Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað þýðir að bóluefni veiti 70% vernd fyrir veirunni sem veldur COVID-19?

Arnar Pálsson

Bóluefni virka misvel. Þau geta komið í veg fyrir smit eða minnkað líkur á smiti og alvarlegum einkennum þeirra sem smitast. Bóluefnin sem þróuð hafa verið gegn veirunni sem veldur COVID-19 falla í seinni flokkinn.

Mat á því hversu mikla vernd bóluefni veita gegn smiti eða alvarlegum einkennum byggir á rannsóknum á fjölda einstaklinga, í lyfjaprófunum með svokölluðum tvíblindum rannsóknum. Í þeim eru bornir saman tveir hópar, jafngildir að öllu leyti nema einstaklingar í öðrum hópnum fá tiltekna meðhöndlun en þeir sem eru í hinum hópnum fá gervimeðferð (oft kallað placebo á ensku). Seinni hópurinn kallast viðmiðunarhópur.

Mynd 1. Bóluefni virka misvel. Þau geta komið í veg fyrir smit eða minnkað líkur á smiti og alvarlegum einkennum þeirra sem smitast.

Sem dæmi getum við notað gögn úr lyfjaprófun á Janssen-bóluefninu sem send voru Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (e. The Food and Drug Administration, FDA). Til að meta alvarleika einkenna voru bornir saman tveir hópar, hvor með tæplega 9.000 einstaklinga. Til að gera tölurnar sambærilegar eru þær umreiknaðar og rúnnaðar miðað við 10.000 einstaklinga. Lyfjaprófin voru gerð á sama tíma í nokkrum löndum og tölurnar eru samtölur úr þeim prófunum.

Af 10.000 einstaklingum sem bólusettir höfðu verið með Janssen smituðust 36 af COVID-19. Af sambærilegum fjölda í viðmiðunarhópnum smituðust 127 einstaklingar.[1]

100 – 36/127 = 71%

Þessi niðurstaða bendir til að bóluefni Janssen veiti 71% vernd gegn smiti. Með öðrum orðum ef 100 einstaklingar verða útsettir fyrir smiti, er hætt við að 29 þeirra smitist (sem er umtalsverð vörn miðað við að 100 af 100 óbólusettum myndu smitast).

Tafla 1.

Heild
Smitaðir
Uppreiknað f. 10000 Viðmið
10000
127
Bólusettir
10000
36
Hrá gildiViðmið
8.835
112
Bólusettir
8.958
32

Hægt er að beita sambærilegum reikningi til að meta líkurnar á alvarlegum einkennum. Í lyfjaprófinu fyrir Janssen voru bornir saman um 20.000 manna hópar, bólusettir og ekki bólusettir. Af 20.000 bólusettum einstaklingum smituðust 68. En af sambærilegum fjölda í viðmiðunarhópnum smituðust 198 einstaklingar.[2]

100 – 68/198 = 66%

Það bendir til að bóluefni Janssen veiti 66% vernd gegn smiti. Glöggir veita því eftirtekt að 66% er ekki það sama og 71%, samanber gögn að ofan. Ástæðan er óvissa í rannsókninni. Rétta matið á verndinni sem Janssen veitir er líklega einhverstaðar á þessu bili, frá 66% til 71% (en gæti einnig verið lægra eða hærra).

Spurt var hvort bóluefnið verndi fólk fyrir alvarlegum einkennum. Af 20.000 bólusettum einstaklingum fengu 5 alvarleg einkenni, í viðmiðunarhópnum urðu 35 einstaklingar alvarlega veikir.[3]

100 – 5/35 = 86%

Það bendir til að bóluefni Janssen veiti 86% vernd gegn alvarlegum einkennum COVID-19. Aftur þýðir það að 14 af hundraði bólusettra geta fengið alvarleg einkenni.

Tafla 2.

Heild
Mild
Alvarleg
Uppreiknað f. 20000 Viðmið
20000
198
35
Bólusettir
20000
86
5
Hrá gildiViðmið
19544
193
34
Bólusettir
19514
66
5

Bóluefni veita þríþætta vörn. Í fyrsta lagi vernda þau einstaklinga fyrir smiti. Í öðru lagi draga þau úr líkunum á því að þeir sem smitist fái alvarleg einkenni. Í þriðja lagi dregur bólusetning úr líkunum á að fleiri smitist í samfélaginu (sem getur leitt til hjarðónæmis).

Á heimsvísu hafa verið þróuð nokkur bóluefni gegn veirunni. Samantekt frá því snemma árs 2021 bendir til að virkni þeirra gegn smiti sé misjöfn (mynd 1). Svo virðist sem besta vernd veiti bóluefni frá Pfizer og Moderna (um 95%). Samanburður milli ólíkra bóluefna er mjög erfiður því lyfjaprófin fóru fram í ólíkum löndum og með mismunandi hópa (kyn, aldur, þjóðfélagsaðstæður, og fleira). Gildin eru því ekki fyllilega samanburðarhæf. Mögulega einnig vegna þess að atferlismynstur fólks var mögulega ólíkt milli svæða/landa á því tímabili sem bóluefnin voru prófuð. Það skiptir máli fyrir nær fullbólusett samfélög sem íhuga að slaka á samkomutakmörkunum.

Mynd 2. Samanburður á virkni bólefna, byggt á grein Statista frá 2. febrúar 2021 unnin úr gögnum frá framleiðendum bóluefnanna úr lyfjaprófum. Janssen-bóluefnið var gefið í einum skammti, en önnur í tveimur skömmtum.

Hvers vegna smitast bólusettir af SARS-CoV-19?

Eins og lýst var að ofan vernda jafnvel bestu bóluefnin ekki hundrað prósent gegn smiti. Flest bóluefnin þarf að gefa tvisvar (tvo skammta þarf til að fá fulla vernd) og það þurfa yfirleitt að líða nokkrar vikur frá seinni sprautu til að fullri virkni verði náð. Veigamest er samt sú staðreynd að ef veiran er útbreidd þá geta bólusettir smitast, og smitað aðra.

Tveir eiginleikar veirunnar valda því að hún hefur reynst erfiður ljár í þúfu. Í fyrsta lagi eru einstaklingar smitandi (1-3 daga) áður en þeir fá COVID-19 einkenni. Í öðru lagi eru sumir smitaðir einkennalausir, það er að segja þeir geta smitað fólk án þess að vita að þeir beri í sér veiruna. Viðbúið er að bólusetningar leiði til fjölgunar í þessum hópi, einstaklinga sem séu verndaðir gegn alvarlegum einkennum og vita ekki að þeir séu smitaðir og smitandi. Gögn um hversu margir eru í þeim hópi, eða hversu stórt hlutfall smita sé frá bólusettum til annara liggja ekki fyrir (þegar þetta er ritað, í júlílok 2021).

Nokkrir þættir geta ýtt undir líkurnar á að bólusettir smitist. Aukin tíðni smitaðra eykur eðlilega áhættuna. Það eru meiri líkur á að maður smitist ef 1/500 eru smitaðir, en ef talan er 1/50.000 eða 1/300.000. Einnig skiptir máli hversu marga marga einstaklinga hver smitaður hittir að meðaltali, lengd samveru með hverjum einstaklingi og hvort viðhafðar séu smitvarnir eða ekki, meðal hvaða hópa samfélagsins smitið er algengast, og hvernig hegðunarmynstur þeirra hópa er. Þetta eru þættir sem smitvarnir og takmarkanir hafa áhrif á. Það gefur auga leið að þegar veiran er orðin algeng í samfélaginu, þá aukast líkurnar á að bólusettir einstaklingar „rekist“ á smitaða einstaklinga. Og hverjum slíkum „árekstri“ fylgir viss áhætta. Með öðrum orðum, aukinn samgangur fólks (og opin landamæri) bjóða veirunni tækifæri til að smita fleiri.

Skiptir erfðafræði og þróun veirunnar máli? Að síðustu eru vísbendingar um að ný veiruafbrigði auki smit milli bólusettra. Nokkur afbrigði (til dæmis kölluð alfa, beta og delta – sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er vitað um delta-afbrigði SARS-CoV-2-veirunnar sem kennt hefur verið við Indland?) hafa orðið til á undangengnum mánuðum en þegar þetta er skrifað er delta-afbrigðið mest til umræðu. Mestu skiptir að delta-afbrigðið smitast mun greiðlegar en hin afbrigðin, meðal annars börn og unglinga, og gæti valdið alvarlegri sjúkdómi (sjá grein eftir Ingileif Jónsdóttur - nánar í heimildaskrá). Forniðurstöður nýrrar greinar (kynntar í Nature) benda til dæmis til að delta-afbrigðið fjölgi sér mun hraðar en hin afbrigðin. Veiran sé greinanleg í líkömum fólks 4 dögum eftir smit, en ekki 6 dögum að meðaltali eins og upprunalega gerð hennar. Það sé vegna þess að hún framleiði fleiri agnir og geri það hraðar. Það eru sérstaklega alvarlegar fréttir því veiran gerir sinn óskunda bæði með meiri dreifingu og því að valda alvarlegum einkennum. Flest próf á bóluefnunum miðuðu við upprunalegu gerð SARS-CoV-2. Ekki eru öll kurl enn komin til grafar, en ný gögn benda til að þau verndi gegn afbrigðum eins og alfa og delta. Í sumum tilfellum er vörnin samt veikari.

Erfðasamsetningu veirunnar breytum við ekki, hún aðlagast okkur náttúrulega samkvæmt lögmálum þróunar. Skimanir, samkomutakmarkanir og bólusetningar eru vopn sem við getum beitt til að halda veirunni og faraldrinum í skefjum.

Samantekt

  • Bóluefni veita ekki 100% vernd gegn SARS-CoV-19-veirunni.
  • Þau draga úr líkum á smiti og alvarlegum einkennum.
  • Ef veiran er útbreidd í samfélaginu, getur mikil hópamyndun og náið samneyti dregið úr verndinni sem bóluefni veita.

Heimildir og myndir:

Tilvísanir:
  1. ^ Tölurnar eru uppfærðar miðað við 10.000 manna úrtak og rúnnaðar. Í viðmiðunarhópnum voru 8.835 sjálfboðaliðar og 112 þeirra (1,27 %) smituðust af COVID-19, en í bólusetta hópnum voru 8.958 manns og af þeim smituðust 32 (0,36 %). Tölurnar eru frá Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (The Food and Drug Administration), greining á gögnum úr prófunum Johnson & Johnson á Janssen-bóluefninu.
  2. ^ Tölurnar eru uppfærðar miðað við 20.000 manna úrtak og rúnnaðar. Það voru 19.544 sjálfboðaliðar í viðmiðunarhópnum, og fengu 193 COVID-19 og þar af 34 alvarleg einkenni. Í bólusetta hópnum voru 19.514 sjálfboðaliðar, 66 smituðust og þar af 5 alvarlega. Tölurnar eru frá Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna, greining á gögnum úr prófunum Johnson & Johnson á Janssen-bóluefninu.
  3. ^ Sama og tilvísun 2.


Aðrar spurningar um sama efni:

  • Segjum að bóluefni gefi 80% vörn. Eru þá 80% af þeim sem verða útsettir varðir og 20% munu veikjast. Eða veikist hver og einn sem verður veikur 80% minna en væri ef ekki bólusettur?
  • Hvað er átt við þegar sagt er að virkni bóluefnis sé 90% eða meira ? Eru þá meira en 90% líkur á að það virki gegn sýkingu eða að 90% þeirra sem bólusettir eru myndi mótefni gegn sýkingu?
  • Þegar talað er um virkni bóluefna, er þá verið að tala um hjá hve stórri prósentu fólks bóluefnið virki eða fær einstaklingur þeirri prósentu minni einkenni. T.d. þegar talað er um að bóluefni Sinovac við COVID-19 sé með rúmlega 50% virkni.

Höfundur

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

9.8.2021

Spyrjandi

Axel Sveinsson, Þráinn Sigurjónsson, Páll Andri Sveinsson

Tilvísun

Arnar Pálsson. „Hvað þýðir að bóluefni veiti 70% vernd fyrir veirunni sem veldur COVID-19?“ Vísindavefurinn, 9. ágúst 2021. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=82197.

Arnar Pálsson. (2021, 9. ágúst). Hvað þýðir að bóluefni veiti 70% vernd fyrir veirunni sem veldur COVID-19? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82197

Arnar Pálsson. „Hvað þýðir að bóluefni veiti 70% vernd fyrir veirunni sem veldur COVID-19?“ Vísindavefurinn. 9. ágú. 2021. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82197>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir að bóluefni veiti 70% vernd fyrir veirunni sem veldur COVID-19?
Bóluefni virka misvel. Þau geta komið í veg fyrir smit eða minnkað líkur á smiti og alvarlegum einkennum þeirra sem smitast. Bóluefnin sem þróuð hafa verið gegn veirunni sem veldur COVID-19 falla í seinni flokkinn.

Mat á því hversu mikla vernd bóluefni veita gegn smiti eða alvarlegum einkennum byggir á rannsóknum á fjölda einstaklinga, í lyfjaprófunum með svokölluðum tvíblindum rannsóknum. Í þeim eru bornir saman tveir hópar, jafngildir að öllu leyti nema einstaklingar í öðrum hópnum fá tiltekna meðhöndlun en þeir sem eru í hinum hópnum fá gervimeðferð (oft kallað placebo á ensku). Seinni hópurinn kallast viðmiðunarhópur.

Mynd 1. Bóluefni virka misvel. Þau geta komið í veg fyrir smit eða minnkað líkur á smiti og alvarlegum einkennum þeirra sem smitast.

Sem dæmi getum við notað gögn úr lyfjaprófun á Janssen-bóluefninu sem send voru Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (e. The Food and Drug Administration, FDA). Til að meta alvarleika einkenna voru bornir saman tveir hópar, hvor með tæplega 9.000 einstaklinga. Til að gera tölurnar sambærilegar eru þær umreiknaðar og rúnnaðar miðað við 10.000 einstaklinga. Lyfjaprófin voru gerð á sama tíma í nokkrum löndum og tölurnar eru samtölur úr þeim prófunum.

Af 10.000 einstaklingum sem bólusettir höfðu verið með Janssen smituðust 36 af COVID-19. Af sambærilegum fjölda í viðmiðunarhópnum smituðust 127 einstaklingar.[1]

100 – 36/127 = 71%

Þessi niðurstaða bendir til að bóluefni Janssen veiti 71% vernd gegn smiti. Með öðrum orðum ef 100 einstaklingar verða útsettir fyrir smiti, er hætt við að 29 þeirra smitist (sem er umtalsverð vörn miðað við að 100 af 100 óbólusettum myndu smitast).

Tafla 1.

Heild
Smitaðir
Uppreiknað f. 10000 Viðmið
10000
127
Bólusettir
10000
36
Hrá gildiViðmið
8.835
112
Bólusettir
8.958
32

Hægt er að beita sambærilegum reikningi til að meta líkurnar á alvarlegum einkennum. Í lyfjaprófinu fyrir Janssen voru bornir saman um 20.000 manna hópar, bólusettir og ekki bólusettir. Af 20.000 bólusettum einstaklingum smituðust 68. En af sambærilegum fjölda í viðmiðunarhópnum smituðust 198 einstaklingar.[2]

100 – 68/198 = 66%

Það bendir til að bóluefni Janssen veiti 66% vernd gegn smiti. Glöggir veita því eftirtekt að 66% er ekki það sama og 71%, samanber gögn að ofan. Ástæðan er óvissa í rannsókninni. Rétta matið á verndinni sem Janssen veitir er líklega einhverstaðar á þessu bili, frá 66% til 71% (en gæti einnig verið lægra eða hærra).

Spurt var hvort bóluefnið verndi fólk fyrir alvarlegum einkennum. Af 20.000 bólusettum einstaklingum fengu 5 alvarleg einkenni, í viðmiðunarhópnum urðu 35 einstaklingar alvarlega veikir.[3]

100 – 5/35 = 86%

Það bendir til að bóluefni Janssen veiti 86% vernd gegn alvarlegum einkennum COVID-19. Aftur þýðir það að 14 af hundraði bólusettra geta fengið alvarleg einkenni.

Tafla 2.

Heild
Mild
Alvarleg
Uppreiknað f. 20000 Viðmið
20000
198
35
Bólusettir
20000
86
5
Hrá gildiViðmið
19544
193
34
Bólusettir
19514
66
5

Bóluefni veita þríþætta vörn. Í fyrsta lagi vernda þau einstaklinga fyrir smiti. Í öðru lagi draga þau úr líkunum á því að þeir sem smitist fái alvarleg einkenni. Í þriðja lagi dregur bólusetning úr líkunum á að fleiri smitist í samfélaginu (sem getur leitt til hjarðónæmis).

Á heimsvísu hafa verið þróuð nokkur bóluefni gegn veirunni. Samantekt frá því snemma árs 2021 bendir til að virkni þeirra gegn smiti sé misjöfn (mynd 1). Svo virðist sem besta vernd veiti bóluefni frá Pfizer og Moderna (um 95%). Samanburður milli ólíkra bóluefna er mjög erfiður því lyfjaprófin fóru fram í ólíkum löndum og með mismunandi hópa (kyn, aldur, þjóðfélagsaðstæður, og fleira). Gildin eru því ekki fyllilega samanburðarhæf. Mögulega einnig vegna þess að atferlismynstur fólks var mögulega ólíkt milli svæða/landa á því tímabili sem bóluefnin voru prófuð. Það skiptir máli fyrir nær fullbólusett samfélög sem íhuga að slaka á samkomutakmörkunum.

Mynd 2. Samanburður á virkni bólefna, byggt á grein Statista frá 2. febrúar 2021 unnin úr gögnum frá framleiðendum bóluefnanna úr lyfjaprófum. Janssen-bóluefnið var gefið í einum skammti, en önnur í tveimur skömmtum.

Hvers vegna smitast bólusettir af SARS-CoV-19?

Eins og lýst var að ofan vernda jafnvel bestu bóluefnin ekki hundrað prósent gegn smiti. Flest bóluefnin þarf að gefa tvisvar (tvo skammta þarf til að fá fulla vernd) og það þurfa yfirleitt að líða nokkrar vikur frá seinni sprautu til að fullri virkni verði náð. Veigamest er samt sú staðreynd að ef veiran er útbreidd þá geta bólusettir smitast, og smitað aðra.

Tveir eiginleikar veirunnar valda því að hún hefur reynst erfiður ljár í þúfu. Í fyrsta lagi eru einstaklingar smitandi (1-3 daga) áður en þeir fá COVID-19 einkenni. Í öðru lagi eru sumir smitaðir einkennalausir, það er að segja þeir geta smitað fólk án þess að vita að þeir beri í sér veiruna. Viðbúið er að bólusetningar leiði til fjölgunar í þessum hópi, einstaklinga sem séu verndaðir gegn alvarlegum einkennum og vita ekki að þeir séu smitaðir og smitandi. Gögn um hversu margir eru í þeim hópi, eða hversu stórt hlutfall smita sé frá bólusettum til annara liggja ekki fyrir (þegar þetta er ritað, í júlílok 2021).

Nokkrir þættir geta ýtt undir líkurnar á að bólusettir smitist. Aukin tíðni smitaðra eykur eðlilega áhættuna. Það eru meiri líkur á að maður smitist ef 1/500 eru smitaðir, en ef talan er 1/50.000 eða 1/300.000. Einnig skiptir máli hversu marga marga einstaklinga hver smitaður hittir að meðaltali, lengd samveru með hverjum einstaklingi og hvort viðhafðar séu smitvarnir eða ekki, meðal hvaða hópa samfélagsins smitið er algengast, og hvernig hegðunarmynstur þeirra hópa er. Þetta eru þættir sem smitvarnir og takmarkanir hafa áhrif á. Það gefur auga leið að þegar veiran er orðin algeng í samfélaginu, þá aukast líkurnar á að bólusettir einstaklingar „rekist“ á smitaða einstaklinga. Og hverjum slíkum „árekstri“ fylgir viss áhætta. Með öðrum orðum, aukinn samgangur fólks (og opin landamæri) bjóða veirunni tækifæri til að smita fleiri.

Skiptir erfðafræði og þróun veirunnar máli? Að síðustu eru vísbendingar um að ný veiruafbrigði auki smit milli bólusettra. Nokkur afbrigði (til dæmis kölluð alfa, beta og delta – sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er vitað um delta-afbrigði SARS-CoV-2-veirunnar sem kennt hefur verið við Indland?) hafa orðið til á undangengnum mánuðum en þegar þetta er skrifað er delta-afbrigðið mest til umræðu. Mestu skiptir að delta-afbrigðið smitast mun greiðlegar en hin afbrigðin, meðal annars börn og unglinga, og gæti valdið alvarlegri sjúkdómi (sjá grein eftir Ingileif Jónsdóttur - nánar í heimildaskrá). Forniðurstöður nýrrar greinar (kynntar í Nature) benda til dæmis til að delta-afbrigðið fjölgi sér mun hraðar en hin afbrigðin. Veiran sé greinanleg í líkömum fólks 4 dögum eftir smit, en ekki 6 dögum að meðaltali eins og upprunalega gerð hennar. Það sé vegna þess að hún framleiði fleiri agnir og geri það hraðar. Það eru sérstaklega alvarlegar fréttir því veiran gerir sinn óskunda bæði með meiri dreifingu og því að valda alvarlegum einkennum. Flest próf á bóluefnunum miðuðu við upprunalegu gerð SARS-CoV-2. Ekki eru öll kurl enn komin til grafar, en ný gögn benda til að þau verndi gegn afbrigðum eins og alfa og delta. Í sumum tilfellum er vörnin samt veikari.

Erfðasamsetningu veirunnar breytum við ekki, hún aðlagast okkur náttúrulega samkvæmt lögmálum þróunar. Skimanir, samkomutakmarkanir og bólusetningar eru vopn sem við getum beitt til að halda veirunni og faraldrinum í skefjum.

Samantekt

  • Bóluefni veita ekki 100% vernd gegn SARS-CoV-19-veirunni.
  • Þau draga úr líkum á smiti og alvarlegum einkennum.
  • Ef veiran er útbreidd í samfélaginu, getur mikil hópamyndun og náið samneyti dregið úr verndinni sem bóluefni veita.

Heimildir og myndir:

Tilvísanir:
  1. ^ Tölurnar eru uppfærðar miðað við 10.000 manna úrtak og rúnnaðar. Í viðmiðunarhópnum voru 8.835 sjálfboðaliðar og 112 þeirra (1,27 %) smituðust af COVID-19, en í bólusetta hópnum voru 8.958 manns og af þeim smituðust 32 (0,36 %). Tölurnar eru frá Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (The Food and Drug Administration), greining á gögnum úr prófunum Johnson & Johnson á Janssen-bóluefninu.
  2. ^ Tölurnar eru uppfærðar miðað við 20.000 manna úrtak og rúnnaðar. Það voru 19.544 sjálfboðaliðar í viðmiðunarhópnum, og fengu 193 COVID-19 og þar af 34 alvarleg einkenni. Í bólusetta hópnum voru 19.514 sjálfboðaliðar, 66 smituðust og þar af 5 alvarlega. Tölurnar eru frá Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna, greining á gögnum úr prófunum Johnson & Johnson á Janssen-bóluefninu.
  3. ^ Sama og tilvísun 2.


Aðrar spurningar um sama efni:

  • Segjum að bóluefni gefi 80% vörn. Eru þá 80% af þeim sem verða útsettir varðir og 20% munu veikjast. Eða veikist hver og einn sem verður veikur 80% minna en væri ef ekki bólusettur?
  • Hvað er átt við þegar sagt er að virkni bóluefnis sé 90% eða meira ? Eru þá meira en 90% líkur á að það virki gegn sýkingu eða að 90% þeirra sem bólusettir eru myndi mótefni gegn sýkingu?
  • Þegar talað er um virkni bóluefna, er þá verið að tala um hjá hve stórri prósentu fólks bóluefnið virki eða fær einstaklingur þeirri prósentu minni einkenni. T.d. þegar talað er um að bóluefni Sinovac við COVID-19 sé með rúmlega 50% virkni.
...