Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað hefur útgerðin borgað í veiðigjald á hvert þorskígildiskíló frá 2005?

Þórólfur Matthíasson

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Þetta er seinni hluti svars við spurningunni. Upplýsingar um upphæðir greiddar í veiðigjöld er að finna í svari við spurningunni Hversu miklar tekjur hefur ríkissjóður haft af veiðigjöldum síðan 2005 á verðlagi ársins 2015?

Veiðigjald vegna fiskveiðársins 2005/2006 til og með 2011/2012 var ákveðið með þeim hætti að tilgreint var í reglugerð fyrir upphaf hvers fiskveiðiárs hvert gjaldið væri. Gjaldið miðaðist við úthlutuð eða veidd þorskígildiskíló. Reglugerðin tilgreindi einnig umreikningsstuðla þar sem fiski af öðrum tegundum en þorski er breytt í þorskígildi. Ákvarðað veiðigjald má sjá í töflu 1.

Tafla 1: Veiðigjald miðað við úthlutuð eða veidd þorskígildiskíló frá fiskveiðiárinu 2005/2006 til fiskveiðiársins 2011/2012.

Fiskveiðiár
Veiðigjald, krónur á þorskígildiskíló
2005/2006
1,53
2006/2007
0,91
2007/2008
1,45 (lækkað úr 2,42)
2008/2009
0,71
2009/2010
3,47
2010/2011
6,44
2011/2012
9,46

Fiskveiðiárin 2012/2013 og 2013/2014 var veiðigjaldið tvískipt. Annars vegar almennt gjald sem lagðist jafnt á öll þorskígildiskíló, óháð fiskitegund. Hins vegar var sérstakt gjald sem lagðist með misjöfnum þunga á uppsjávartegundir og botnfisktegundir. Um sérstaka gjaldið giltu flóknar reglur, meðal annars um gjaldleysi kvóta undir ákveðnum hámörkum. Sömuleiðis voru í gildi reglur um afslátt á sérstaka gjaldinu vegna kvótakaupatengdra vaxtagreiðslna. En fjárhæðir voru eins og lýst er í töflu 2.

Tafla 2: Upplýsingar um veiðigjald fyrir fiskveiðiárin 2012/2013 og 2013/2014.

Fiskveiðiár
Almennt veiðigjald, krónur á þorskígildiskíló
Sérstakt veiðigjald, uppsjávarfiskur, krónur á þorskígildiskíló
Sérstakt veiðigjald, botnfiskur, krónur á þorskígildiskíló
2012/2013
9,50
27,50
23,20
2013/2014
9,50
38,25
7,38

Enn er gerð breyting á innheimtu gjaldsins árið 2015. Ekki er lengur birt tafla með umreikningsstuðlum fyrir þorskígildi, heldur er tilgreint hvert veiðigjald er fyrir úthlutaðan kvóta eða landaðan afla hverrar kvótasettrar tegundar fyrir sig. Fyrir fiskveiðiárið 2015/2016 var til dæmis veiðigjald fyrir þorsk 13,94 krónur á kíló að grunni til, en ýmis tilvik gátu lækkað þessa greiðslu. Fiskveiðiárið 2016/2017 er veiðigjald á hvert kíló þorsks krónur 11,09.

Veiðigjaldið hefur tekið nokkrum breytingum í gegnum árin.

Auðveldlega má ráða af tölunum að veiðigjaldið hefur hækkað fram til fiskveiðiársins 2011/2012.

Heimildir:

Mynd:

Upprunalega spurningin var:
Hversu miklar tekjur hefur ríkið af veiðigjöldum og er rétt að útgerðin greiði lægri veiðigjöld nú en áður?

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

14.9.2016

Spyrjandi

Leifur Skúlason Kaldal

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Hvað hefur útgerðin borgað í veiðigjald á hvert þorskígildiskíló frá 2005?“ Vísindavefurinn, 14. september 2016. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72633.

Þórólfur Matthíasson. (2016, 14. september). Hvað hefur útgerðin borgað í veiðigjald á hvert þorskígildiskíló frá 2005? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72633

Þórólfur Matthíasson. „Hvað hefur útgerðin borgað í veiðigjald á hvert þorskígildiskíló frá 2005?“ Vísindavefurinn. 14. sep. 2016. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72633>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur útgerðin borgað í veiðigjald á hvert þorskígildiskíló frá 2005?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Þetta er seinni hluti svars við spurningunni. Upplýsingar um upphæðir greiddar í veiðigjöld er að finna í svari við spurningunni Hversu miklar tekjur hefur ríkissjóður haft af veiðigjöldum síðan 2005 á verðlagi ársins 2015?

Veiðigjald vegna fiskveiðársins 2005/2006 til og með 2011/2012 var ákveðið með þeim hætti að tilgreint var í reglugerð fyrir upphaf hvers fiskveiðiárs hvert gjaldið væri. Gjaldið miðaðist við úthlutuð eða veidd þorskígildiskíló. Reglugerðin tilgreindi einnig umreikningsstuðla þar sem fiski af öðrum tegundum en þorski er breytt í þorskígildi. Ákvarðað veiðigjald má sjá í töflu 1.

Tafla 1: Veiðigjald miðað við úthlutuð eða veidd þorskígildiskíló frá fiskveiðiárinu 2005/2006 til fiskveiðiársins 2011/2012.

Fiskveiðiár
Veiðigjald, krónur á þorskígildiskíló
2005/2006
1,53
2006/2007
0,91
2007/2008
1,45 (lækkað úr 2,42)
2008/2009
0,71
2009/2010
3,47
2010/2011
6,44
2011/2012
9,46

Fiskveiðiárin 2012/2013 og 2013/2014 var veiðigjaldið tvískipt. Annars vegar almennt gjald sem lagðist jafnt á öll þorskígildiskíló, óháð fiskitegund. Hins vegar var sérstakt gjald sem lagðist með misjöfnum þunga á uppsjávartegundir og botnfisktegundir. Um sérstaka gjaldið giltu flóknar reglur, meðal annars um gjaldleysi kvóta undir ákveðnum hámörkum. Sömuleiðis voru í gildi reglur um afslátt á sérstaka gjaldinu vegna kvótakaupatengdra vaxtagreiðslna. En fjárhæðir voru eins og lýst er í töflu 2.

Tafla 2: Upplýsingar um veiðigjald fyrir fiskveiðiárin 2012/2013 og 2013/2014.

Fiskveiðiár
Almennt veiðigjald, krónur á þorskígildiskíló
Sérstakt veiðigjald, uppsjávarfiskur, krónur á þorskígildiskíló
Sérstakt veiðigjald, botnfiskur, krónur á þorskígildiskíló
2012/2013
9,50
27,50
23,20
2013/2014
9,50
38,25
7,38

Enn er gerð breyting á innheimtu gjaldsins árið 2015. Ekki er lengur birt tafla með umreikningsstuðlum fyrir þorskígildi, heldur er tilgreint hvert veiðigjald er fyrir úthlutaðan kvóta eða landaðan afla hverrar kvótasettrar tegundar fyrir sig. Fyrir fiskveiðiárið 2015/2016 var til dæmis veiðigjald fyrir þorsk 13,94 krónur á kíló að grunni til, en ýmis tilvik gátu lækkað þessa greiðslu. Fiskveiðiárið 2016/2017 er veiðigjald á hvert kíló þorsks krónur 11,09.

Veiðigjaldið hefur tekið nokkrum breytingum í gegnum árin.

Auðveldlega má ráða af tölunum að veiðigjaldið hefur hækkað fram til fiskveiðiársins 2011/2012.

Heimildir:

Mynd:

Upprunalega spurningin var:
Hversu miklar tekjur hefur ríkið af veiðigjöldum og er rétt að útgerðin greiði lægri veiðigjöld nú en áður?

...