Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Nota geitungar sama búið ár eftir ár?

Jón Már Halldórsson

Geitungar nota ekki bú sem þeir byggðu árið áður. Að vori byrjar drottninginn að byggja sér bú. Þegar það hefur náð ákveðinni stærð (samsvarar um það bil borðtenniskúlu) og fyrstu varphólfin eru fullbyggð, verpir hún í þau og elur önn fyrir fyrstu vinnudýrum búsins. Loks þegar vinnudýrin geta farið að þjóna búinu, leggst drottningin í búið og tekur til við að unga út fleiri geitungum.

Geitungar nota ekki sama búið ár eftir ár.

Að hausti yfirgefa karlflugur og ungdrottningar búið og lífsferill búsins tekur enda. Ungdrottningarnar finna þá oftast karlflugur úr öðrum búum, frjóvgast og leggjast svo í dvala. Að vori vakna þær úr löngum vetrardvalanum og hefja uppbyggingu á nýju búi.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.11.2016

Spyrjandi

Hanna Sigurðardóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Nota geitungar sama búið ár eftir ár?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2016. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72568.

Jón Már Halldórsson. (2016, 17. nóvember). Nota geitungar sama búið ár eftir ár? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72568

Jón Már Halldórsson. „Nota geitungar sama búið ár eftir ár?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2016. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72568>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Nota geitungar sama búið ár eftir ár?
Geitungar nota ekki bú sem þeir byggðu árið áður. Að vori byrjar drottninginn að byggja sér bú. Þegar það hefur náð ákveðinni stærð (samsvarar um það bil borðtenniskúlu) og fyrstu varphólfin eru fullbyggð, verpir hún í þau og elur önn fyrir fyrstu vinnudýrum búsins. Loks þegar vinnudýrin geta farið að þjóna búinu, leggst drottningin í búið og tekur til við að unga út fleiri geitungum.

Geitungar nota ekki sama búið ár eftir ár.

Að hausti yfirgefa karlflugur og ungdrottningar búið og lífsferill búsins tekur enda. Ungdrottningarnar finna þá oftast karlflugur úr öðrum búum, frjóvgast og leggjast svo í dvala. Að vori vakna þær úr löngum vetrardvalanum og hefja uppbyggingu á nýju búi.

Mynd:

...