Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um nýyrðið áhrifavaldur?

Ágústa Þorbergsdóttir

Orðið áhrifavaldur er ekki nýtt orð í íslensku. Elsta dæmið um orðið úr blöðum og tímaritum á stafræna safninu Tímarit.is er frá árinu 1930 og fjölgar dæmum eftir því sem líður á 20. öldina. Orðið merkir ‘sá eða það sem hefur áhrif’:

Kjartan varð áhrifavaldur í lífi Péturs.
Upplýsingamiðlun er veigamikill áhrifavaldur í stjórnun menningarmála.
Olíumengun er mjög skaðlegur áhrifavaldur á líf í höfum.

Á síðasta áratug hefur orðið áhrifavaldur fengið viðbótarmerkingu í íslensku og merkir einstakling sem auglýsir vörur og þjónustu fyrirtækja á samfélagsmiðlum, oftast gegn greiðslu eða annarri umbun. Á myndinni sést bandaríski áhrifavaldurinn Stephen Sharer.

Á síðasta áratug hefur orðið áhrifavaldur fengið viðbótarmerkingu í íslensku og merkir einstakling sem auglýsir vörur og þjónustu fyrirtækja á samfélagsmiðlum, oftast gegn greiðslu eða annarri umbun. Það er ekki nýtt að þekkt fólk eins og íþróttafólk, leikarar og fyrirsætur sé fengið til að vekja athygli á ákveðnum vörum og auglýsa þær og má því segja að þar sé einnig um að ræða nokkurs konar áhrifavalda. Það að nota orðið áhrifavaldur sem starfsheiti er aftur á móti nýtt.

Með tilkomu áhrifavalda á samfélagsmiðlum hefur notkun orðsins aukist mikið í íslensku síðasta áratuginn eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan:[1]

Fjöldi dæma um orðið áhrifavaldur í Risamálheildinni á árunum 2000–2019.

Starf áhrifavalda felst í því að vekja athygli fylgjenda sinna á ákveðnum vörum, fyrirtækjum eða þjónustu. Áhrifavaldar safna gjarnan töluverðum fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum, til dæmis Instagram, TikTok, Snapchat eða YouTube og þeir nýta tengslanet sitt til auglýsinga. Fylgjendurnir hafa tök á að sjá allt efni sem áhrifavaldarnir deila og geta þannig haft bein áhrif á kauphegðun þeirra með auglýsingum og umfjöllun um vöru eða þjónustu.

Sem dæmi um viðfangsefni áhrifavalda má nefna lífsstíl, tísku, heimilishald, veitingastaði og ferðalög. Á ensku er hugtakið influencer notað um áhrifavalda.

Tilvísun:
  1. ^ Dæmin eru úr Íslensku risamálheildinni sem er mörkuð málheild og er ný útgáfa gefin út árlega. Nánari upplýsingar má nálgast á http://igc.arnastofnun.is/is/index.html.

Myndir:

Höfundur

Ágústa Þorbergsdóttir

deildarstjóri á málræktarsviði hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

19.1.2022

Spyrjandi

Jón Ingvar Jónsson, ritstjórn

Tilvísun

Ágústa Þorbergsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um nýyrðið áhrifavaldur?“ Vísindavefurinn, 19. janúar 2022. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=82983.

Ágústa Þorbergsdóttir. (2022, 19. janúar). Hvað getið þið sagt mér um nýyrðið áhrifavaldur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82983

Ágústa Þorbergsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um nýyrðið áhrifavaldur?“ Vísindavefurinn. 19. jan. 2022. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82983>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um nýyrðið áhrifavaldur?
Orðið áhrifavaldur er ekki nýtt orð í íslensku. Elsta dæmið um orðið úr blöðum og tímaritum á stafræna safninu Tímarit.is er frá árinu 1930 og fjölgar dæmum eftir því sem líður á 20. öldina. Orðið merkir ‘sá eða það sem hefur áhrif’:

Kjartan varð áhrifavaldur í lífi Péturs.
Upplýsingamiðlun er veigamikill áhrifavaldur í stjórnun menningarmála.
Olíumengun er mjög skaðlegur áhrifavaldur á líf í höfum.

Á síðasta áratug hefur orðið áhrifavaldur fengið viðbótarmerkingu í íslensku og merkir einstakling sem auglýsir vörur og þjónustu fyrirtækja á samfélagsmiðlum, oftast gegn greiðslu eða annarri umbun. Á myndinni sést bandaríski áhrifavaldurinn Stephen Sharer.

Á síðasta áratug hefur orðið áhrifavaldur fengið viðbótarmerkingu í íslensku og merkir einstakling sem auglýsir vörur og þjónustu fyrirtækja á samfélagsmiðlum, oftast gegn greiðslu eða annarri umbun. Það er ekki nýtt að þekkt fólk eins og íþróttafólk, leikarar og fyrirsætur sé fengið til að vekja athygli á ákveðnum vörum og auglýsa þær og má því segja að þar sé einnig um að ræða nokkurs konar áhrifavalda. Það að nota orðið áhrifavaldur sem starfsheiti er aftur á móti nýtt.

Með tilkomu áhrifavalda á samfélagsmiðlum hefur notkun orðsins aukist mikið í íslensku síðasta áratuginn eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan:[1]

Fjöldi dæma um orðið áhrifavaldur í Risamálheildinni á árunum 2000–2019.

Starf áhrifavalda felst í því að vekja athygli fylgjenda sinna á ákveðnum vörum, fyrirtækjum eða þjónustu. Áhrifavaldar safna gjarnan töluverðum fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum, til dæmis Instagram, TikTok, Snapchat eða YouTube og þeir nýta tengslanet sitt til auglýsinga. Fylgjendurnir hafa tök á að sjá allt efni sem áhrifavaldarnir deila og geta þannig haft bein áhrif á kauphegðun þeirra með auglýsingum og umfjöllun um vöru eða þjónustu.

Sem dæmi um viðfangsefni áhrifavalda má nefna lífsstíl, tísku, heimilishald, veitingastaði og ferðalög. Á ensku er hugtakið influencer notað um áhrifavalda.

Tilvísun:
  1. ^ Dæmin eru úr Íslensku risamálheildinni sem er mörkuð málheild og er ný útgáfa gefin út árlega. Nánari upplýsingar má nálgast á http://igc.arnastofnun.is/is/index.html.

Myndir:

...