Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Benda nýjustu rannsóknir til þess að ivermectin gagnist sem meðferð við COVID-19?

Jón Magnús Jóhannesson og Magnús Karl Magnússon

Í núverandi heimsfaraldri COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) hefur, þrátt fyrir fjölda lyfjarannsókna, verið skortur á góðum meðferðarúrræðum. Til þessa hafa rannsóknir aðeins sýnt ávinning af örfáum lyfjum - þau helstu eru sykursterar (e. glucocorticoids, þá aðallega dexametasón), einstofna mótefnið tocilizumab og einstofna mótefni gegn gaddaprótíni (einnig nefnt broddprótín og bindiprótín á íslensku, e. spike protein) veirunnar. Einnig eru rannsóknir sem benda til virkni veirulyfsins remdesivír, þó aðrar rannsóknir hafi ekki staðfest gagnsemi þess. Allar þessar meðferðir henta aðeins fyrir vissa sjúklingahópa, til dæmis inniliggjandi einstaklinga eða einstaklinga sem þurfa viðbótarsúrefni.

Allmikil athygli hefur beinst að lyfinu ivermectin og hugsanlegri virkni þess gegn COVID-19. Ivermectin er vel þekkt, ódýrt og skilvirkt sýkingarlyf. Það hefur verið notað um allan heim við margvíslegum sníkjudýrasýkingum með frábærum árangri. Vísbendingar komu snemma fram um hugsanlega virkni ivermectin í tilraunaglösum (e. in vitro) gegn SARS-CoV-2, og hafa tugir rannsókna komið út síðan sem rannsaka virkni þessa lyfs, meðal annars í sjúklingum með COVID-19.

Vísbendingar komu snemma fram um hugsanlega virkni ivermectin í tilraunaglösum gegn SARS-CoV-2 en til að mæla með notkun lyfs þarf að liggja fyrir ótvíræð gagnsemi í svokallaðri blindaðri, slembiraðaðri klínískri rannsókn.

Í upphafi árs 2021 voru birt tvö svör á Vísindavefnum þar sem farið var yfir fyrirliggjandi rannsóknir á ivermectin og hvort þær sýndu fram á gagnsemi sem meðferð við COVID-19. Í stuttu máli var ekki hægt að sýna fram á gagnsemi á þeim tíma. Svörin sem hér um ræðir eru annars vegar við spurningunni Gæti gamalt lyf við sníkjudýrum gagnast gegn COVID-19? þar sem finna má almenna umræðu og hins vegar ítarlegri greiningu í svari við spurningunni Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á gagnsemi lyfsins ivermectin við COVID-19 og hvað hafa þær leitt í ljós? Þar sem nokkur tími er liðinn frá birtingu ofangreindra svara er eðlilegt að endurmeta stöðuna og skoða hvort við höfum nægjanleg gögn til að mæla með notkun ivermectin í einstaklingum með COVID-19, hvort sem það er í meðhöndlandi eða fyrirbyggjandi tilgangi.

Til eru mismunandi leiðir til að meta gagnsemi lyfja, bæði virkni þeirra og aukaverkanir, en áður en mælt er með notkun lyfs í nýjum tilgangi (hvort sem um er að ræða nýtt lyf eða gamalt lyf við nýjum sjúkdómi) þá þarf að liggja fyrir ótvíræð gagnsemi í svokallaðri blindaðri, slembiraðaðri klínískri rannsókn (e. randomized double-blind placebo-controlled study). Í slíkri rannsókn er lyfið borið saman við lyfleysu, þar sem hvorki meðferðaraðili né þátttakandi veit hvort hann fær lyf eða lyfleysu. Síðan þarf að mæla árangur af lyfjagjöfinni með því að bera saman tíðni mikilvægra útkoma, svo sem bata, tíðni innlagna á sjúkrahús eða dauða milli þeirra sem fá lyfið og hinna sem fá lyfleysu. Allar aðrar tegundir klínískra rannsókna geta í besta falli gefið vísbendingar sem geta hjálpað við ákvarðanatöku um áframhaldandi rannsóknir.

Ein leið til að reyna að fá yfirlit um gagnsemi lyfs er að gera safngreiningu (e. meta-analysis). Í safngreiningu eru teknar saman niðurstöður fjölda rannsókna og reynt að skeyta þeim saman til að auðvelda túlkun þeirra. Þessi tegund rannsókna er flókin, bæði í framkvæmd og túlkun - það er gjarnan töluverður breytileiki í aðferðafræði mismunandi rannsókna þannig að erfitt getur verið að setja niðurstöður þeirra saman. Stundum er samanburðarhópur til staðar, stundum ekki; stundum er samanburður við lyfleysu, stundum við aðra meðferð. Þess vegna þarf að velja mjög vel hvaða rannsóknir passa inn í safngreiningar og hvaða útkomur þarf að skoða.

Nokkrar safngreiningar hafa verið birtar og ritrýndar um virkni ivermectin gegn COVID-19. Þrjár þeirra (safngreiningar Zein og félaga, Bryant og félaga, og Hill og félaga) bentu til virkni ivermectin í að minnka dánartíðni, sjúkdómsbyrði og innlagnartíðni vegna COVID-19 auk þess að mögulega fyrirbyggja sjúkdóminn.[1][2][3] Safngreining Roman og félaga benti hins vegar ekki til marktækrar virkni ivermectin, hvort sem skoðuð var fyrirbygging eða virk meðferð.[4] Tvær aðrar safngreiningar bentu einnig til virkni ivermectin gegn COVID-19 en þær hafa ekki verið ritrýndar.[5][6]

Munurinn á ofangreindum rannsóknum liggur aðallega í því hvaða rannsóknir voru teknar inn í safngreininguna og hvernig hætta á kerfisbundnum villum (e. bias) var metin. Einnig ber að hafa í huga að stærsti hluti rannsókna sem liggja að baki þessum safngreiningum hafa ekki verið ritrýndar eða birtar með formlegum hætti. Þessu tengdu var stór rannsókn Elgazzar og félaga nýlega dregin til baka vegna sterkra grunsemda um fölsun gagna og ritstuld. Þetta var með stærstu rannsóknunum sem studdu virkni ivermectin gegn COVID-19 og allar ofangreindar safngreiningar notuðu niðurstöður úr þessari rannsókn.[7]

Kerfisbundin yfirferð og safngreining Bartoszko og félaga á fyrirbyggjandi úrræði við COVID-19 var ritrýnd og birtist í apríl 2021 - hún sýndi ekki fram á sannfærandi fyrirbyggjandi virkni ivermectin gagnvart COVID-19.[8] Síðan hafa margar vefsíður gert sínar eigin óritrýndu safngreiningar en þær fylgja ekki nauðsynlegri aðferðafræði sem fylgir framkvæmd kerfisbundinna yfirferða og safngreininga - vegna þessa eru þær ómarktækar sem slíkar.[9]

Af öllu ofangreindu ætti að vera ljóst hversu flókið það er að túlka virkni ivermectin gegn COVID-19. Þvert á það sem margir vilja halda fram sýna ofangreind gögn að ekki er hægt að mæla með notkun ivermectins á þessu stigi, hvort sem það er í virkri meðferð eða fyrirbyggingu. Enn fremur er verulegur skortur á stórum, blinduðum, stýrðum slembiröðuðum rannsóknum. Sú fyrsta um þetta efni var rannsókn López-Medina og félaga[10] sem birtist í mars 2021. Í stuttu máli sýndi hún ekki fram á gagnsemi ivermectin sem meðferð við vægum sjúkdómi COVID-19. Hins vegar var hún ekki nægilega stór til að geta greint mögulega lítinn ávinning. Önnur birtist í júlí 2021[11] - sú rannsókn (höfundar Vallejos og félagar) sýndi ekki fram á árangur tveggja daga meðferðar með ivermectin (skammtur gefinn eftir þyngd) í að koma í veg fyrir innlögn á spítala eða dauða vegna COVID-19. Meðalskammturinn af ivermectin sem notaður var í þessari rannsókn var lægri en sá sem sumir telja vera kjörinn, en hvort aukinn skammtur hefði skipt sköpum hefur ekki verið sannreynt, samanber umræðu hér fyrir ofan.

Ljóst er að ekki er hægt að mæla með notkun ivermectin við COVID-19 en rétt er að benda á að stórar, slembiraðaðar rannsóknir eru nú í gangi. Þessi ráðlegging er í samræmi við ráðleggingar margvíslegra stofnana.

Til að auðvelda okkur skilninginn á þessum flókna rannsóknarheimi hafa Cochrane-samtökin gert kerfisbundna samantekt og safngreiningu (höfundar eru Popp og félagar) á virkni ivermectin sem meðferð eða fyrirbygging gegn COVID-19.[12] Cochrane-samtökin eru virt samtök sem sjá um að safna saman rannsóknarniðurstöðum og gera ítarlegar, nákvæmar safngreiningar. Þar sem að rannsókn Popp og félaga er ítarlegasta og nákvæmasta safngreiningin til þessa er mikilvægt að fara aðeins nánar í inntak hennar og niðurstöður.

Í safngreiningu Popp og félaga voru aðeins teknar inn slembiraðaðar, stýrðar rannsóknir sem tóku fyrir virkni ivermectin sem annað hvort meðferð eða fyrirbyggjandi inngrip gegn COVID-19 samanborið við vel skilgreindan samanburðarhóp. Rannsóknir voru teknar út ef samanburður var við ósannreynda meðferð við COVID-19 (til dæmis hýdroxíklórókín), enda gerir það samanburðinn ómarktækan.

Samtals voru 14 rannsóknir sem uppfylltu inntökuskilyrðin en 13 rannsóknir voru teknar inn í megindlegu safngreininguna (þetta var vegna þess að of stutt eftirfylgd var í einni rannsókn). Samtals náðu rannsóknirnar til 1678 fullorðinna einstaklinga. Níu rannsóknir voru ritrýndar við samantektina. Fjórar rannsóknir voru fjármagnaðar af fyrirtækjum sem framleiða ivermectin. Aðeins ein rannsókn skoðaði fyrirbyggjandi virkni ivermectin. Tvær rannsóknir voru almennt í lítilli hættu á kerfisbundinni villu.

Hér á eftir er samantekt á helstu niðurstöðum þessarar safngreiningar um virkni ivermectin gegn COVID-19; í öllum tilfellum var lág eða mjög lág vissa um að niðurstöðurnar séu fullnægjandi.
  • Engin merki um að ivermectin minnki eða auki dánartíðni á degi 28 frá slembiröðun.
  • Engin merki um að ivermectin komi í veg fyrir versnun einkenna.
  • Engin merki um að ivermectin bæti einkenni.
  • Almennt er ekki hægt að áætla um gagnsemi ivermectin í að koma í veg fyrir COVID-19.
  • Ekki hægt að áætla um gagnsemi í þeim sem eru alvarlega veikir með COVID-19.

Höfundar undirstrika þörf á stærri, ítarlegri og betur stýrðum rannsóknum. Enn fremur fara höfundar vel yfir þá verulega vankanta sem finna má í safngreiningum sem hafa sýnt jákvæð áhrif ivermectin, þar á meðal safngreiningar Kory og félaga, Bryant og félaga, Hill og félaga, og British Ivermectin Recommendation Development (BIRD). Við mælum sérstaklega með lestri neðsta hluta rannsóknar Popp og félaga þar sem þetta er útskýrt nánar. Mikilvægt er síðan að nefna að rannsókn Vallejos og félaga var ekki birt fyrr en eftir það tímabil sem skoðað var í Cochrane-safngreiningunni.

Ljóst er að ekki er hægt að mæla með notkun ivermectin við COVID-19 en rétt er að benda á að stórar, slembiraðaðar rannsóknir eru nú í gangi. Þessi ráðlegging er í samræmi við ráðleggingar margvíslegra stofnana, til að mynda National Institutes of Health (NIH) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sem mæla ekki með notkun ivermectin gegn COVID-19 nema í rannsóknarskyni.[13][14][15]

Tilvísanir:
  1. ^ Zein, A. o.fl. (2021). Ivermectin and mortality in patients with COVID-19: A systematic review, meta-analysis, and meta-regression of randomized controlled trials. Diabetes & Metabolic Syndrome: Clinical Research & Reviews, 15(4). (Sótt 5.8.2021).
  2. ^ Hill, A. o.fl. (2021, 6. júlí). Meta-analysis of randomized trials of ivermectin to treat SARS-CoV-2 infection. Open Forum Infectious Diseases, ofab358. (Sótt 5.8.2021).
  3. ^ Bryant, A. o.fl. (2021). Ivermectin for Prevention and Treatment of COVID-19 Infection: A Systematic Review, Meta-analysis, and Trial Sequential Analysis to Inform Clinical Guidelines. American Journal of Therapeutics. 28(4), e434-e460. (Sótt 5.8.2021).
  4. ^ Roman Y. o.fl. (2021, 28. júní). Ivermectin for the treatment of COVID-19: A systematic review and meta-analysis of randomized controlled trials. Clinical Infectious Diseases, ciab591. (Sótt 5.8.2021).
  5. ^ Kory, P. o.fl. (2020, 13. nóvember). Review of the Emerging Evidence Demonstrating the Efficacy of Ivermectin in the Prophylaxis and Treatment of COVID-19. OSF Preprints. (Sótt 5.8.2021).
  6. ^ British Ivermectin Reccommendation Development. (2021). The BIRD Recommendation on the Use of Ivermectin for Covid-19. (Sótt 5.8.2021).
  7. ^ Lawrence, J. (2021, 15. júlí). Why Was a Major Study on Ivermectin for COVID-19 Just Retracted?. Grifter Analysis and Review. (Sótt 5.8.2021).
  8. ^ Bartoszko, J. (2021, 26. apríl). Prophylaxis against covid-19: living systematic review and network meta-analysis. BMJ 373: n949. (Sótt 5.8.2021).
  9. ^ Garegnani, L. (2021, 22. apríl). Misleading clinical evidence and systematic reviews on ivermectin for COVID-19. BMJ, 111678. (Sótt 5.8.2021).
  10. ^ López-Medina E. (2021). Effect of Ivermectin on Time to Resolution of Symptoms Among Adults With Mild COVID-19: A Randomized Clinical Trial. JAMA, 325(14), 1426-1435. (Sótt 5.8.2021).
  11. ^ Vallejos, J. o.fl. Ivermectin to prevent hospitalizations in patients with COVID-19 (IVERCOR-COVID19) a randomized, double-blind, placebo-controlled trial. BMC Infectious Diseases 21, 635. (Sótt 5.8.2021).
  12. ^ Popp M. o.fl. (2021, 28. júlí). Ivermectin for preventing and treating COVID?19. Cochrane Database of Systematic Reviews, 7, CD015017. (Sótt 5.8.2021).
  13. ^ National Institutes of Health. (2021, 11. febrúar). Ivermectin - COVID-19 Treatment Guidelines. (Sótt 5.8.2021).
  14. ^ World Health Organization. (2021, 6. júlí). Therapeutics and COVID-19: living guideline. (Sótt 5.8.2021).
  15. ^ Kluge, S. o.fl. (2021, 17. maí). S3-Leitlinie - Empfehlungen zur stationären Therapie von Patienten mit COVID-19. AWMF, 113/001. (Sótt 5.8.2021).

Myndir:

Höfundar

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Magnús Karl Magnússon

prófessor við læknadeild HÍ

Útgáfudagur

6.8.2021

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson og Magnús Karl Magnússon. „Benda nýjustu rannsóknir til þess að ivermectin gagnist sem meðferð við COVID-19?“ Vísindavefurinn, 6. ágúst 2021. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=82210.

Jón Magnús Jóhannesson og Magnús Karl Magnússon. (2021, 6. ágúst). Benda nýjustu rannsóknir til þess að ivermectin gagnist sem meðferð við COVID-19? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82210

Jón Magnús Jóhannesson og Magnús Karl Magnússon. „Benda nýjustu rannsóknir til þess að ivermectin gagnist sem meðferð við COVID-19?“ Vísindavefurinn. 6. ágú. 2021. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82210>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Benda nýjustu rannsóknir til þess að ivermectin gagnist sem meðferð við COVID-19?
Í núverandi heimsfaraldri COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) hefur, þrátt fyrir fjölda lyfjarannsókna, verið skortur á góðum meðferðarúrræðum. Til þessa hafa rannsóknir aðeins sýnt ávinning af örfáum lyfjum - þau helstu eru sykursterar (e. glucocorticoids, þá aðallega dexametasón), einstofna mótefnið tocilizumab og einstofna mótefni gegn gaddaprótíni (einnig nefnt broddprótín og bindiprótín á íslensku, e. spike protein) veirunnar. Einnig eru rannsóknir sem benda til virkni veirulyfsins remdesivír, þó aðrar rannsóknir hafi ekki staðfest gagnsemi þess. Allar þessar meðferðir henta aðeins fyrir vissa sjúklingahópa, til dæmis inniliggjandi einstaklinga eða einstaklinga sem þurfa viðbótarsúrefni.

Allmikil athygli hefur beinst að lyfinu ivermectin og hugsanlegri virkni þess gegn COVID-19. Ivermectin er vel þekkt, ódýrt og skilvirkt sýkingarlyf. Það hefur verið notað um allan heim við margvíslegum sníkjudýrasýkingum með frábærum árangri. Vísbendingar komu snemma fram um hugsanlega virkni ivermectin í tilraunaglösum (e. in vitro) gegn SARS-CoV-2, og hafa tugir rannsókna komið út síðan sem rannsaka virkni þessa lyfs, meðal annars í sjúklingum með COVID-19.

Vísbendingar komu snemma fram um hugsanlega virkni ivermectin í tilraunaglösum gegn SARS-CoV-2 en til að mæla með notkun lyfs þarf að liggja fyrir ótvíræð gagnsemi í svokallaðri blindaðri, slembiraðaðri klínískri rannsókn.

Í upphafi árs 2021 voru birt tvö svör á Vísindavefnum þar sem farið var yfir fyrirliggjandi rannsóknir á ivermectin og hvort þær sýndu fram á gagnsemi sem meðferð við COVID-19. Í stuttu máli var ekki hægt að sýna fram á gagnsemi á þeim tíma. Svörin sem hér um ræðir eru annars vegar við spurningunni Gæti gamalt lyf við sníkjudýrum gagnast gegn COVID-19? þar sem finna má almenna umræðu og hins vegar ítarlegri greiningu í svari við spurningunni Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á gagnsemi lyfsins ivermectin við COVID-19 og hvað hafa þær leitt í ljós? Þar sem nokkur tími er liðinn frá birtingu ofangreindra svara er eðlilegt að endurmeta stöðuna og skoða hvort við höfum nægjanleg gögn til að mæla með notkun ivermectin í einstaklingum með COVID-19, hvort sem það er í meðhöndlandi eða fyrirbyggjandi tilgangi.

Til eru mismunandi leiðir til að meta gagnsemi lyfja, bæði virkni þeirra og aukaverkanir, en áður en mælt er með notkun lyfs í nýjum tilgangi (hvort sem um er að ræða nýtt lyf eða gamalt lyf við nýjum sjúkdómi) þá þarf að liggja fyrir ótvíræð gagnsemi í svokallaðri blindaðri, slembiraðaðri klínískri rannsókn (e. randomized double-blind placebo-controlled study). Í slíkri rannsókn er lyfið borið saman við lyfleysu, þar sem hvorki meðferðaraðili né þátttakandi veit hvort hann fær lyf eða lyfleysu. Síðan þarf að mæla árangur af lyfjagjöfinni með því að bera saman tíðni mikilvægra útkoma, svo sem bata, tíðni innlagna á sjúkrahús eða dauða milli þeirra sem fá lyfið og hinna sem fá lyfleysu. Allar aðrar tegundir klínískra rannsókna geta í besta falli gefið vísbendingar sem geta hjálpað við ákvarðanatöku um áframhaldandi rannsóknir.

Ein leið til að reyna að fá yfirlit um gagnsemi lyfs er að gera safngreiningu (e. meta-analysis). Í safngreiningu eru teknar saman niðurstöður fjölda rannsókna og reynt að skeyta þeim saman til að auðvelda túlkun þeirra. Þessi tegund rannsókna er flókin, bæði í framkvæmd og túlkun - það er gjarnan töluverður breytileiki í aðferðafræði mismunandi rannsókna þannig að erfitt getur verið að setja niðurstöður þeirra saman. Stundum er samanburðarhópur til staðar, stundum ekki; stundum er samanburður við lyfleysu, stundum við aðra meðferð. Þess vegna þarf að velja mjög vel hvaða rannsóknir passa inn í safngreiningar og hvaða útkomur þarf að skoða.

Nokkrar safngreiningar hafa verið birtar og ritrýndar um virkni ivermectin gegn COVID-19. Þrjár þeirra (safngreiningar Zein og félaga, Bryant og félaga, og Hill og félaga) bentu til virkni ivermectin í að minnka dánartíðni, sjúkdómsbyrði og innlagnartíðni vegna COVID-19 auk þess að mögulega fyrirbyggja sjúkdóminn.[1][2][3] Safngreining Roman og félaga benti hins vegar ekki til marktækrar virkni ivermectin, hvort sem skoðuð var fyrirbygging eða virk meðferð.[4] Tvær aðrar safngreiningar bentu einnig til virkni ivermectin gegn COVID-19 en þær hafa ekki verið ritrýndar.[5][6]

Munurinn á ofangreindum rannsóknum liggur aðallega í því hvaða rannsóknir voru teknar inn í safngreininguna og hvernig hætta á kerfisbundnum villum (e. bias) var metin. Einnig ber að hafa í huga að stærsti hluti rannsókna sem liggja að baki þessum safngreiningum hafa ekki verið ritrýndar eða birtar með formlegum hætti. Þessu tengdu var stór rannsókn Elgazzar og félaga nýlega dregin til baka vegna sterkra grunsemda um fölsun gagna og ritstuld. Þetta var með stærstu rannsóknunum sem studdu virkni ivermectin gegn COVID-19 og allar ofangreindar safngreiningar notuðu niðurstöður úr þessari rannsókn.[7]

Kerfisbundin yfirferð og safngreining Bartoszko og félaga á fyrirbyggjandi úrræði við COVID-19 var ritrýnd og birtist í apríl 2021 - hún sýndi ekki fram á sannfærandi fyrirbyggjandi virkni ivermectin gagnvart COVID-19.[8] Síðan hafa margar vefsíður gert sínar eigin óritrýndu safngreiningar en þær fylgja ekki nauðsynlegri aðferðafræði sem fylgir framkvæmd kerfisbundinna yfirferða og safngreininga - vegna þessa eru þær ómarktækar sem slíkar.[9]

Af öllu ofangreindu ætti að vera ljóst hversu flókið það er að túlka virkni ivermectin gegn COVID-19. Þvert á það sem margir vilja halda fram sýna ofangreind gögn að ekki er hægt að mæla með notkun ivermectins á þessu stigi, hvort sem það er í virkri meðferð eða fyrirbyggingu. Enn fremur er verulegur skortur á stórum, blinduðum, stýrðum slembiröðuðum rannsóknum. Sú fyrsta um þetta efni var rannsókn López-Medina og félaga[10] sem birtist í mars 2021. Í stuttu máli sýndi hún ekki fram á gagnsemi ivermectin sem meðferð við vægum sjúkdómi COVID-19. Hins vegar var hún ekki nægilega stór til að geta greint mögulega lítinn ávinning. Önnur birtist í júlí 2021[11] - sú rannsókn (höfundar Vallejos og félagar) sýndi ekki fram á árangur tveggja daga meðferðar með ivermectin (skammtur gefinn eftir þyngd) í að koma í veg fyrir innlögn á spítala eða dauða vegna COVID-19. Meðalskammturinn af ivermectin sem notaður var í þessari rannsókn var lægri en sá sem sumir telja vera kjörinn, en hvort aukinn skammtur hefði skipt sköpum hefur ekki verið sannreynt, samanber umræðu hér fyrir ofan.

Ljóst er að ekki er hægt að mæla með notkun ivermectin við COVID-19 en rétt er að benda á að stórar, slembiraðaðar rannsóknir eru nú í gangi. Þessi ráðlegging er í samræmi við ráðleggingar margvíslegra stofnana.

Til að auðvelda okkur skilninginn á þessum flókna rannsóknarheimi hafa Cochrane-samtökin gert kerfisbundna samantekt og safngreiningu (höfundar eru Popp og félagar) á virkni ivermectin sem meðferð eða fyrirbygging gegn COVID-19.[12] Cochrane-samtökin eru virt samtök sem sjá um að safna saman rannsóknarniðurstöðum og gera ítarlegar, nákvæmar safngreiningar. Þar sem að rannsókn Popp og félaga er ítarlegasta og nákvæmasta safngreiningin til þessa er mikilvægt að fara aðeins nánar í inntak hennar og niðurstöður.

Í safngreiningu Popp og félaga voru aðeins teknar inn slembiraðaðar, stýrðar rannsóknir sem tóku fyrir virkni ivermectin sem annað hvort meðferð eða fyrirbyggjandi inngrip gegn COVID-19 samanborið við vel skilgreindan samanburðarhóp. Rannsóknir voru teknar út ef samanburður var við ósannreynda meðferð við COVID-19 (til dæmis hýdroxíklórókín), enda gerir það samanburðinn ómarktækan.

Samtals voru 14 rannsóknir sem uppfylltu inntökuskilyrðin en 13 rannsóknir voru teknar inn í megindlegu safngreininguna (þetta var vegna þess að of stutt eftirfylgd var í einni rannsókn). Samtals náðu rannsóknirnar til 1678 fullorðinna einstaklinga. Níu rannsóknir voru ritrýndar við samantektina. Fjórar rannsóknir voru fjármagnaðar af fyrirtækjum sem framleiða ivermectin. Aðeins ein rannsókn skoðaði fyrirbyggjandi virkni ivermectin. Tvær rannsóknir voru almennt í lítilli hættu á kerfisbundinni villu.

Hér á eftir er samantekt á helstu niðurstöðum þessarar safngreiningar um virkni ivermectin gegn COVID-19; í öllum tilfellum var lág eða mjög lág vissa um að niðurstöðurnar séu fullnægjandi.
  • Engin merki um að ivermectin minnki eða auki dánartíðni á degi 28 frá slembiröðun.
  • Engin merki um að ivermectin komi í veg fyrir versnun einkenna.
  • Engin merki um að ivermectin bæti einkenni.
  • Almennt er ekki hægt að áætla um gagnsemi ivermectin í að koma í veg fyrir COVID-19.
  • Ekki hægt að áætla um gagnsemi í þeim sem eru alvarlega veikir með COVID-19.

Höfundar undirstrika þörf á stærri, ítarlegri og betur stýrðum rannsóknum. Enn fremur fara höfundar vel yfir þá verulega vankanta sem finna má í safngreiningum sem hafa sýnt jákvæð áhrif ivermectin, þar á meðal safngreiningar Kory og félaga, Bryant og félaga, Hill og félaga, og British Ivermectin Recommendation Development (BIRD). Við mælum sérstaklega með lestri neðsta hluta rannsóknar Popp og félaga þar sem þetta er útskýrt nánar. Mikilvægt er síðan að nefna að rannsókn Vallejos og félaga var ekki birt fyrr en eftir það tímabil sem skoðað var í Cochrane-safngreiningunni.

Ljóst er að ekki er hægt að mæla með notkun ivermectin við COVID-19 en rétt er að benda á að stórar, slembiraðaðar rannsóknir eru nú í gangi. Þessi ráðlegging er í samræmi við ráðleggingar margvíslegra stofnana, til að mynda National Institutes of Health (NIH) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sem mæla ekki með notkun ivermectin gegn COVID-19 nema í rannsóknarskyni.[13][14][15]

Tilvísanir:
  1. ^ Zein, A. o.fl. (2021). Ivermectin and mortality in patients with COVID-19: A systematic review, meta-analysis, and meta-regression of randomized controlled trials. Diabetes & Metabolic Syndrome: Clinical Research & Reviews, 15(4). (Sótt 5.8.2021).
  2. ^ Hill, A. o.fl. (2021, 6. júlí). Meta-analysis of randomized trials of ivermectin to treat SARS-CoV-2 infection. Open Forum Infectious Diseases, ofab358. (Sótt 5.8.2021).
  3. ^ Bryant, A. o.fl. (2021). Ivermectin for Prevention and Treatment of COVID-19 Infection: A Systematic Review, Meta-analysis, and Trial Sequential Analysis to Inform Clinical Guidelines. American Journal of Therapeutics. 28(4), e434-e460. (Sótt 5.8.2021).
  4. ^ Roman Y. o.fl. (2021, 28. júní). Ivermectin for the treatment of COVID-19: A systematic review and meta-analysis of randomized controlled trials. Clinical Infectious Diseases, ciab591. (Sótt 5.8.2021).
  5. ^ Kory, P. o.fl. (2020, 13. nóvember). Review of the Emerging Evidence Demonstrating the Efficacy of Ivermectin in the Prophylaxis and Treatment of COVID-19. OSF Preprints. (Sótt 5.8.2021).
  6. ^ British Ivermectin Reccommendation Development. (2021). The BIRD Recommendation on the Use of Ivermectin for Covid-19. (Sótt 5.8.2021).
  7. ^ Lawrence, J. (2021, 15. júlí). Why Was a Major Study on Ivermectin for COVID-19 Just Retracted?. Grifter Analysis and Review. (Sótt 5.8.2021).
  8. ^ Bartoszko, J. (2021, 26. apríl). Prophylaxis against covid-19: living systematic review and network meta-analysis. BMJ 373: n949. (Sótt 5.8.2021).
  9. ^ Garegnani, L. (2021, 22. apríl). Misleading clinical evidence and systematic reviews on ivermectin for COVID-19. BMJ, 111678. (Sótt 5.8.2021).
  10. ^ López-Medina E. (2021). Effect of Ivermectin on Time to Resolution of Symptoms Among Adults With Mild COVID-19: A Randomized Clinical Trial. JAMA, 325(14), 1426-1435. (Sótt 5.8.2021).
  11. ^ Vallejos, J. o.fl. Ivermectin to prevent hospitalizations in patients with COVID-19 (IVERCOR-COVID19) a randomized, double-blind, placebo-controlled trial. BMC Infectious Diseases 21, 635. (Sótt 5.8.2021).
  12. ^ Popp M. o.fl. (2021, 28. júlí). Ivermectin for preventing and treating COVID?19. Cochrane Database of Systematic Reviews, 7, CD015017. (Sótt 5.8.2021).
  13. ^ National Institutes of Health. (2021, 11. febrúar). Ivermectin - COVID-19 Treatment Guidelines. (Sótt 5.8.2021).
  14. ^ World Health Organization. (2021, 6. júlí). Therapeutics and COVID-19: living guideline. (Sótt 5.8.2021).
  15. ^ Kluge, S. o.fl. (2021, 17. maí). S3-Leitlinie - Empfehlungen zur stationären Therapie von Patienten mit COVID-19. AWMF, 113/001. (Sótt 5.8.2021).

Myndir:

...