Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Er hægt að sjá á hvaða landsvæði gíraffi býr eftir blettamynstri hans?

Jón Már Halldórsson

Lengi vel var talið að gíraffar tilheyrðu allir einu og sömu tegundinni. Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að gíraffar tilheyri fjórum tegundum og nokkrum undirtegundum, misjafnt eftir fræðimönnum hversu margar þær eru taldar vera. Hver tegund hefur sitt sérstaka blettamynstur. Þar sem tegundirnar lifa á afmörkuðum svæðum og blandast ekki hver annarri er því hægt að sjá út frá mynstrinu frá hvaða svæði í Afríku gíraffi er ættaður.

Norður-gíraffinn (Giraffa camelopardalis) lifir syðst á stjaktrjáarsléttum í mið- og vesturhluta Afríku og skiptist í 3-4 deilitegundir. Ein þeirra er núbíu-gíraffinn (G. c. camelopardalis) sem finnst í Austur-Súdan, Suðvestur-Eþjópíu, Kenía og Úganda. Þessir gíraffar hafa kastaníubrúna, að mestu ferhyrnda flekki sem skildir eru að með rjómalituðum línum. Mynstrið nær aðeins niður að hnjám en þar fyrir neðan eru fæturnir áberandi hvítir. Til samanburðar þá eru vestur-afrískir gíraffar (G. c. peralta), önnur deilitegund sem lifir í Suðvestur-Níger, mun ljósari yfirlitum. Bæði eru blettirnir ljósari, rauðbrúnir eða út í appelsínugulan lit, og eins eru þeir aðskildir með nokkuð breiðum línum. Eins og núbíu-gíraffinn eru fætur neðan hnés mjög ljósir eða hvítir og án mynsturs.

Vestur-afrískir gíraffar (Giraffa camelopardalis peralta) eru ljósari yfirlitum en aðrir gíraffar.

Netgíraffinn (G. reticulata) er tegund sem finnst í norðanverðri Kenía og Eþíópíu. Þetta mun vera langalgengasta tegund gíraffa í dýragörðum. Þessi tegund er áberandi ólík öðrum gíröffum þar sem rauðbrúnir eða appelsínugulir blettirnir eru stærri og línurnar á milli eru hvítari, mjórri og meira netlaga en til dæmis hjá norður-gíröffum. Mynstrið getur náð niður fyrir hné en alls ekki alltaf.

Netgíraffar (Giraffe reticulata).

Masai-gíraffi (G. tippelskirchi) er tegund sem lifir á sléttum í suðurhluta Kenía, í Tansaníu og í einhverjum mæli einnig í Sambíu. Þetta er líklega sú tegund sem íslenskir safarífarar hafa séð því þeir eru talsvert algengir í frægustu þjóðgörðum Afríku, það er í Masaí Mara og Serengeti. Þetta mun vera stórvaxnasta tegund gíraffa og þá um leið hávaxnasta landspendýr jarðar í dag. Hann er frábrugðinn fyrrgreindum tegundum á því að blettirnir eru dökkbrúnir, lag þeirra minnir á laufblöð og brúnir flekkjanna eru skörðóttar. Ólíkt norður-gíröffunum og að einhverju leyti netgíröffum sem gjarnan eru með hvíta eða ljósa fætur fyrir neðan hné þá nær mynstrið niður allan fótinn á masai gíröffunum.

Masai-gíraffi (G. tippelskirchi).

Tvær deilitegundir gíraffa teljast til svokallaðra suður-gíraffa (G. giraffa). Það eru angóla-gíraffinn (G. g. angolesis) sem finnst í Namibíu og miðhluta Botsvana og suður-afríski-gíraffinn (G. g. giraffa) sem finnst í Suður-Afríku, suðurhluta Botsvana og í Mósambík. Þessar tegundir eru auðgreinanlegar frá hvorri annarri og einnig frá norður-gíröffunum. Helsti munurinn er sá að mynstrið á angóla-gíröffum er reglulegra og rauðbrúnna en á suður-afrísku gíröffunum sem er ekki eins formfast og með hreinni brúnleitari lit. Hjá báðum þessum deilitegundum heldur mynstrið áfram niður eftir fætinum.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.1.2017

Spyrjandi

Auður Garðarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er hægt að sjá á hvaða landsvæði gíraffi býr eftir blettamynstri hans?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2017. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72917.

Jón Már Halldórsson. (2017, 12. janúar). Er hægt að sjá á hvaða landsvæði gíraffi býr eftir blettamynstri hans? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72917

Jón Már Halldórsson. „Er hægt að sjá á hvaða landsvæði gíraffi býr eftir blettamynstri hans?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2017. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72917>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að sjá á hvaða landsvæði gíraffi býr eftir blettamynstri hans?
Lengi vel var talið að gíraffar tilheyrðu allir einu og sömu tegundinni. Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að gíraffar tilheyri fjórum tegundum og nokkrum undirtegundum, misjafnt eftir fræðimönnum hversu margar þær eru taldar vera. Hver tegund hefur sitt sérstaka blettamynstur. Þar sem tegundirnar lifa á afmörkuðum svæðum og blandast ekki hver annarri er því hægt að sjá út frá mynstrinu frá hvaða svæði í Afríku gíraffi er ættaður.

Norður-gíraffinn (Giraffa camelopardalis) lifir syðst á stjaktrjáarsléttum í mið- og vesturhluta Afríku og skiptist í 3-4 deilitegundir. Ein þeirra er núbíu-gíraffinn (G. c. camelopardalis) sem finnst í Austur-Súdan, Suðvestur-Eþjópíu, Kenía og Úganda. Þessir gíraffar hafa kastaníubrúna, að mestu ferhyrnda flekki sem skildir eru að með rjómalituðum línum. Mynstrið nær aðeins niður að hnjám en þar fyrir neðan eru fæturnir áberandi hvítir. Til samanburðar þá eru vestur-afrískir gíraffar (G. c. peralta), önnur deilitegund sem lifir í Suðvestur-Níger, mun ljósari yfirlitum. Bæði eru blettirnir ljósari, rauðbrúnir eða út í appelsínugulan lit, og eins eru þeir aðskildir með nokkuð breiðum línum. Eins og núbíu-gíraffinn eru fætur neðan hnés mjög ljósir eða hvítir og án mynsturs.

Vestur-afrískir gíraffar (Giraffa camelopardalis peralta) eru ljósari yfirlitum en aðrir gíraffar.

Netgíraffinn (G. reticulata) er tegund sem finnst í norðanverðri Kenía og Eþíópíu. Þetta mun vera langalgengasta tegund gíraffa í dýragörðum. Þessi tegund er áberandi ólík öðrum gíröffum þar sem rauðbrúnir eða appelsínugulir blettirnir eru stærri og línurnar á milli eru hvítari, mjórri og meira netlaga en til dæmis hjá norður-gíröffum. Mynstrið getur náð niður fyrir hné en alls ekki alltaf.

Netgíraffar (Giraffe reticulata).

Masai-gíraffi (G. tippelskirchi) er tegund sem lifir á sléttum í suðurhluta Kenía, í Tansaníu og í einhverjum mæli einnig í Sambíu. Þetta er líklega sú tegund sem íslenskir safarífarar hafa séð því þeir eru talsvert algengir í frægustu þjóðgörðum Afríku, það er í Masaí Mara og Serengeti. Þetta mun vera stórvaxnasta tegund gíraffa og þá um leið hávaxnasta landspendýr jarðar í dag. Hann er frábrugðinn fyrrgreindum tegundum á því að blettirnir eru dökkbrúnir, lag þeirra minnir á laufblöð og brúnir flekkjanna eru skörðóttar. Ólíkt norður-gíröffunum og að einhverju leyti netgíröffum sem gjarnan eru með hvíta eða ljósa fætur fyrir neðan hné þá nær mynstrið niður allan fótinn á masai gíröffunum.

Masai-gíraffi (G. tippelskirchi).

Tvær deilitegundir gíraffa teljast til svokallaðra suður-gíraffa (G. giraffa). Það eru angóla-gíraffinn (G. g. angolesis) sem finnst í Namibíu og miðhluta Botsvana og suður-afríski-gíraffinn (G. g. giraffa) sem finnst í Suður-Afríku, suðurhluta Botsvana og í Mósambík. Þessar tegundir eru auðgreinanlegar frá hvorri annarri og einnig frá norður-gíröffunum. Helsti munurinn er sá að mynstrið á angóla-gíröffum er reglulegra og rauðbrúnna en á suður-afrísku gíröffunum sem er ekki eins formfast og með hreinni brúnleitari lit. Hjá báðum þessum deilitegundum heldur mynstrið áfram niður eftir fætinum.

Heimildir og myndir:

...