, jafnvel draga það til dauða, forða sér gjarnan frekar frá ógn ef mögulegt er en bíta aðeins í sjálfvörn sé þeim verulega ógnað. Á því eru þó vissulega undantekningar og tegundir misárásagjarnar.

Víða á Netinu má finna lista yfir hættulegustu köngulær heims. Listarnir eru nokkuð áþekkir en það eru þó ekki alltaf nákvæmlega sömu tegundirnar á þeim eða þeim raðað upp í sömu röð enda má nálgast spurninguna um hættulegustu könguló í heimi á fleiri en einn hátt. Það er ekki víst að þær köngulær sem búa yfir öflugasta eitrinu, og geta þar með banað manni á skemmsta tímanum, séu endilega þær köngulær sem algengast er að bíti fólk þannig að það beri skaða af eða látist. Hvor telst þá hættulegri, sú baneitraða eða sú sem er ekki eins eitruð en meiri líkur er að rekast á?

Óhætt er að segja að flökkuköngulær, af ættkvíslinni Phoneutria, séu meðal hættulegustu köngulóa í heimi. Heimkynni þeirra eru í Suður- og Mið-Ameríku.

Hér veljum við fyrri kostinn og horfum til þess hversu öflugt eitur köngulærnar hafa. Þá er mjög ofarlega á blaði tegundir af ættkvíslinni Phoneutria sem kalla má á íslensku brasilískar flökkuköngulær (e. Brazilian Wandering Spiders). Nafnið fá þær af því háttalagi sínu að fara um skógarbotninn á nóttunni í leit að bráð ólíkt tegundum sem halda til í vefjum sínum og bíða eftir að bráðin festi sig þar. Yfir daginn vilja þær hafast við á dimmum stöðum, fara til dæmis niður í termítagöng, undir fallna trjástofna eða fela sig í bananaplöntum en sá siður hefur gefið þeim annað algengt heiti sitt, bananaköngulær.

Átta tegundir eru nú taldar til þessarar ættkvíslar flökkuköngulóa og eru þær allar bundnar við Suður-Ameríku að einni undanskilinni sem líka finnst í Mið-Ameríku. Tegundir af ættkvíslinni geta orðið mjög stórar, skrokkur þeirra allra stærstu getur orðið allt að 5 cm langur og breiddin þegar fótleggirnir eru mældir allt að 18 cm.

Það sem gerir þessar köngulær sérstaklega hættulegar, fyrir utan öflugt eitur, er að þær eiga það til að leita í skuggsæla staði í híbýlum, í bifreiðum eða á öðrum stöðum í þéttbýli og þá getur fólk orðið fyrir bitum þeirra ef það þvælist með fingur inn á þessa felustaði. Flökkuköngulærnar teljast vera árásargjarnar, það er snúast fljótt og auðveldlega til varnar finnist þeim sér ógnað.

Þeir sem verða fyrir bitum brasilísku flökkuköngulóa þurfa að koma sér strax til læknis en rannsóknir sýna að aðeins 6 míkrógrömm af eitri köngulónna getur drepið mús sem vegur 20 grömm. Til samanburðar má geta þess að suðræna svarta ekkjan (Latrodectus mactans) sem er sjálfsagt kunnasta tegund mjög eitraðra köngulóa þarf 200 míkrógrömm af eitri sínu til að drepa mús af sambærilegri stærð.

Einkenni af völdum eiturs flökkuköngulóa geta verið mjög mikill sársauki, fólk missir stjórn á vöðvum, á erfitt með andardrátt og að lokum öndunarerfiðleikar sem geta leitt til dauða. Karlmenn fá auk þess standpínu sem getur varað í margar klukkustundir en þessu holdrisi fylgir mikill sársauki.

Til er öflugt mótefni gegn eitri flökkuköngulóa og dauðsföll af þeirra völdum tiltölulega fátíð en þekkjast þó vel. Meðal annars drap ein könguló af tegundinni Phoneutria fera tvö börn í São Sebastião í Sao Paulo-fylki í Brasilíu árið 2009.

Í apríl 2016 lést ungur maður í Ástralíu af völdum bits sprettköngulóar (Latrodectus hasselti, e. redback spider). Þá voru hátt í fjórir áratugir frá síðasta banvæna köngulóabitinu sem vitað er um þar í landi.

Hér hefur aðeins verið fjallað um flökkuköngulær en á Vísindavefnum er einnig að finna svör um áströlsku trektarköngulóna (Atrax robustus), svörtu ekkjuna og ættingja hennar sprettköngulóna (Latrodectus hasselti) sem allar eru hættulegar tegundir og geta valdið verulegum skaða. Þá má minnast á tegundir af ættkvíslinni Loxosceles (einbúaköngulær) sem búa yfir öflugu eitri en um þær hefur enn ekki verið fjallað hér á vefnum.

Upplýsingar um það hversu algeng dauðsföll af völdum köngulóa eru liggja alls ekki á lausu. Þó er ljóst að skráð dauðsföll eru ekki mjög mörg á hverju ári. Sem dæmi má nefna að í apríl 2016 er talið að ungur maður í Ástralíu hafi látist af völdum köngulóabits og var það fyrsta dauðsfallið af þeim toga í Ástralíu í 37 ár þrátt fyrir að þar í landi finnist mjög hættulegar köngulær. Þarna skiptir líklega mestu öflugt móteitur og þekking á meðhöndlun bita. En vissulega má gera ráð fyrir að það séu dauðsföll sem ekki eru neins staðar skráð, til dæmis á dreifbýlum svæðum þar sem heilbrigðisþjónusta er ekki mjög góð.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.11.2016

Spyrjandi

Helga Xialan Haraldsdóttir, f. 2003

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða könguló er hættulegust í heiminum?“ Vísindavefurinn, 11. nóvember 2016. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72432.

Jón Már Halldórsson. (2016, 11. nóvember). Hvaða könguló er hættulegust í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72432

Jón Már Halldórsson. „Hvaða könguló er hættulegust í heiminum?“ Vísindavefurinn. 11. nóv. 2016. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72432>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða könguló er hættulegust í heiminum?
Það eru til yfir 40.000 tegundir köngulóa í heiminum. Mönnum stendur þó ógn af fæstum þeirra. Flestar köngulær sem á annað borð eru eitraðar eru það litlar að þær ná ekki að valda meiru en minni háttar óþægindum ef þær bíta menn. Þær sem þó eru nógu stórar og búa yfir nægilega öflugu eitri til að skaða fólk, jafnvel draga það til dauða, forða sér gjarnan frekar frá ógn ef mögulegt er en bíta aðeins í sjálfvörn sé þeim verulega ógnað. Á því eru þó vissulega undantekningar og tegundir misárásagjarnar.

Víða á Netinu má finna lista yfir hættulegustu köngulær heims. Listarnir eru nokkuð áþekkir en það eru þó ekki alltaf nákvæmlega sömu tegundirnar á þeim eða þeim raðað upp í sömu röð enda má nálgast spurninguna um hættulegustu könguló í heimi á fleiri en einn hátt. Það er ekki víst að þær köngulær sem búa yfir öflugasta eitrinu, og geta þar með banað manni á skemmsta tímanum, séu endilega þær köngulær sem algengast er að bíti fólk þannig að það beri skaða af eða látist. Hvor telst þá hættulegri, sú baneitraða eða sú sem er ekki eins eitruð en meiri líkur er að rekast á?

Óhætt er að segja að flökkuköngulær, af ættkvíslinni Phoneutria, séu meðal hættulegustu köngulóa í heimi. Heimkynni þeirra eru í Suður- og Mið-Ameríku.

Hér veljum við fyrri kostinn og horfum til þess hversu öflugt eitur köngulærnar hafa. Þá er mjög ofarlega á blaði tegundir af ættkvíslinni Phoneutria sem kalla má á íslensku brasilískar flökkuköngulær (e. Brazilian Wandering Spiders). Nafnið fá þær af því háttalagi sínu að fara um skógarbotninn á nóttunni í leit að bráð ólíkt tegundum sem halda til í vefjum sínum og bíða eftir að bráðin festi sig þar. Yfir daginn vilja þær hafast við á dimmum stöðum, fara til dæmis niður í termítagöng, undir fallna trjástofna eða fela sig í bananaplöntum en sá siður hefur gefið þeim annað algengt heiti sitt, bananaköngulær.

Átta tegundir eru nú taldar til þessarar ættkvíslar flökkuköngulóa og eru þær allar bundnar við Suður-Ameríku að einni undanskilinni sem líka finnst í Mið-Ameríku. Tegundir af ættkvíslinni geta orðið mjög stórar, skrokkur þeirra allra stærstu getur orðið allt að 5 cm langur og breiddin þegar fótleggirnir eru mældir allt að 18 cm.

Það sem gerir þessar köngulær sérstaklega hættulegar, fyrir utan öflugt eitur, er að þær eiga það til að leita í skuggsæla staði í híbýlum, í bifreiðum eða á öðrum stöðum í þéttbýli og þá getur fólk orðið fyrir bitum þeirra ef það þvælist með fingur inn á þessa felustaði. Flökkuköngulærnar teljast vera árásargjarnar, það er snúast fljótt og auðveldlega til varnar finnist þeim sér ógnað.

Þeir sem verða fyrir bitum brasilísku flökkuköngulóa þurfa að koma sér strax til læknis en rannsóknir sýna að aðeins 6 míkrógrömm af eitri köngulónna getur drepið mús sem vegur 20 grömm. Til samanburðar má geta þess að suðræna svarta ekkjan (Latrodectus mactans) sem er sjálfsagt kunnasta tegund mjög eitraðra köngulóa þarf 200 míkrógrömm af eitri sínu til að drepa mús af sambærilegri stærð.

Einkenni af völdum eiturs flökkuköngulóa geta verið mjög mikill sársauki, fólk missir stjórn á vöðvum, á erfitt með andardrátt og að lokum öndunarerfiðleikar sem geta leitt til dauða. Karlmenn fá auk þess standpínu sem getur varað í margar klukkustundir en þessu holdrisi fylgir mikill sársauki.

Til er öflugt mótefni gegn eitri flökkuköngulóa og dauðsföll af þeirra völdum tiltölulega fátíð en þekkjast þó vel. Meðal annars drap ein könguló af tegundinni Phoneutria fera tvö börn í São Sebastião í Sao Paulo-fylki í Brasilíu árið 2009.

Í apríl 2016 lést ungur maður í Ástralíu af völdum bits sprettköngulóar (Latrodectus hasselti, e. redback spider). Þá voru hátt í fjórir áratugir frá síðasta banvæna köngulóabitinu sem vitað er um þar í landi.

Hér hefur aðeins verið fjallað um flökkuköngulær en á Vísindavefnum er einnig að finna svör um áströlsku trektarköngulóna (Atrax robustus), svörtu ekkjuna og ættingja hennar sprettköngulóna (Latrodectus hasselti) sem allar eru hættulegar tegundir og geta valdið verulegum skaða. Þá má minnast á tegundir af ættkvíslinni Loxosceles (einbúaköngulær) sem búa yfir öflugu eitri en um þær hefur enn ekki verið fjallað hér á vefnum.

Upplýsingar um það hversu algeng dauðsföll af völdum köngulóa eru liggja alls ekki á lausu. Þó er ljóst að skráð dauðsföll eru ekki mjög mörg á hverju ári. Sem dæmi má nefna að í apríl 2016 er talið að ungur maður í Ástralíu hafi látist af völdum köngulóabits og var það fyrsta dauðsfallið af þeim toga í Ástralíu í 37 ár þrátt fyrir að þar í landi finnist mjög hættulegar köngulær. Þarna skiptir líklega mestu öflugt móteitur og þekking á meðhöndlun bita. En vissulega má gera ráð fyrir að það séu dauðsföll sem ekki eru neins staðar skráð, til dæmis á dreifbýlum svæðum þar sem heilbrigðisþjónusta er ekki mjög góð.

Heimildir og myndir:...