Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Hvað er hýdroxíklórókín og gagnast það við COVID-19?

Magnús Jóhannsson

Hýdroxíklórókín er gamalt lyf sem er á markaði á Íslandi undir nafninu Plaquenil. Farið var að nota lyfið við malaríu upp úr 1950. Enn eldra náskylt lyf er klórókín sem kom á markað upp úr 1930 og er ekki á markaði hér. Þessi tvö lyf hafa svipaðar verkanir og eru, auk þess að gagnast við sumum tegundum malaríu, notuð við nokkrum gigtsjúkdómum. Upplýsingar um hýdroxíklórókín (Plaquenil) má finna í Sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar.

Klórókín og hydroxíklórókín hindra vöxt kórónuveira í tilraunaglösum (in vitro) og voru niðurstöður rannsókna sem sýndu það fyrst birtar 2004 og 2005. Snemma í COVID-19-faraldrinum var því farið að prófa þessi lyf í klíniskum rannsóknum (rannsóknum á fólki) þó að engar niðurstöður hefðu verið birtar sem sýndu ótvírætt gagn af þessum lyfjum. Fljótlega var farið að birta rannsóknir sem sýndu misvísandi niðurstöður og voru auk þess litlar og af mismunandi gæðum.[1]

Þó svo að lyfin klórókín og hýdroxíklórókín þolist yfirleitt vel hjá sjúklingum með malaríu eða gigtsjúkdóma gegnir ekki sama máli hjá sjúklingum með COVID-19. Í rannsókn sem birtist í tímaritinu The Lancet og náði til rúmlega 96 þúsund sjúklinga kom í ljós að fjórar lyfjablöndur sem reyndar hafa verið gáfu verri útkomu en þegar ekkert lyf var notað og dánarhlutfall var hærra.

Þann 22. maí 2020 birtist í tímaritinu The Lancet ritgerð sem er samantekt á flestu sem vitað var á þeim tíma um árangur meðferðar á COVID-19-sjúklingum með klórókíni eða hýdroxíklórókíni með eða án sýklalyfs (sýklalyfið var oftast azitromýsin eða Zitromax).[2] Þessi rannsókn náði til rúmlega 96 þúsund sjúklinga með COVID-19. Niðurstöðurnar eru í stuttu máli þær að þó svo að lyfin þolist yfirleitt vel hjá sjúklingum með malaríu eða gigtsjúkdóma gegnir ekki sama máli hjá sjúklingum með COVID-19. Allar fjórar lyfjablöndurnar gáfu verri útkomu en þegar ekkert lyf var notað og dánarhlutfall var hærra. Mest bar á hjartsláttartruflunum en ýmsar aðrar alvarlegar aukaverkanir komu fram.

Í framhaldi af birtingu þessarar greinar gaf Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO; 25. maí 2020) út yfirlýsingu um að stofnunin væri hætt þátttöku í rannsóknum þar sem umrædd malaríulyf væru notuð og ekki væri mælt með notkun þessara lyfja við COVID-19 nema hugsanlega í klíniskum rannsóknum og með ströngum skilyrðum og góðu eftirliti.[3] Þessi ákvörðun kann þó að verða endurskoðuð þegar fleiri niðurstöður liggja fyrir. Ekki er mælt með því að sjúklingar með COVID-19 sem eru þátttakendur í klíniskri rannsókn og taka umrædd lyf eða lyfjablöndur hætti því.

Viðbót við svarið - 17.6.2020

Í svarinu var vitnað til rannsóknar sem birtist í tímaritinu Lancet [2]. Nú hefur það gerst að tímaritið hefur afturkallað þessa grein. Við nánari skoðun kom í ljós að gögnin sem rannsóknin byggði á voru gölluð og þess vegna ekki hægt að treysta niðurstöðunum. Þessum gögnum hafði verið safnað af fyrirtæki/stofnun sem var óháð höfundum rannsóknarinnar. Fljótlega eftir birtingu greinarinnar vöknuðu efasemdir um að gögnin væru í lagi sem leiddi á endanum til þess að höfundarnir fóru þess á leit við tímaritið að greinin yrði afturkölluð. Þetta er allt mjög vandræðalegt en niðurstöðurnar bentu til þess að lyfin séu varasamari en þau sennilega eru, sem aftur leiddi til þess að nokkrar rannsóknir voru stöðvaðar. Svona gerist stundum í heimi vísindanna. Hvert framhaldið verður er ekki ljóst á þessari stundu.

Tilvísanir:
  1. ^ Yfirlitsgrein um hýdroxíklórókín og COVID-19 í maí 2020. Rethinking the role of hydroxychloroquine in the treatment of COVID-19. (Sótt 28.05.2020).
  2. ^ Samantekt í The Lancet í maí 2020. Hydroxychloroquine or chloroquine with or without a macrolide for treatment of COVID-19: a multinational registry analysis - The Lancet. (Sótt 28.05.2020).
  3. ^ Spurningar og svör um afstöðu WHO. Q&A : Hydroxychloroquine and COVID-19. (Sótt 28.05.2020).

Mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

2.6.2020

Spyrjandi

Elísabet Haraldsdóttir, ritstjórn

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hvað er hýdroxíklórókín og gagnast það við COVID-19?“ Vísindavefurinn, 2. júní 2020. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79229.

Magnús Jóhannsson. (2020, 2. júní). Hvað er hýdroxíklórókín og gagnast það við COVID-19? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79229

Magnús Jóhannsson. „Hvað er hýdroxíklórókín og gagnast það við COVID-19?“ Vísindavefurinn. 2. jún. 2020. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79229>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er hýdroxíklórókín og gagnast það við COVID-19?
Hýdroxíklórókín er gamalt lyf sem er á markaði á Íslandi undir nafninu Plaquenil. Farið var að nota lyfið við malaríu upp úr 1950. Enn eldra náskylt lyf er klórókín sem kom á markað upp úr 1930 og er ekki á markaði hér. Þessi tvö lyf hafa svipaðar verkanir og eru, auk þess að gagnast við sumum tegundum malaríu, notuð við nokkrum gigtsjúkdómum. Upplýsingar um hýdroxíklórókín (Plaquenil) má finna í Sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar.

Klórókín og hydroxíklórókín hindra vöxt kórónuveira í tilraunaglösum (in vitro) og voru niðurstöður rannsókna sem sýndu það fyrst birtar 2004 og 2005. Snemma í COVID-19-faraldrinum var því farið að prófa þessi lyf í klíniskum rannsóknum (rannsóknum á fólki) þó að engar niðurstöður hefðu verið birtar sem sýndu ótvírætt gagn af þessum lyfjum. Fljótlega var farið að birta rannsóknir sem sýndu misvísandi niðurstöður og voru auk þess litlar og af mismunandi gæðum.[1]

Þó svo að lyfin klórókín og hýdroxíklórókín þolist yfirleitt vel hjá sjúklingum með malaríu eða gigtsjúkdóma gegnir ekki sama máli hjá sjúklingum með COVID-19. Í rannsókn sem birtist í tímaritinu The Lancet og náði til rúmlega 96 þúsund sjúklinga kom í ljós að fjórar lyfjablöndur sem reyndar hafa verið gáfu verri útkomu en þegar ekkert lyf var notað og dánarhlutfall var hærra.

Þann 22. maí 2020 birtist í tímaritinu The Lancet ritgerð sem er samantekt á flestu sem vitað var á þeim tíma um árangur meðferðar á COVID-19-sjúklingum með klórókíni eða hýdroxíklórókíni með eða án sýklalyfs (sýklalyfið var oftast azitromýsin eða Zitromax).[2] Þessi rannsókn náði til rúmlega 96 þúsund sjúklinga með COVID-19. Niðurstöðurnar eru í stuttu máli þær að þó svo að lyfin þolist yfirleitt vel hjá sjúklingum með malaríu eða gigtsjúkdóma gegnir ekki sama máli hjá sjúklingum með COVID-19. Allar fjórar lyfjablöndurnar gáfu verri útkomu en þegar ekkert lyf var notað og dánarhlutfall var hærra. Mest bar á hjartsláttartruflunum en ýmsar aðrar alvarlegar aukaverkanir komu fram.

Í framhaldi af birtingu þessarar greinar gaf Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO; 25. maí 2020) út yfirlýsingu um að stofnunin væri hætt þátttöku í rannsóknum þar sem umrædd malaríulyf væru notuð og ekki væri mælt með notkun þessara lyfja við COVID-19 nema hugsanlega í klíniskum rannsóknum og með ströngum skilyrðum og góðu eftirliti.[3] Þessi ákvörðun kann þó að verða endurskoðuð þegar fleiri niðurstöður liggja fyrir. Ekki er mælt með því að sjúklingar með COVID-19 sem eru þátttakendur í klíniskri rannsókn og taka umrædd lyf eða lyfjablöndur hætti því.

Viðbót við svarið - 17.6.2020

Í svarinu var vitnað til rannsóknar sem birtist í tímaritinu Lancet [2]. Nú hefur það gerst að tímaritið hefur afturkallað þessa grein. Við nánari skoðun kom í ljós að gögnin sem rannsóknin byggði á voru gölluð og þess vegna ekki hægt að treysta niðurstöðunum. Þessum gögnum hafði verið safnað af fyrirtæki/stofnun sem var óháð höfundum rannsóknarinnar. Fljótlega eftir birtingu greinarinnar vöknuðu efasemdir um að gögnin væru í lagi sem leiddi á endanum til þess að höfundarnir fóru þess á leit við tímaritið að greinin yrði afturkölluð. Þetta er allt mjög vandræðalegt en niðurstöðurnar bentu til þess að lyfin séu varasamari en þau sennilega eru, sem aftur leiddi til þess að nokkrar rannsóknir voru stöðvaðar. Svona gerist stundum í heimi vísindanna. Hvert framhaldið verður er ekki ljóst á þessari stundu.

Tilvísanir:
  1. ^ Yfirlitsgrein um hýdroxíklórókín og COVID-19 í maí 2020. Rethinking the role of hydroxychloroquine in the treatment of COVID-19. (Sótt 28.05.2020).
  2. ^ Samantekt í The Lancet í maí 2020. Hydroxychloroquine or chloroquine with or without a macrolide for treatment of COVID-19: a multinational registry analysis - The Lancet. (Sótt 28.05.2020).
  3. ^ Spurningar og svör um afstöðu WHO. Q&A : Hydroxychloroquine and COVID-19. (Sótt 28.05.2020).

Mynd:

...