Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvers virði var gamli ríkisdalurinn í íslenskum krónum? – Var munur á íslenskum og dönskum ríkisdal?

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

Árið 1875 var komið á laggirnar samnorrænu myntbandalagi. Norrænu ríkin þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, ákváðu að hafa sameiginlega mynt, krónuna, sem að sjálfsögðu var jafnverðmikil í öllum þessum þrem löndum myntbandalagsins. Það hélst óbreytt fram að heimstyrjöldinni fyrri, 1914-1918.

Fyrir myntbreytinguna 1875 nefndist myntin í öllum löndunum þremur ríkisdalur. Raunar hét hún strangt tiltekið ríkisbankadalur í Danmörku eða frá því að danski ríkisdalurinn var endurreistur eftir hrunið mikla 1807-1815. Danski ríkisbankadalurinn var 96 skildingar og var tvöfalt verðmeiri skömmu fyrir myntbreytinguna en sænski ríkisdalurinn sem var aðeins 48 skildingar. Við myntbreytinguna breyttist sænskur ríkisdalur einfaldlega í krónu sem skiptist í 100 aura. Danski ríkisdalurinn varð hins vegar jafngildi tveggja króna sem hvor um sig skiptist að sjálfsögðu einnig í 100 aura. Tugakerfi í myntútgáfu var þannig komið á.


2 danskir ríkisdalir, frá 1868.

Á 18. öld voru í Danaveldi (utan þýsku hertogadæmanna) einkum tvær gerðir ríkisdala. Annars vegar var um að ræða kúrantdalinn sem var pappírsmynt og sem konunglegi Kúrantbankinn gaf út. Þetta var hin venjulega greiðslumynt í Danaveldi fram til 1815. Hins vegar var það spesían, silfurmynt, þar sem hver ríkisdalur skyldi vega um 27 grömm silfurs. Nokkuð virðist hafa verið í gangi af spesíum á Íslandi en kaupmenn ásældust þær mjög enda var opinbert gangverð þeirra á Íslandi frá 1753 þannig að einn spesíudalur var talinn vera 12,5% verðmeiri en einn kúrantdalur. Eftir þessu hlutfalli skyldi dölunum skipt hér á landi. En í Kaupmannahöfn var markaðsverð spesíunnar 32% hærra en kúrantdalsins árið 1760 og 42% hærra um 1787, þannig að kaupmenn græddu á að skipta spesíunni þar. Kúrantdalurinn féll sem sagt stöðugt í verði. En mest fallið varð samt á árunum 1807-1815 þegar dalurinn varð aðeins brot af því verðgildi sem fyrr hafði verið.

Konungur ákvað því að skipta um mynt árið 1816. Handhafar kúrantríkisdala fengu afhendan einn ríkisbankadal gegn sex kúrantdölum. Þótti mörgum kúranteigendum þetta vera léleg skipti en aðrir voru dauðfegnir að losna við þessa ónýtu kúrantdali. Gamla spesían hélt hins vegar velli í samskiptum manna á 19. öldinni og þótti dýrmæti mikil. Ekki hefur hún verið notuð í venjulegum viðskiptum þannig að verðmæti hennar miðað við ríkisbankadalinn og síðar krónuna er engan veginn ljóst. Sennilega hefur hún mest verið notuð til gjafa og sem nokkurs konar minnispeningur.

Fram til 1918-1920 gilti nákvæmlega sama verð á mynt á Íslandi og í Danmörku, þó með þeirri undantekningu á spesíuverðinu sem að framan var getið.


Sé spyrjandi hins vegar að grennslast fyrir um samanburð á gömlum ríkisdal og nýrri íslenskri krónu er spurningin varasamari. Þau gæði sem kaupa má og selja fyrir gjaldmiðilinn eru allt önnur í dag en á 19. öld.

Kúgildi hefur stundum verið notað sem viðmiðun í samanburði af þessu tagi. Sá galli er þó meðal annars á henni að talsverður munur er á nútímakúnni sem mjólkar að meðaltali 4000 lítra á ári og kú ríkisdalatímans sem mjólkaði um 1200 lítra á ári. Frekar mætti miða við ána en sá er þá hængur á að hún hefur, andstætt kúnni, lækkað mjög í verði á undanförnum áratugum. Þannig eru nú talin 20 ærgildi í kúgildi í stað 6 áður og mun ærgildið þó ofreiknað með því frekar en hitt.

Réttari aðferð væri að nota útreiknaða verðlagsvístölu Guðmundar Jónssonar í Hagskinnu (bls. 637-641) en þar fáum við samfellt tímabil 1849-1990. Um tímabilið 1990-2000. má til dæmis styðjast við tölur Seðlabanka Íslands.


Árni Magnússon prýðir gamla 100 krónu seðilinn.

Gallinn við framfærslu- eða vöruvísitölu þegar til mjög langs tíma er litið er margvíslegur, einkum að flestar vörur í vísitölunni 1990 voru ekki til árið 1849! Lífsnauðsynjar hafa breyst svo mjög í tímans rás og kröfur til lífsgæða og margbreytileika þeirra aukist svo mjög að allar gamlar tölur verða of lágar miðað við nútímann. Einnig hafa áður óreiknuð verðmæti vegna sjálfsþurftarbúskapar og lágra launa vinnufólks horfið úr seinni útreikningum. Þetta er samt skásta aðferðin en við hana má bæta þeirri þumalputtareglu að hækka verð á gömlum verðmætum, það er að segja á öllu sem er til dæmis eldra en frá 1935-1939, um helming að loknum útreikningi.

Árið 1875 varð einn ríkisbankadalur tvær krónur og árið 1914 jafngilti þetta 2,2 krónum. Frá miðju ári 1914 til 1939 margfaldaðist verðlag um 2,19. Frá janúar 1939 til desember 1980 margfaldaðist það um 504. Þá urðu 100 gamlar krónur ein ný. Frá desember 1980 til desember 1990 var margföldunin um 15,6. Frá miðju ári 1991 til miðs árs 1999 var margföldunin 1,22. Út úr þessu fæst í heild margföldun með 2,2 * 2,19 * 504 *0,01 * 15,6 * 1,22 = 462.

Miðað við þessar forsendur var einn ríkisbankadalur 1875 alls 462 nýjar krónur. En eins og fyrr er vikið að er þessi tala eitthvað of lág. Ekki er reiknað með verðbólgu fyrri hluta ársins 1991 eða 1999-2000 en væri slíkt gert næmi talan um 500 krónum. Enn fremur skal ítrekað að 500 nýkrónur á verðlagi ársins 2000 hefðu verið meira virði í fátæku samfélagi árið 1875 en í ríka samfélaginu okkar árið 2000. Ef til vill er þumalfingursreglan um tvöföldunina ekki svo vitlaus og því segjum við að lokum með hæfilegum fyrirvara eða óvissu: Einn ríkisbankadalur 1875 = 1000 nýkrónur árið 2000.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

8.8.2000

Spyrjandi

Sigrún Katrín Kristjánsdóttir

Tilvísun

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvers virði var gamli ríkisdalurinn í íslenskum krónum? – Var munur á íslenskum og dönskum ríkisdal?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2000. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=736.

Gísli Gunnarsson (1938-2020). (2000, 8. ágúst). Hvers virði var gamli ríkisdalurinn í íslenskum krónum? – Var munur á íslenskum og dönskum ríkisdal? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=736

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvers virði var gamli ríkisdalurinn í íslenskum krónum? – Var munur á íslenskum og dönskum ríkisdal?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2000. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=736>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers virði var gamli ríkisdalurinn í íslenskum krónum? – Var munur á íslenskum og dönskum ríkisdal?
Árið 1875 var komið á laggirnar samnorrænu myntbandalagi. Norrænu ríkin þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, ákváðu að hafa sameiginlega mynt, krónuna, sem að sjálfsögðu var jafnverðmikil í öllum þessum þrem löndum myntbandalagsins. Það hélst óbreytt fram að heimstyrjöldinni fyrri, 1914-1918.

Fyrir myntbreytinguna 1875 nefndist myntin í öllum löndunum þremur ríkisdalur. Raunar hét hún strangt tiltekið ríkisbankadalur í Danmörku eða frá því að danski ríkisdalurinn var endurreistur eftir hrunið mikla 1807-1815. Danski ríkisbankadalurinn var 96 skildingar og var tvöfalt verðmeiri skömmu fyrir myntbreytinguna en sænski ríkisdalurinn sem var aðeins 48 skildingar. Við myntbreytinguna breyttist sænskur ríkisdalur einfaldlega í krónu sem skiptist í 100 aura. Danski ríkisdalurinn varð hins vegar jafngildi tveggja króna sem hvor um sig skiptist að sjálfsögðu einnig í 100 aura. Tugakerfi í myntútgáfu var þannig komið á.


2 danskir ríkisdalir, frá 1868.

Á 18. öld voru í Danaveldi (utan þýsku hertogadæmanna) einkum tvær gerðir ríkisdala. Annars vegar var um að ræða kúrantdalinn sem var pappírsmynt og sem konunglegi Kúrantbankinn gaf út. Þetta var hin venjulega greiðslumynt í Danaveldi fram til 1815. Hins vegar var það spesían, silfurmynt, þar sem hver ríkisdalur skyldi vega um 27 grömm silfurs. Nokkuð virðist hafa verið í gangi af spesíum á Íslandi en kaupmenn ásældust þær mjög enda var opinbert gangverð þeirra á Íslandi frá 1753 þannig að einn spesíudalur var talinn vera 12,5% verðmeiri en einn kúrantdalur. Eftir þessu hlutfalli skyldi dölunum skipt hér á landi. En í Kaupmannahöfn var markaðsverð spesíunnar 32% hærra en kúrantdalsins árið 1760 og 42% hærra um 1787, þannig að kaupmenn græddu á að skipta spesíunni þar. Kúrantdalurinn féll sem sagt stöðugt í verði. En mest fallið varð samt á árunum 1807-1815 þegar dalurinn varð aðeins brot af því verðgildi sem fyrr hafði verið.

Konungur ákvað því að skipta um mynt árið 1816. Handhafar kúrantríkisdala fengu afhendan einn ríkisbankadal gegn sex kúrantdölum. Þótti mörgum kúranteigendum þetta vera léleg skipti en aðrir voru dauðfegnir að losna við þessa ónýtu kúrantdali. Gamla spesían hélt hins vegar velli í samskiptum manna á 19. öldinni og þótti dýrmæti mikil. Ekki hefur hún verið notuð í venjulegum viðskiptum þannig að verðmæti hennar miðað við ríkisbankadalinn og síðar krónuna er engan veginn ljóst. Sennilega hefur hún mest verið notuð til gjafa og sem nokkurs konar minnispeningur.

Fram til 1918-1920 gilti nákvæmlega sama verð á mynt á Íslandi og í Danmörku, þó með þeirri undantekningu á spesíuverðinu sem að framan var getið.


Sé spyrjandi hins vegar að grennslast fyrir um samanburð á gömlum ríkisdal og nýrri íslenskri krónu er spurningin varasamari. Þau gæði sem kaupa má og selja fyrir gjaldmiðilinn eru allt önnur í dag en á 19. öld.

Kúgildi hefur stundum verið notað sem viðmiðun í samanburði af þessu tagi. Sá galli er þó meðal annars á henni að talsverður munur er á nútímakúnni sem mjólkar að meðaltali 4000 lítra á ári og kú ríkisdalatímans sem mjólkaði um 1200 lítra á ári. Frekar mætti miða við ána en sá er þá hængur á að hún hefur, andstætt kúnni, lækkað mjög í verði á undanförnum áratugum. Þannig eru nú talin 20 ærgildi í kúgildi í stað 6 áður og mun ærgildið þó ofreiknað með því frekar en hitt.

Réttari aðferð væri að nota útreiknaða verðlagsvístölu Guðmundar Jónssonar í Hagskinnu (bls. 637-641) en þar fáum við samfellt tímabil 1849-1990. Um tímabilið 1990-2000. má til dæmis styðjast við tölur Seðlabanka Íslands.


Árni Magnússon prýðir gamla 100 krónu seðilinn.

Gallinn við framfærslu- eða vöruvísitölu þegar til mjög langs tíma er litið er margvíslegur, einkum að flestar vörur í vísitölunni 1990 voru ekki til árið 1849! Lífsnauðsynjar hafa breyst svo mjög í tímans rás og kröfur til lífsgæða og margbreytileika þeirra aukist svo mjög að allar gamlar tölur verða of lágar miðað við nútímann. Einnig hafa áður óreiknuð verðmæti vegna sjálfsþurftarbúskapar og lágra launa vinnufólks horfið úr seinni útreikningum. Þetta er samt skásta aðferðin en við hana má bæta þeirri þumalputtareglu að hækka verð á gömlum verðmætum, það er að segja á öllu sem er til dæmis eldra en frá 1935-1939, um helming að loknum útreikningi.

Árið 1875 varð einn ríkisbankadalur tvær krónur og árið 1914 jafngilti þetta 2,2 krónum. Frá miðju ári 1914 til 1939 margfaldaðist verðlag um 2,19. Frá janúar 1939 til desember 1980 margfaldaðist það um 504. Þá urðu 100 gamlar krónur ein ný. Frá desember 1980 til desember 1990 var margföldunin um 15,6. Frá miðju ári 1991 til miðs árs 1999 var margföldunin 1,22. Út úr þessu fæst í heild margföldun með 2,2 * 2,19 * 504 *0,01 * 15,6 * 1,22 = 462.

Miðað við þessar forsendur var einn ríkisbankadalur 1875 alls 462 nýjar krónur. En eins og fyrr er vikið að er þessi tala eitthvað of lág. Ekki er reiknað með verðbólgu fyrri hluta ársins 1991 eða 1999-2000 en væri slíkt gert næmi talan um 500 krónum. Enn fremur skal ítrekað að 500 nýkrónur á verðlagi ársins 2000 hefðu verið meira virði í fátæku samfélagi árið 1875 en í ríka samfélaginu okkar árið 2000. Ef til vill er þumalfingursreglan um tvöföldunina ekki svo vitlaus og því segjum við að lokum með hæfilegum fyrirvara eða óvissu: Einn ríkisbankadalur 1875 = 1000 nýkrónur árið 2000.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...