Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað verður um alla fitu sem við neytum?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Megnið af þeirri fitu sem við fáum úr mat eru efnasambönd sem kallast þríglýseríð, en þau eru samsett úr glýserólsameind sem þrjár fitusýrur eru tengdar við. Önnur fituefni í mat eru fosfóglýseríð, steról (eins og kólesteról), og fituleysanleg vítamín. Enn fremur innihalda þarmarnir svolítið af fitu sem er upprunnin í þekjuvefnum sem klæðir þá að innan og að auki er í þörmunum þó nokkuð magn af kólesteróli úr galli.

Niðurbrot þríglýseríða

Til þess að líkaminn geti tekið upp þríglýseríð og aðra fitu úr smáþörmum þarf fyrst að melta hana. Melting fitu gerist í tveimur meginskrefum sem bæði fara fram í smáþörmunum. Í fyrra skrefinu er fitunni sundrað við ferli sem kallast ýring eða fituþeyting (e. emulsification). Þar er fitumassinn, sem er nánast ógerlegt að leysa upp í vatni, brotinn niður í örlitla fitudropa í svokallaðri ýringarlausn. Gallsölt eru nauðsynleg fyrir þetta skref, en þau eru mynduð í lifrinni og geymd í gallblöðrunni þar til þeirra er þörf. Þegar fita kemur úr maga í skeifugörn myndast þar hormón sem veldur samdrætti í gallblöðrunni og við það losnar gall sem berst eftir gallgöngum í skeifugörnina.

Fitumassinn er brotinn niður í örsmáa fitudropa með hjálp gallsalta og kallast það fituþeyting eða ýring.

Gallsölt eru sölt gallsýra sem lifrin býr til úr umframmagni af kólesteróli. Sameindir gallsalta hafa svokallaða tvíleysna byggingu, það er að segja hluti af sameindinni leysist í vatni og annar hluti hennar er fituleysanlegur. Þegar gallsölt komast í snertingu við fitu eins og þríglýseríð sækir fituleysni hluti þeirra inn í fitumassann, en vatnssækni hlutinn snýr frá fitumassanum og helst við yfirborðið. Með þessum hætti brotnar fitumassinn í sífellt smærri fitudropa og fær þannig sífellt stærra yfirborðsflatarmál.

Í seinna skrefinu koma meltingarensím sem kallast lípasar til sögunnar og klippa þríglýseríð og fosfólípíð niður í einglýseríð og fitusýrur sem komast greiðlega inn í smáþarmafrumurnar. Lípasar eru bæði í þarmasafa sem kemur frá frumum í vegg smáþarmanna og í brissafa sem kemur frá briskirtli. Með því að brjóta fituna niður í örlitla fitudropa auka gallsöltin mjög yfirborð fitunnar og auðvelda lípösunum að komast að fitusameindunum til að brjóta þær niður.

Ýmis meltingarfæri koma við sögu í niðurbroti á fitu svo sem lifrin, gallblaðran, brisið og þarmarnir.

Gallsöltin halda áfram að umlykja fituna eftir að hún hefur verið brotin niður í fitusýrur og einglýseríð og safnast þetta saman með öðrum meltum fituefnum í svokölluðum fitukirnum (e. micelles). Í grófum dráttum er hvert fitukirni örlítil blaðra (4-8 nm) af mismunandi fituefnum og gallsöltum fljótandi um í fæðumaukinu. Við blöndunarhreyfingar þarmanna rekast fitukirnin utan í þarmatotur (e. villi) sem þekja þarmana að innan og er fitan tekin upp í þekjufrumur þeirra.

Meginafurðir fitumeltingar - einglýseríð og fitusýrur - komast greiðlega inn í þekjufrumur þarmanna með einföldu flæði yfir frumuhimnu þeirra. Enn fremur fer brot af fitusýrunum inn í frumurnar með sérstöku burðarprótíni sem staðsett er í frumuhimnunni. Þegar inn í frumuna er komið flytjast fitusýrur og einglýseríð í frymisnet þar sem þau eru notuð til að mynda þríglýseríð á nýjan leik. Þríglýseríðin eru síðan pökkuð með kólesteróli, fituprótínum og öðrum fituefnum í litlar agnir sem kallast iðrakirni (e. chylomicrons). Iðrakirnin losna frá frymisfléttum sem útfrumunarbólur (e. exocytotic vesicles) sem renna saman við frumuhimnuna og losa innihald sitt, iðrakirnin, í rýmið fyrir utan frumurnar.

Úr millifrumurými berast iðrakirnin í litlar vessaæðar í þarmatotunum. Þær sameinast svo í stærri vessaæðar sem bera fituna frá þörmunum og á endanum út í blóðrásina sem ber hana um allan líkamann. Frumur líkamans taka iðrakirnin til sín og sundra þeim og nýta innihaldið eftir þörfum. Þetta á einkum við um lifrina, vöðva og fituvef.

Kólesteról og blóðfita

Kólesteról er annað mikilvægt fituefni sem er tekið upp í smáþörmunum. Það er notað til að búa til frumuhimnur, sum hormón og einnig er það nauðsynlegt fyrir ýmsa starfsemi frumna. Kólesterólsamvægi í líkamanum byggist á jafnvægi á milli þess kólesteróls sem líkaminn myndar sjálfur, magni kólesteróls sem líkaminn fær úr fæðu og því magni sem líkaminn þveitir í galli. Kólesteról berst í þekjufrumur smáþarmanna með hjálp prótínferju í frumuhimnu þeirra. Þar fer það í gegnum sams konar vinnslu og þríglyseríðin og endar í iðrakirnum.

Blóðfita er hugtak sem mikið er notað en með því er átt við þá fitu sem flyst með blóðinu um líkamann. Oftast er þessi fita á formi kólesteróls. Eins og ljóst er af framangreindu leysist fita ekki upp sem slík í blóðinu. Hún flyst sem iðrakirni inn í blóðrásina frá meltingarveginum og með fituprótínum þegar hún flyst frá lifur til annarra vefja líkamans, en lifrin er það líffæri sem stjórnar fitujafnvægi líkamans. Til eru ýmsar gerðir af fituprótínum en þau mikilvægustu eru svokölluð lágþéttnifituprótín (LDL = low-density lipoprotein) og háþéttnifituprótín (HDL = high-density lipoprotein).

Megnið af kólesteróli er flutt milli líkamsvefja með LDL. Ef of mikið er af LDL í blóðrásinni getur það hlaðist smám saman upp innan á slagæðaveggjum, til dæmis í hjarta og heila. Þetta kallast fituhrörnun (e. atherosclerosis). Önnur efni, einkum kalk, geta safnast í þetta fitulag innan á æðunum og myndast þá þykk, hörð útfelling. Slíkt ástand kallast æðakölkun (e. arteriosclerosis) og er að einhverju leyti eðlilegur fylgifiskur öldrunar. Æðakölkun getur stíflað æðar ef útfellingin í æðaveggjunum verður nægilega mikil. Einnig er hætta á að hún leiði til myndunar blóðtappa (e. thrombus) þegar blóðið streymir yfir hrjúft yfirborð þessara æða. Það sem gerist þá er að blóðflögur í blóðinu rifna og blóðstorknunarferli fer í gang. Það endar með myndun blóðtappa sem getur ýmist stíflað æðina eða borist áfram sem blóðrek (e. embolus) og stíflað fíngerðari æð annars staðar í líkamanum. Af þessum sökum er LDL oft kallað “vonda kólesterólið” þar sem mikið af því eykur hættu á blóðrásarsjúkdómum.

Um þriðjungur eða fjórðungur af kólesteróli flyst hins vegar með HDL. Sérfræðingar í læknisfræði telja að HDL flytji kólesteról frá slagæðum aftur til lifrarinnar sem sér um að þveita því úr líkamanum. Sumir sérfræðingar telja að HDL taki umframmagn kólesteróls frá útfellingum og hægi þar með á myndun þeirra. HDL er því oft kallað “góða kólesterólið” þar sem rannsóknir benda til að það dragi úr hættu á blóðrásarsjúkdómum.

Hægt er að hafa áhrif á blóðfituna með því að stýra fituneyslu. Kólesteról finnst í öllum dýraafurðum að einhverju leyti en er ekki til staðar í plöntuafurðum. Lifrin myndar nægilegt kólesteról til að viðhalda eðlilegri líkamsstarfsemi og því er gott að halda neyslu kólesteróls í lágmarki til að draga úr hættu á fituhrörnun. Önnur matarfita hefur einnig áhrif á blóðfituna. Mettaðar fitusýrur og transfitusýrur geta hækkað blóðfituna en neysla fjölómettaðra fitusýra getur hins vegar dregið úr henni.

Regluleg líkamsrækt virðist auka magn HDL í blóðinu hjá sumum og hófleg neysla léttvíns er talin draga úr hættu á blóðrásarsjúkdómum. Reykingar minnka hins vegar mjög magn HDL í líkamanum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum, bæði eftir sama höfund og aðra höfunda:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

28.3.2008

Spyrjandi

Haddý Halldórsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað verður um alla fitu sem við neytum?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2008. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7264.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2008, 28. mars). Hvað verður um alla fitu sem við neytum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7264

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað verður um alla fitu sem við neytum?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2008. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7264>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað verður um alla fitu sem við neytum?
Megnið af þeirri fitu sem við fáum úr mat eru efnasambönd sem kallast þríglýseríð, en þau eru samsett úr glýserólsameind sem þrjár fitusýrur eru tengdar við. Önnur fituefni í mat eru fosfóglýseríð, steról (eins og kólesteról), og fituleysanleg vítamín. Enn fremur innihalda þarmarnir svolítið af fitu sem er upprunnin í þekjuvefnum sem klæðir þá að innan og að auki er í þörmunum þó nokkuð magn af kólesteróli úr galli.

Niðurbrot þríglýseríða

Til þess að líkaminn geti tekið upp þríglýseríð og aðra fitu úr smáþörmum þarf fyrst að melta hana. Melting fitu gerist í tveimur meginskrefum sem bæði fara fram í smáþörmunum. Í fyrra skrefinu er fitunni sundrað við ferli sem kallast ýring eða fituþeyting (e. emulsification). Þar er fitumassinn, sem er nánast ógerlegt að leysa upp í vatni, brotinn niður í örlitla fitudropa í svokallaðri ýringarlausn. Gallsölt eru nauðsynleg fyrir þetta skref, en þau eru mynduð í lifrinni og geymd í gallblöðrunni þar til þeirra er þörf. Þegar fita kemur úr maga í skeifugörn myndast þar hormón sem veldur samdrætti í gallblöðrunni og við það losnar gall sem berst eftir gallgöngum í skeifugörnina.

Fitumassinn er brotinn niður í örsmáa fitudropa með hjálp gallsalta og kallast það fituþeyting eða ýring.

Gallsölt eru sölt gallsýra sem lifrin býr til úr umframmagni af kólesteróli. Sameindir gallsalta hafa svokallaða tvíleysna byggingu, það er að segja hluti af sameindinni leysist í vatni og annar hluti hennar er fituleysanlegur. Þegar gallsölt komast í snertingu við fitu eins og þríglýseríð sækir fituleysni hluti þeirra inn í fitumassann, en vatnssækni hlutinn snýr frá fitumassanum og helst við yfirborðið. Með þessum hætti brotnar fitumassinn í sífellt smærri fitudropa og fær þannig sífellt stærra yfirborðsflatarmál.

Í seinna skrefinu koma meltingarensím sem kallast lípasar til sögunnar og klippa þríglýseríð og fosfólípíð niður í einglýseríð og fitusýrur sem komast greiðlega inn í smáþarmafrumurnar. Lípasar eru bæði í þarmasafa sem kemur frá frumum í vegg smáþarmanna og í brissafa sem kemur frá briskirtli. Með því að brjóta fituna niður í örlitla fitudropa auka gallsöltin mjög yfirborð fitunnar og auðvelda lípösunum að komast að fitusameindunum til að brjóta þær niður.

Ýmis meltingarfæri koma við sögu í niðurbroti á fitu svo sem lifrin, gallblaðran, brisið og þarmarnir.

Gallsöltin halda áfram að umlykja fituna eftir að hún hefur verið brotin niður í fitusýrur og einglýseríð og safnast þetta saman með öðrum meltum fituefnum í svokölluðum fitukirnum (e. micelles). Í grófum dráttum er hvert fitukirni örlítil blaðra (4-8 nm) af mismunandi fituefnum og gallsöltum fljótandi um í fæðumaukinu. Við blöndunarhreyfingar þarmanna rekast fitukirnin utan í þarmatotur (e. villi) sem þekja þarmana að innan og er fitan tekin upp í þekjufrumur þeirra.

Meginafurðir fitumeltingar - einglýseríð og fitusýrur - komast greiðlega inn í þekjufrumur þarmanna með einföldu flæði yfir frumuhimnu þeirra. Enn fremur fer brot af fitusýrunum inn í frumurnar með sérstöku burðarprótíni sem staðsett er í frumuhimnunni. Þegar inn í frumuna er komið flytjast fitusýrur og einglýseríð í frymisnet þar sem þau eru notuð til að mynda þríglýseríð á nýjan leik. Þríglýseríðin eru síðan pökkuð með kólesteróli, fituprótínum og öðrum fituefnum í litlar agnir sem kallast iðrakirni (e. chylomicrons). Iðrakirnin losna frá frymisfléttum sem útfrumunarbólur (e. exocytotic vesicles) sem renna saman við frumuhimnuna og losa innihald sitt, iðrakirnin, í rýmið fyrir utan frumurnar.

Úr millifrumurými berast iðrakirnin í litlar vessaæðar í þarmatotunum. Þær sameinast svo í stærri vessaæðar sem bera fituna frá þörmunum og á endanum út í blóðrásina sem ber hana um allan líkamann. Frumur líkamans taka iðrakirnin til sín og sundra þeim og nýta innihaldið eftir þörfum. Þetta á einkum við um lifrina, vöðva og fituvef.

Kólesteról og blóðfita

Kólesteról er annað mikilvægt fituefni sem er tekið upp í smáþörmunum. Það er notað til að búa til frumuhimnur, sum hormón og einnig er það nauðsynlegt fyrir ýmsa starfsemi frumna. Kólesterólsamvægi í líkamanum byggist á jafnvægi á milli þess kólesteróls sem líkaminn myndar sjálfur, magni kólesteróls sem líkaminn fær úr fæðu og því magni sem líkaminn þveitir í galli. Kólesteról berst í þekjufrumur smáþarmanna með hjálp prótínferju í frumuhimnu þeirra. Þar fer það í gegnum sams konar vinnslu og þríglyseríðin og endar í iðrakirnum.

Blóðfita er hugtak sem mikið er notað en með því er átt við þá fitu sem flyst með blóðinu um líkamann. Oftast er þessi fita á formi kólesteróls. Eins og ljóst er af framangreindu leysist fita ekki upp sem slík í blóðinu. Hún flyst sem iðrakirni inn í blóðrásina frá meltingarveginum og með fituprótínum þegar hún flyst frá lifur til annarra vefja líkamans, en lifrin er það líffæri sem stjórnar fitujafnvægi líkamans. Til eru ýmsar gerðir af fituprótínum en þau mikilvægustu eru svokölluð lágþéttnifituprótín (LDL = low-density lipoprotein) og háþéttnifituprótín (HDL = high-density lipoprotein).

Megnið af kólesteróli er flutt milli líkamsvefja með LDL. Ef of mikið er af LDL í blóðrásinni getur það hlaðist smám saman upp innan á slagæðaveggjum, til dæmis í hjarta og heila. Þetta kallast fituhrörnun (e. atherosclerosis). Önnur efni, einkum kalk, geta safnast í þetta fitulag innan á æðunum og myndast þá þykk, hörð útfelling. Slíkt ástand kallast æðakölkun (e. arteriosclerosis) og er að einhverju leyti eðlilegur fylgifiskur öldrunar. Æðakölkun getur stíflað æðar ef útfellingin í æðaveggjunum verður nægilega mikil. Einnig er hætta á að hún leiði til myndunar blóðtappa (e. thrombus) þegar blóðið streymir yfir hrjúft yfirborð þessara æða. Það sem gerist þá er að blóðflögur í blóðinu rifna og blóðstorknunarferli fer í gang. Það endar með myndun blóðtappa sem getur ýmist stíflað æðina eða borist áfram sem blóðrek (e. embolus) og stíflað fíngerðari æð annars staðar í líkamanum. Af þessum sökum er LDL oft kallað “vonda kólesterólið” þar sem mikið af því eykur hættu á blóðrásarsjúkdómum.

Um þriðjungur eða fjórðungur af kólesteróli flyst hins vegar með HDL. Sérfræðingar í læknisfræði telja að HDL flytji kólesteról frá slagæðum aftur til lifrarinnar sem sér um að þveita því úr líkamanum. Sumir sérfræðingar telja að HDL taki umframmagn kólesteróls frá útfellingum og hægi þar með á myndun þeirra. HDL er því oft kallað “góða kólesterólið” þar sem rannsóknir benda til að það dragi úr hættu á blóðrásarsjúkdómum.

Hægt er að hafa áhrif á blóðfituna með því að stýra fituneyslu. Kólesteról finnst í öllum dýraafurðum að einhverju leyti en er ekki til staðar í plöntuafurðum. Lifrin myndar nægilegt kólesteról til að viðhalda eðlilegri líkamsstarfsemi og því er gott að halda neyslu kólesteróls í lágmarki til að draga úr hættu á fituhrörnun. Önnur matarfita hefur einnig áhrif á blóðfituna. Mettaðar fitusýrur og transfitusýrur geta hækkað blóðfituna en neysla fjölómettaðra fitusýra getur hins vegar dregið úr henni.

Regluleg líkamsrækt virðist auka magn HDL í blóðinu hjá sumum og hófleg neysla léttvíns er talin draga úr hættu á blóðrásarsjúkdómum. Reykingar minnka hins vegar mjög magn HDL í líkamanum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum, bæði eftir sama höfund og aðra höfunda:

Heimildir og myndir:...