Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Er það rétt að diet-gos bindi vökva í líkamanum og því sé ekkert betra að drekka það en venjulegt gos?

Björn Sigurður Gunnarsson

Ólíklegt verður að teljast að sykurlausir gosdrykkir bindi vökva að einhverju marki í líkamanum. Gosdrykkir innihalda yfirleitt vatn, bragðefni, litarefni, stundum rotvarnarefni og síðan ýmist sykur eða sætuefni. Sætuefni eru efni sem gefa sætt bagð en veita yfirleitt mun minni orku en sykurinn sjálfur. Gosdrykkir sem veita litla orku eru kallaðir diet gos. Ef meta á hvort betra sé að drekka sykrað gos eða gos með sætuefni þarf að hafa þennan mun á drykkjunum í huga. Sykur veitir orku, sem stundum er kannski þörf á en stundum ekki og er það sérstaklega ef einstaklingar eru of feitir sem forðast ber alla aukaorku. Annar galli við neyslu sykurs er að hann getur valdið tannskemmdum. Hugsanlegt er að sykurneysla geti einnig verið óæskileg af öðrum orsökum fyrir ákveðna einstaklinga.

Sætuefni eru nokkur og leyfilegt magn í gosdrykkjum er ákvarðað með það í huga að neysla einstaklings af gosdrykk með sætuefni nái ekki að verða það mikil að magn sætuefnis í líkamanum nálgist hættumörk. Miðað við það ætti öllum að vera óhætt þegar kemur að diet gosi. Ef vel er að gáð má þó átta sig á að miklu minni reynsla og þekking er af notkun sætuefna en sykurs og sumir telja að að minnsta kosti sum sætuefni og áhrif þeirra í líkamanum til langs tíma séu á tilraunastigi og að mannsaldur og kynslóðir þurfi til að segja til um áhrif af neyslu þeirra. Þetta verður þó að teljast óþarflega strangt viðhorf. Hins vegar verður að geta hér athugana norska manneldisráðsins sem benda til þess að þeir sem mest nota af diet gosi fái í sig of mikið af gervisætuefnum eins og til dæmis aspartami, þetta er aðallega ungt fólk sem drekkur mjög mikið af gosdrykkjum.

Stærsti gallinn við sykraða gosdrykki er þá að þeir innihalda orku (á formi sykurs) en enga næringu, það er engin næringarefni er að fá úr gosdrykkjum. Að auki er sykurinn æti fyrir bakteríur í munninum, sem geta orsakað tannskemmdir. Í hálfs lítra gosflösku eru um 50 grömm af sykri, sem samsvara yfir 20 sykurmolum. Fræðilega má segja að til að halda sykrinum á uppleystu formi og til að tryggja að styrkur uppleystra efna (til dæmis sykurs) haldist stöðugur í líkamanum þurfi vatn og því má segja að sykur bindi vatn í einhverjum mæli. Varðandi vatnsbindingu er þó ekki líklegt að gos, vegna sykurs eða sætuefnis, bindi verulegt magn vökva í líkamanum og leiði til bjúgmyndunar hjá heilbrigðum einstaklingum, þar sem líkaminn á að geta stjórnað vökvajafnvægi líkamans, til dæmis um nýru. Það er helst salt sem hefur verið tengt vökvasöfnun og því má segja að ef einhver telur sig finna fyrir bjúgmyndun af völdum einhverra sérstakra matvæla er líklegast að þau innihaldi salt. Erlendis þekkjast dæmi um að framleiðendur gosdrykkja setji salt í þá til að auka vatnsbindingu og auka með því löngun neytenda í meiri vökva og þá til að auka sölu gosdrykkjanna.

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

28.8.2000

Spyrjandi

Jenny Tryggvadóttir

Efnisorð

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Er það rétt að diet-gos bindi vökva í líkamanum og því sé ekkert betra að drekka það en venjulegt gos?“ Vísindavefurinn, 28. ágúst 2000. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=857.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2000, 28. ágúst). Er það rétt að diet-gos bindi vökva í líkamanum og því sé ekkert betra að drekka það en venjulegt gos? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=857

Björn Sigurður Gunnarsson. „Er það rétt að diet-gos bindi vökva í líkamanum og því sé ekkert betra að drekka það en venjulegt gos?“ Vísindavefurinn. 28. ágú. 2000. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=857>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að diet-gos bindi vökva í líkamanum og því sé ekkert betra að drekka það en venjulegt gos?
Ólíklegt verður að teljast að sykurlausir gosdrykkir bindi vökva að einhverju marki í líkamanum. Gosdrykkir innihalda yfirleitt vatn, bragðefni, litarefni, stundum rotvarnarefni og síðan ýmist sykur eða sætuefni. Sætuefni eru efni sem gefa sætt bagð en veita yfirleitt mun minni orku en sykurinn sjálfur. Gosdrykkir sem veita litla orku eru kallaðir diet gos. Ef meta á hvort betra sé að drekka sykrað gos eða gos með sætuefni þarf að hafa þennan mun á drykkjunum í huga. Sykur veitir orku, sem stundum er kannski þörf á en stundum ekki og er það sérstaklega ef einstaklingar eru of feitir sem forðast ber alla aukaorku. Annar galli við neyslu sykurs er að hann getur valdið tannskemmdum. Hugsanlegt er að sykurneysla geti einnig verið óæskileg af öðrum orsökum fyrir ákveðna einstaklinga.

Sætuefni eru nokkur og leyfilegt magn í gosdrykkjum er ákvarðað með það í huga að neysla einstaklings af gosdrykk með sætuefni nái ekki að verða það mikil að magn sætuefnis í líkamanum nálgist hættumörk. Miðað við það ætti öllum að vera óhætt þegar kemur að diet gosi. Ef vel er að gáð má þó átta sig á að miklu minni reynsla og þekking er af notkun sætuefna en sykurs og sumir telja að að minnsta kosti sum sætuefni og áhrif þeirra í líkamanum til langs tíma séu á tilraunastigi og að mannsaldur og kynslóðir þurfi til að segja til um áhrif af neyslu þeirra. Þetta verður þó að teljast óþarflega strangt viðhorf. Hins vegar verður að geta hér athugana norska manneldisráðsins sem benda til þess að þeir sem mest nota af diet gosi fái í sig of mikið af gervisætuefnum eins og til dæmis aspartami, þetta er aðallega ungt fólk sem drekkur mjög mikið af gosdrykkjum.

Stærsti gallinn við sykraða gosdrykki er þá að þeir innihalda orku (á formi sykurs) en enga næringu, það er engin næringarefni er að fá úr gosdrykkjum. Að auki er sykurinn æti fyrir bakteríur í munninum, sem geta orsakað tannskemmdir. Í hálfs lítra gosflösku eru um 50 grömm af sykri, sem samsvara yfir 20 sykurmolum. Fræðilega má segja að til að halda sykrinum á uppleystu formi og til að tryggja að styrkur uppleystra efna (til dæmis sykurs) haldist stöðugur í líkamanum þurfi vatn og því má segja að sykur bindi vatn í einhverjum mæli. Varðandi vatnsbindingu er þó ekki líklegt að gos, vegna sykurs eða sætuefnis, bindi verulegt magn vökva í líkamanum og leiði til bjúgmyndunar hjá heilbrigðum einstaklingum, þar sem líkaminn á að geta stjórnað vökvajafnvægi líkamans, til dæmis um nýru. Það er helst salt sem hefur verið tengt vökvasöfnun og því má segja að ef einhver telur sig finna fyrir bjúgmyndun af völdum einhverra sérstakra matvæla er líklegast að þau innihaldi salt. Erlendis þekkjast dæmi um að framleiðendur gosdrykkja setji salt í þá til að auka vatnsbindingu og auka með því löngun neytenda í meiri vökva og þá til að auka sölu gosdrykkjanna.

...