Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvernig varð dínamít til?

Brynja Björk Guðmundsdóttir og Ragna Dúa Þórsdóttir

Hér er einnig svarað spurningunni:
Úr hverju er dínamít búið til og hvernig verkar það?

Dínamít er sprengiefni sem sænski efnafræðingurinn Alfred Nóbel (1833-1896) fann upp árið 1867. Faðir Alfreds, Immanuel, var byggingarverkfræðingur í Stokkhólmi en þaðan fékk Alfred áhuga sinn á að finna upp öruggari og skilvirkari leið við sprengingar í byggingariðnaðinum en áður hafði tíðkast. Upprunlega var dínamít selt undir nafninu sprengipúður Nóbels (e. Nobel's Blasting Powder) en Nóbel breytti því síðar í dínamít eftir forngríska orðinu δύναμις (dýnamis) sem þýðir 'kraftur, afl' (e. power).

Dínamít er sprengiefni sem sænski efnafræðingurinn Alfred Nóbel (1833-1896) fann upp árið 1867.

Dínamít er búið til úr nítróglyseríni, gleypnu efni og litlu magni af sýrueyðandi efni. Upprunalega var kísilgúr notað sem gleypið efni og natrínkarbónat (Na2CO3) sem sýrueyðandi efni. Kísilgúrinn, en það er leðja úr skeljum kísilþörunga, gerir dínamítið öruggara í meðförum. Varasamt er að meðhöndla nítróglyserín eitt og sér, enda er það afar sprengifimur vökvi, myndaður úr saltpéturssýru, brennisteinssýru og glyseríni. Nú á dögum hefur kísilgúrnum verið skipt út fyrir ódýrari efni, svo sem sag eða hveiti. Einnig má nota önnur sýrueyðandi efni í stað natrínkarbónats.

Dínamít er venjulega flokkað eftir svokölluðum þyngdarstyrk (e. weight strength) en hann segir til um hversu mikið nítróglyserín er að finna í dínamítinu. 40% dínamít inniheldur þannig 40% nítróglyserín og 60% gleypið efni. Því er venjulega pakkað í pappírsrör en rörinu er lokað með efni sem kallast paraffín. Það er vaxkennt, eldfimt efni sem heldur raka frá dínamítinu og hjálpar til við sprenginguna sjálfa. Þegar sprengja þarf neðansjávar er dínamítið gert að hlaupi en það finnst einnig í duftformi. Hvellhetta eða sprengihetta (e. blasting cap) er sett á dínamítsrörið. Það er hvellhettan sem er sprengd upp og veldur því að aðalsprengjan, dínamítið, springur.

A) Kísilgúr, eða annað gleypið efni, er baðað í nítróglyseríni. B) Dínamítinu er venjulega pakkað í pappírsrör. C) Hvellhetta. D) Rafmagnskapall, eða kveikiþráður, er tengdur við hvellhettuna.

Dínamít er notað í margvíslegum tilgangi, til dæmis við námugröft, framkvæmdir og niðurrif. Aftur á móti hefur það einnig verið notað sem vopn, meðal annars í heimsstyrjöldunum tveimur. Árið 1888 birtist dánartilkynning Nóbels fyrir slysni í frönsku tímariti með fyrirsögnina: „Kaupmaður dauðans er látinn.“ Þetta hreyfði við Nóbel og fyrir andlát sitt hafði hann ráðstafað stórum hluta eigna sinna með það í huga að fjármagna verðlaun sem síðan urðu að Nóbelsverðlaununum. Með þeim átti að verðlauna fólk fyrir afrek sín á sviði vísinda og bókmennta, auk þess þá sem stuðla að friði í heiminum.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

24.6.2016

Spyrjandi

Arnór Guðmundsson, Elísabet Bjarnadóttir

Tilvísun

Brynja Björk Guðmundsdóttir og Ragna Dúa Þórsdóttir. „Hvernig varð dínamít til?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2016. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=8005.

Brynja Björk Guðmundsdóttir og Ragna Dúa Þórsdóttir. (2016, 24. júní). Hvernig varð dínamít til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=8005

Brynja Björk Guðmundsdóttir og Ragna Dúa Þórsdóttir. „Hvernig varð dínamít til?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2016. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=8005>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð dínamít til?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Úr hverju er dínamít búið til og hvernig verkar það?

Dínamít er sprengiefni sem sænski efnafræðingurinn Alfred Nóbel (1833-1896) fann upp árið 1867. Faðir Alfreds, Immanuel, var byggingarverkfræðingur í Stokkhólmi en þaðan fékk Alfred áhuga sinn á að finna upp öruggari og skilvirkari leið við sprengingar í byggingariðnaðinum en áður hafði tíðkast. Upprunlega var dínamít selt undir nafninu sprengipúður Nóbels (e. Nobel's Blasting Powder) en Nóbel breytti því síðar í dínamít eftir forngríska orðinu δύναμις (dýnamis) sem þýðir 'kraftur, afl' (e. power).

Dínamít er sprengiefni sem sænski efnafræðingurinn Alfred Nóbel (1833-1896) fann upp árið 1867.

Dínamít er búið til úr nítróglyseríni, gleypnu efni og litlu magni af sýrueyðandi efni. Upprunalega var kísilgúr notað sem gleypið efni og natrínkarbónat (Na2CO3) sem sýrueyðandi efni. Kísilgúrinn, en það er leðja úr skeljum kísilþörunga, gerir dínamítið öruggara í meðförum. Varasamt er að meðhöndla nítróglyserín eitt og sér, enda er það afar sprengifimur vökvi, myndaður úr saltpéturssýru, brennisteinssýru og glyseríni. Nú á dögum hefur kísilgúrnum verið skipt út fyrir ódýrari efni, svo sem sag eða hveiti. Einnig má nota önnur sýrueyðandi efni í stað natrínkarbónats.

Dínamít er venjulega flokkað eftir svokölluðum þyngdarstyrk (e. weight strength) en hann segir til um hversu mikið nítróglyserín er að finna í dínamítinu. 40% dínamít inniheldur þannig 40% nítróglyserín og 60% gleypið efni. Því er venjulega pakkað í pappírsrör en rörinu er lokað með efni sem kallast paraffín. Það er vaxkennt, eldfimt efni sem heldur raka frá dínamítinu og hjálpar til við sprenginguna sjálfa. Þegar sprengja þarf neðansjávar er dínamítið gert að hlaupi en það finnst einnig í duftformi. Hvellhetta eða sprengihetta (e. blasting cap) er sett á dínamítsrörið. Það er hvellhettan sem er sprengd upp og veldur því að aðalsprengjan, dínamítið, springur.

A) Kísilgúr, eða annað gleypið efni, er baðað í nítróglyseríni. B) Dínamítinu er venjulega pakkað í pappírsrör. C) Hvellhetta. D) Rafmagnskapall, eða kveikiþráður, er tengdur við hvellhettuna.

Dínamít er notað í margvíslegum tilgangi, til dæmis við námugröft, framkvæmdir og niðurrif. Aftur á móti hefur það einnig verið notað sem vopn, meðal annars í heimsstyrjöldunum tveimur. Árið 1888 birtist dánartilkynning Nóbels fyrir slysni í frönsku tímariti með fyrirsögnina: „Kaupmaður dauðans er látinn.“ Þetta hreyfði við Nóbel og fyrir andlát sitt hafði hann ráðstafað stórum hluta eigna sinna með það í huga að fjármagna verðlaun sem síðan urðu að Nóbelsverðlaununum. Með þeim átti að verðlauna fólk fyrir afrek sín á sviði vísinda og bókmennta, auk þess þá sem stuðla að friði í heiminum.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

...