Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Hvenær er maður gamall?

Það er erfitt að segja til um við hvaða aldur fólk er gamalt því aldur er afstæður. Ungt fólk hefur allt aðra skoðun en þeir sem eldri eru á því hvenær einhver er orðinn „gamall“. Fæstum finnst þeir sjálfir vera gamlir, fólk hefur eitthvað viðmið sem það notar til að meta aldur og sá aldur hækkar eftir því sem viðkomandi eldist. Barni finnst þrítug manneskja „eldgömul“ á meðan eftirlaunaþega finnst þessi sami þrítugi einstaklingur vart af barnsaldri.

Þótt þessi maður beri þess merki að hafa lifað lengi er ekkert víst að honum finnist hann gamall.

Þegar talað er um aldur þá er gjarnan átt við þann árafjölda sem við höfum lifað (e. chronological age). Aldur í árum er hins vegar ekki endanlegur mælikvarði á það hvort fólk er gamalt því árin segja ekki allt. Til viðbótar við árafjöldann er gjarnan talað um líffræðilegan aldur (e. biological age) og er þá horft til þátta eins og andlegrar og líkamlegrar heilsu, hreyfigetu og minnis. Þar flækist málið reyndar aðeins þar sem ungt fólk getur verið með ýmis vandamál tengd áðurnefndum þáttum.

Síðan er hægt að tala um sálrænan aldur en þá er oftast átt við sjálfsmyndina og hvaða tilfinningu hver og einn hefur fyrir aldri sínum. Einnig má nefna félagslegan aldur sem vísar til þess að einstaklingur er gjarnan jafngamall og samfélagið vill gera hann.

Sumir vilja miða við að fólk sé orðið gamalt þegar það fer á ellilífeyri, en það fer mjög eftir löndum. Til dæmis fer fólk á eftirlaun í Bretlandi þegar það er 68 ára gamalt en aðeins 55 ára í Kambódíu.

Það er sem sagt mjög erfitt að finna út hvenær maður verður gamall og fer það í raun eftir upplifun hverrar manneskju fyrir sig.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Útgáfudagur

14.6.2012

Spyrjandi

Lilja Kristinsdóttir

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Tilvísun

Óskar Ingólfsson, Sigurður Ívar Jónsson og Þorri Harðarson. „Hvenær er maður gamall?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2012. Sótt 6. febrúar 2016. http://visindavefur.is/svar.php?id=7970.

Óskar Ingólfsson, Sigurður Ívar Jónsson og Þorri Harðarson. (2012, 14. júní). Hvenær er maður gamall? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7970

Óskar Ingólfsson, Sigurður Ívar Jónsson og Þorri Harðarson. „Hvenær er maður gamall?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2012. Vefsíða. 6. feb. 2016. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7970>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Taj Mahal

Taj Mahal er grafhýsi úr hvítum marmara í borginni Agra á Norður-Indlandi. Hafist var handa við byggingu þess 1632 og henni lauk 1647. Grafhýsið var reist fyrir stórmógúlinn Shah Jahan til minningar um eftirlætiseiginkonu hans Mumtaz Mahal. Hún lést af barnsförum þegar hún fæddi 14. barn sitt 1631. Taj Mahal er eitt af þekktustu verkum íslamskrar byggingarlistar og frægustu mannvirkjum heims.