Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvenær er næsta helgi?

Guðrún Kvaran

Upprunlega spurningin hljóðaði svo:
Myndi þetta ekki flokkast undir málvísindi? Í dag er fimmtudagurinn 3. nóvember árið 2016. Hvenær er næsta helgi? Svarmöguleikar eru 4.-6. nóvember og 11.-13. nóvember.

Hér er einnig svarað spurningu Hauks Más:
Ef við erum í miðri viku og sagt er um næstu helgi. Hvort er verið að tala um helgina sem er að koma eða helgina eftir viku?

Merkingarfræði flokkast til málvísinda og hér er verið að spyrjast fyrir um merkingu. Orðið næstur er lýsingarorð í hástigi (efsta stigi), miðstigið er nærri. Hástigið er notað um stað eða tíma, til dæmis hann er næstur í röðinni, hún býr í næsta húsi, hvenær fer næsti strætó. Upphaflega merkti helgi ‘helgur dagur, sunnudagur, gjarna ásamt síðari hluta laugardags’. En helgi merkir einnig ‘frídagur’, til dæmis sunnudagur og laugardagur þegar ekki er unnið (gjarnan að föstudagskvöldi meðtöldu)’ (ÍO 2002: 566).

Næsta helgi á eftir fimmtudeginum 3. nóvember er þá laugardagurinn 5. og sunnudagurinn 6., 4. telst með ef við lítum á föstdagskvöldið sem fríkvöld.

Næsta helgi á eftir fimmtudeginum 3. nóvember er þá laugardagurinn 5. og sunnudagurinn 6., 4. telst með ef við lítum á föstdagskvöldið sem fríkvöld. 11.–13. nóvember væri þá þarnæsta helgi.

Heimild:
  • Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa aukin og endurbætt. A–L. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

13.1.2017

Spyrjandi

Sigurður Rúnar Marinósson, Haukur Már Hauksson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær er næsta helgi?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2017. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72927.

Guðrún Kvaran. (2017, 13. janúar). Hvenær er næsta helgi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72927

Guðrún Kvaran. „Hvenær er næsta helgi?“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2017. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72927>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær er næsta helgi?
Upprunlega spurningin hljóðaði svo:

Myndi þetta ekki flokkast undir málvísindi? Í dag er fimmtudagurinn 3. nóvember árið 2016. Hvenær er næsta helgi? Svarmöguleikar eru 4.-6. nóvember og 11.-13. nóvember.

Hér er einnig svarað spurningu Hauks Más:
Ef við erum í miðri viku og sagt er um næstu helgi. Hvort er verið að tala um helgina sem er að koma eða helgina eftir viku?

Merkingarfræði flokkast til málvísinda og hér er verið að spyrjast fyrir um merkingu. Orðið næstur er lýsingarorð í hástigi (efsta stigi), miðstigið er nærri. Hástigið er notað um stað eða tíma, til dæmis hann er næstur í röðinni, hún býr í næsta húsi, hvenær fer næsti strætó. Upphaflega merkti helgi ‘helgur dagur, sunnudagur, gjarna ásamt síðari hluta laugardags’. En helgi merkir einnig ‘frídagur’, til dæmis sunnudagur og laugardagur þegar ekki er unnið (gjarnan að föstudagskvöldi meðtöldu)’ (ÍO 2002: 566).

Næsta helgi á eftir fimmtudeginum 3. nóvember er þá laugardagurinn 5. og sunnudagurinn 6., 4. telst með ef við lítum á föstdagskvöldið sem fríkvöld.

Næsta helgi á eftir fimmtudeginum 3. nóvember er þá laugardagurinn 5. og sunnudagurinn 6., 4. telst með ef við lítum á föstdagskvöldið sem fríkvöld. 11.–13. nóvember væri þá þarnæsta helgi.

Heimild:
  • Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa aukin og endurbætt. A–L. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.

Mynd:...