Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hversu lengi geymast gögn á geisladiskum?

Stefán Ingi Valdimarsson

Upphafleg spurning var:
Geymsluþol gagna á CD diskum, segulböndum og hörðum diskum? Ég las einhvers staðar mér til hrellingar að geymsluþol CD og harðdiska væri aðeins nokkur ár, en ég hefi komið miklu magni gamalla ljósmyndafilma yfir á CD diska. Hvað er til í þessu ?
Ekki er vitað hversu lengi gögn geymast á geisladiskum. Diskarnir komu fyrst fram á sjónarsviðið snemma á níunda áratugnum og hafa síðan þá sigrað heiminn. Gögnin á elstu diskunum eru enn í lagi og því má fullyrða að endingartími geisladiska sé að minnsta kosti 15 ár.

Allt umfram þá fullyrðingu verða getgátur. Til að komast að endingartíma tækja er oft reynt að hraða öldrunarferlinu með því að auka álagið á tækin og reyna svo að meta hversu lengi þau gætu enst við eðlilega notkun. Hins vegar er ekki vitað hvaða þáttur það er helst sem stuðlar að eyðileggingu gagna á geisladiskum.



Endingartími geisladiska er að minnsta kosti 15 ár

Geisladiskar eru gerðir úr þunnu állagi þar sem gögnin eru geymd og umhverfis það er plastlag. Til að lesa gögnin þarf leysigeisli að fara gegnum plastlagið og lesa af álinu. Mögulegt er að útfjólublátt ljós breyti eiginleikum plastsins og komi í veg fyrir að leysisljósið komist óbrenglað í gegn. Flæði í plastinu gæti haft svipuð áhrif og svo gæti álið skemmst vegna oxunar.

Einstaka tilfelli hafa komið upp þar sem gögn á geisladiskum hafa eyðilagst eftir skamman tíma (fá ár) en það hefur alltaf verið í tengslum við einhverja tiltekna tegund og hefur stafað af gallaðri framleiðslu. Almennt eiga geisladiskar að endast nokkuð lengi, það er að segja alla vega 15 ár, og ættu því að vera góð geymsla fyrir gögn.

Til hliðsjónar við þetta svar var höfð grein af vefsetri Scientific American.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

sérfræðingur á Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Útgáfudagur

9.8.2000

Spyrjandi

Steingrímur Kristinsson

Tilvísun

Stefán Ingi Valdimarsson. „Hversu lengi geymast gögn á geisladiskum?“ Vísindavefurinn, 9. ágúst 2000. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=753.

Stefán Ingi Valdimarsson. (2000, 9. ágúst). Hversu lengi geymast gögn á geisladiskum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=753

Stefán Ingi Valdimarsson. „Hversu lengi geymast gögn á geisladiskum?“ Vísindavefurinn. 9. ágú. 2000. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=753>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu lengi geymast gögn á geisladiskum?
Upphafleg spurning var:

Geymsluþol gagna á CD diskum, segulböndum og hörðum diskum? Ég las einhvers staðar mér til hrellingar að geymsluþol CD og harðdiska væri aðeins nokkur ár, en ég hefi komið miklu magni gamalla ljósmyndafilma yfir á CD diska. Hvað er til í þessu ?
Ekki er vitað hversu lengi gögn geymast á geisladiskum. Diskarnir komu fyrst fram á sjónarsviðið snemma á níunda áratugnum og hafa síðan þá sigrað heiminn. Gögnin á elstu diskunum eru enn í lagi og því má fullyrða að endingartími geisladiska sé að minnsta kosti 15 ár.

Allt umfram þá fullyrðingu verða getgátur. Til að komast að endingartíma tækja er oft reynt að hraða öldrunarferlinu með því að auka álagið á tækin og reyna svo að meta hversu lengi þau gætu enst við eðlilega notkun. Hins vegar er ekki vitað hvaða þáttur það er helst sem stuðlar að eyðileggingu gagna á geisladiskum.



Endingartími geisladiska er að minnsta kosti 15 ár

Geisladiskar eru gerðir úr þunnu állagi þar sem gögnin eru geymd og umhverfis það er plastlag. Til að lesa gögnin þarf leysigeisli að fara gegnum plastlagið og lesa af álinu. Mögulegt er að útfjólublátt ljós breyti eiginleikum plastsins og komi í veg fyrir að leysisljósið komist óbrenglað í gegn. Flæði í plastinu gæti haft svipuð áhrif og svo gæti álið skemmst vegna oxunar.

Einstaka tilfelli hafa komið upp þar sem gögn á geisladiskum hafa eyðilagst eftir skamman tíma (fá ár) en það hefur alltaf verið í tengslum við einhverja tiltekna tegund og hefur stafað af gallaðri framleiðslu. Almennt eiga geisladiskar að endast nokkuð lengi, það er að segja alla vega 15 ár, og ættu því að vera góð geymsla fyrir gögn.

Til hliðsjónar við þetta svar var höfð grein af vefsetri Scientific American.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:...