Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvað þýðir www?

EMB

Tvöföldu vöffin þrjú sem koma fyrir í vefslóðum eru skammstöfun fyrir World Wide Web sem þýðir veraldarvefur.

Veraldarvefurinn er ákveðið kerfi til upplýsingamiðlunar sem notað er á Internetinu. Hann átti upptök sín hjá evrópsku öreindarannsóknastöðinni CERN við Genéve í Sviss. Internetið er tölvunet sem nær yfir heiminn og er samsett af mörgum smærri tölvunetum. Yfir þetta net getum við sent tölvupóst og flutt ýmiss konar gögn en veraldarvefurinn er það kerfi sem við notumst við þegar við vöfrum um á netinu og skoðum vefsíður. Internetið, eða einhver vísir að því, hefur verið til í um 30 ár en notkun þess varð ekki almenn fyrr en síðan um 1990 eða svo. Tilkoma veraldarvefsins skömmu eftir 1990 hefur átt stóran þátt í aukinni notkun þess þar sem hann hefur gert upplýsingamiðlun mun aðgengilegri en áður.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: WWW. - Sótt 22.07.10

Höfundur

Útgáfudagur

2.10.2000

Spyrjandi

Steinar Ólafsson fæddur 1988

Tilvísun

EMB. „Hvað þýðir www?“ Vísindavefurinn, 2. október 2000. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=960.

EMB. (2000, 2. október). Hvað þýðir www? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=960

EMB. „Hvað þýðir www?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2000. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=960>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir www?
Tvöföldu vöffin þrjú sem koma fyrir í vefslóðum eru skammstöfun fyrir World Wide Web sem þýðir veraldarvefur.

Veraldarvefurinn er ákveðið kerfi til upplýsingamiðlunar sem notað er á Internetinu. Hann átti upptök sín hjá evrópsku öreindarannsóknastöðinni CERN við Genéve í Sviss. Internetið er tölvunet sem nær yfir heiminn og er samsett af mörgum smærri tölvunetum. Yfir þetta net getum við sent tölvupóst og flutt ýmiss konar gögn en veraldarvefurinn er það kerfi sem við notumst við þegar við vöfrum um á netinu og skoðum vefsíður. Internetið, eða einhver vísir að því, hefur verið til í um 30 ár en notkun þess varð ekki almenn fyrr en síðan um 1990 eða svo. Tilkoma veraldarvefsins skömmu eftir 1990 hefur átt stóran þátt í aukinni notkun þess þar sem hann hefur gert upplýsingamiðlun mun aðgengilegri en áður.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: WWW. - Sótt 22.07.10...