Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvað er átt við með stjórnarkreppu og hefur slíkt ástand áður ríkt á Íslandi?

Stefanía Óskarsdóttir

Stjórnarkreppa er það kallað þegar afar erfiðlega gengur að koma saman þingmeirihluta sem styður ríkisstjórn. Þingmeirihluti er nauðsynlegur fyrir ríkisstjórnir í þingræðisríkjum því samkvæmt þingræðisreglunni verða ríkisstjórnir að njóta stuðnings meirihluta þingsins. Þingflokkar koma sér saman um hver fer með framkvæmdavaldið í nafni þingsins (e. parliamentary government). Í þingræðisríkjum er það líka oftast venjan að þeir sem fara með framkvæmdavaldið, í nafni kjósenda, eru einnig í forystu innan þingsins. Það þýðir með öðrum orðum að ráðherrar koma úr röðum þingmanna og sitja á þingi samhliða ráðherrastörfum.

Forsetaræði (e. presidentialism) er annars konar fyrirkomulag. Þar sem það er við lýði, eins og til dæmis í Bandaríkjunum, er leiðtogi framkvæmdavaldsins kjörinn beint af kjósendum og ráðherrar sitja í umboði hans. Þingflokkar í forsetaræði gegna því engu hlutverki í því að koma á ríkisstjórn og bera hvorki ábyrgð á henni né ráðherrunum.

Verst gekk stjórnarmyndunin eftir haustkostningar 1942. Þá tók um tuttugu mánuði að koma saman starfhæfum þingmeirihluta. Á meðan leiddu fimm utanþingsráðherrar framkvæmdavaldið í umboði Sveins Björnssonar, ríkisstjóra og síðar forseta. Myndin sýnir forsíðu blaðsins Baldurs 19.12.1942.

Á meðan ekki tekst að koma saman þingmeirihluta í þingræðisríki er stjórnkerfið án pólitískrar forystu. Það er með öðrum orðum ýmist stefnulaust eða á sjálfstýringu sem er leidd af embættismönnum. Á árunum 1991 til 2016 gekk alltaf greiðlega að mynda nýjan stjórnarmeirihluta. Reyndin var önnur á árunum 1942-1950 og frá 1971-1988. Á þeim árum var iðulega erfitt að mynda ríkisstjórn þótt það tækist að lokum. Verst gekk stjórnarmyndunin eftir haustkostningar 1942. Þá tók um tuttugu mánuði að koma saman starfhæfum þingmeirihluta. Á meðan leiddu fimm utanþingsráðherrar framkvæmdavaldið í umboði Sveins Björnssonar, ríkisstjóra og síðar forseta.

Heimild:
  • Stefanía Óskardsóttir, væntanlegur pistill í áramótablaði Frjálsrar verslunar.

Mynd:

Höfundur

Stefanía Óskarsdóttir

prófessor í stjórnmálafræðideild við HÍ

Útgáfudagur

19.12.2016

Spyrjandi

Heiða Vigdís Sigfúsdóttir

Tilvísun

Stefanía Óskarsdóttir. „Hvað er átt við með stjórnarkreppu og hefur slíkt ástand áður ríkt á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 19. desember 2016. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73148.

Stefanía Óskarsdóttir. (2016, 19. desember). Hvað er átt við með stjórnarkreppu og hefur slíkt ástand áður ríkt á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73148

Stefanía Óskarsdóttir. „Hvað er átt við með stjórnarkreppu og hefur slíkt ástand áður ríkt á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 19. des. 2016. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73148>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við með stjórnarkreppu og hefur slíkt ástand áður ríkt á Íslandi?
Stjórnarkreppa er það kallað þegar afar erfiðlega gengur að koma saman þingmeirihluta sem styður ríkisstjórn. Þingmeirihluti er nauðsynlegur fyrir ríkisstjórnir í þingræðisríkjum því samkvæmt þingræðisreglunni verða ríkisstjórnir að njóta stuðnings meirihluta þingsins. Þingflokkar koma sér saman um hver fer með framkvæmdavaldið í nafni þingsins (e. parliamentary government). Í þingræðisríkjum er það líka oftast venjan að þeir sem fara með framkvæmdavaldið, í nafni kjósenda, eru einnig í forystu innan þingsins. Það þýðir með öðrum orðum að ráðherrar koma úr röðum þingmanna og sitja á þingi samhliða ráðherrastörfum.

Forsetaræði (e. presidentialism) er annars konar fyrirkomulag. Þar sem það er við lýði, eins og til dæmis í Bandaríkjunum, er leiðtogi framkvæmdavaldsins kjörinn beint af kjósendum og ráðherrar sitja í umboði hans. Þingflokkar í forsetaræði gegna því engu hlutverki í því að koma á ríkisstjórn og bera hvorki ábyrgð á henni né ráðherrunum.

Verst gekk stjórnarmyndunin eftir haustkostningar 1942. Þá tók um tuttugu mánuði að koma saman starfhæfum þingmeirihluta. Á meðan leiddu fimm utanþingsráðherrar framkvæmdavaldið í umboði Sveins Björnssonar, ríkisstjóra og síðar forseta. Myndin sýnir forsíðu blaðsins Baldurs 19.12.1942.

Á meðan ekki tekst að koma saman þingmeirihluta í þingræðisríki er stjórnkerfið án pólitískrar forystu. Það er með öðrum orðum ýmist stefnulaust eða á sjálfstýringu sem er leidd af embættismönnum. Á árunum 1991 til 2016 gekk alltaf greiðlega að mynda nýjan stjórnarmeirihluta. Reyndin var önnur á árunum 1942-1950 og frá 1971-1988. Á þeim árum var iðulega erfitt að mynda ríkisstjórn þótt það tækist að lokum. Verst gekk stjórnarmyndunin eftir haustkostningar 1942. Þá tók um tuttugu mánuði að koma saman starfhæfum þingmeirihluta. Á meðan leiddu fimm utanþingsráðherrar framkvæmdavaldið í umboði Sveins Björnssonar, ríkisstjóra og síðar forseta.

Heimild:
  • Stefanía Óskardsóttir, væntanlegur pistill í áramótablaði Frjálsrar verslunar.

Mynd:

...