Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er örugglega ekki hægt að persónugreina kjósendur í kosningakerfi Pírata?

Björn Leví Gunnarsson

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Spurningin fellur ekki alveg að tilgangi staðreyndavaktarinnar en þar sem hún tengist óneitanlega umræðu í aðdraganda var ákveðið að taka hana til meðferðar.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Spurningar Stefáns voru í nokkrum liðum. Hér er hægt að lesa svar við spurningunni Hafa vef- eða kerfisstjórar Pírata aðgang að gagnagrunni með kosningaupplýsingum?

Eftir að kosningu lýkur í kosningakerfi Pírata er engin leið til að persónugreina kjósendur út frá atkvæðum. Vissulega geta einhverjir atkvæðaseðlar verið uppsettir á þann hátt að það væri á einhvern hátt hægt að auðkenna frambjóðanda. Til dæmis gæti kosning farið svo að einn atkvæðaseðill hefði ákveðinn frambjóðanda í efsta sæti en enginn annar seðill væri með þann frambjóðanda í efsta sæti. Í því tilfelli væri líklegast að atkvæðaseðilinn væri seðill þess frambjóðanda.

Í prófkjöri Pírata í Reykjavík fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar gáfu Píratar til dæmis út öll atkvæðin. Þá var einmitt þessi athugasemd sett fram og ákveðið var að hætta að gefa atkvæðin út.

Ef kerfisstjóri tekur afrit af atkvæðunum áður en kerfið reiknar út úr niðurstöðum prófkjörsins, þá væri hægt að persónugreina gögnin. Þetta kerfi er því byggt á ákveðnu trausti til þeirra sem sjá um framkvæmd prófkjörsins. Ábyrgðin liggur hjá framkvæmdaráði Pírata og þeim starfsmönnum sem er falið það verkefni.

Kosningakerfi Pírata er aðgengilegt á https://github.com/piratar/wasa2il. Þar getur fólk sett upp sína útgáfu og prófað kerfið. Það er hins vegar engin trygging fyrir því að nákvæmlega sú útgáfa af kerfinu sé sú sem er í notkun á síðunni Kosningakerfi Pírata - Píratar, því miður. Rétt eins og í öllum kosningum þá eru alltaf einhverjir ábyrgðarmenn sem geta breytt einhverju í niðurstöðum kosninga.

Mynd:

Spurningar Stefáns voru í nokkrum liðum. Í heild sinni hljóðuðu þær svona:
Í prófkjöri Pírata í NV-kjördæmi kom fram hjá talsmönnum flokksins að þeir hefðu "talnagreint" upplýsingar en ekki persónugreint. Mín spurning er sú, með það í huga að kosningin er rafræn um vefsíðu með gagnagrunn keyrandi bak við sig, hvort að vefstjórar eða kerfisstjórnendur Pírata hafi aðgang að gagnagrunninum til að geta skoðað kjörupplýsingar í hráum gögnum og hvort viðkomandi vef- og/eða kerfisstjórnendur gegni trúnaðarstöðum innan Pírata sem gætu haft áhrif á málin og hvort hægt sé að fullyrða með það í huga að engin leið sé að upplýsingar úr kosningum séu ekki persónugreinanlegar, miðað við að hvorki óháður þriðji aðili sér um eftirlit og umsjón með gagnagrunni þeirra.

Höfundur

Björn Leví Gunnarsson

M.A. í tölvunarfræði og varaþingmaður Pírata

Útgáfudagur

16.9.2016

Spyrjandi

Stefán Stefánsson

Tilvísun

Björn Leví Gunnarsson. „Er örugglega ekki hægt að persónugreina kjósendur í kosningakerfi Pírata?“ Vísindavefurinn, 16. september 2016. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72635.

Björn Leví Gunnarsson. (2016, 16. september). Er örugglega ekki hægt að persónugreina kjósendur í kosningakerfi Pírata? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72635

Björn Leví Gunnarsson. „Er örugglega ekki hægt að persónugreina kjósendur í kosningakerfi Pírata?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2016. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72635>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er örugglega ekki hægt að persónugreina kjósendur í kosningakerfi Pírata?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Spurningin fellur ekki alveg að tilgangi staðreyndavaktarinnar en þar sem hún tengist óneitanlega umræðu í aðdraganda var ákveðið að taka hana til meðferðar.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Spurningar Stefáns voru í nokkrum liðum. Hér er hægt að lesa svar við spurningunni Hafa vef- eða kerfisstjórar Pírata aðgang að gagnagrunni með kosningaupplýsingum?

Eftir að kosningu lýkur í kosningakerfi Pírata er engin leið til að persónugreina kjósendur út frá atkvæðum. Vissulega geta einhverjir atkvæðaseðlar verið uppsettir á þann hátt að það væri á einhvern hátt hægt að auðkenna frambjóðanda. Til dæmis gæti kosning farið svo að einn atkvæðaseðill hefði ákveðinn frambjóðanda í efsta sæti en enginn annar seðill væri með þann frambjóðanda í efsta sæti. Í því tilfelli væri líklegast að atkvæðaseðilinn væri seðill þess frambjóðanda.

Í prófkjöri Pírata í Reykjavík fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar gáfu Píratar til dæmis út öll atkvæðin. Þá var einmitt þessi athugasemd sett fram og ákveðið var að hætta að gefa atkvæðin út.

Ef kerfisstjóri tekur afrit af atkvæðunum áður en kerfið reiknar út úr niðurstöðum prófkjörsins, þá væri hægt að persónugreina gögnin. Þetta kerfi er því byggt á ákveðnu trausti til þeirra sem sjá um framkvæmd prófkjörsins. Ábyrgðin liggur hjá framkvæmdaráði Pírata og þeim starfsmönnum sem er falið það verkefni.

Kosningakerfi Pírata er aðgengilegt á https://github.com/piratar/wasa2il. Þar getur fólk sett upp sína útgáfu og prófað kerfið. Það er hins vegar engin trygging fyrir því að nákvæmlega sú útgáfa af kerfinu sé sú sem er í notkun á síðunni Kosningakerfi Pírata - Píratar, því miður. Rétt eins og í öllum kosningum þá eru alltaf einhverjir ábyrgðarmenn sem geta breytt einhverju í niðurstöðum kosninga.

Mynd:

Spurningar Stefáns voru í nokkrum liðum. Í heild sinni hljóðuðu þær svona:
Í prófkjöri Pírata í NV-kjördæmi kom fram hjá talsmönnum flokksins að þeir hefðu "talnagreint" upplýsingar en ekki persónugreint. Mín spurning er sú, með það í huga að kosningin er rafræn um vefsíðu með gagnagrunn keyrandi bak við sig, hvort að vefstjórar eða kerfisstjórnendur Pírata hafi aðgang að gagnagrunninum til að geta skoðað kjörupplýsingar í hráum gögnum og hvort viðkomandi vef- og/eða kerfisstjórnendur gegni trúnaðarstöðum innan Pírata sem gætu haft áhrif á málin og hvort hægt sé að fullyrða með það í huga að engin leið sé að upplýsingar úr kosningum séu ekki persónugreinanlegar, miðað við að hvorki óháður þriðji aðili sér um eftirlit og umsjón með gagnagrunni þeirra.
...