Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hve margir blettatígrar eru á Íslandi?

EMB

Heimkynni blettatígursins (Acinonyx jubatus) eru aðallega í austan- og sunnanverðri Afríku, mest í Namibíu og á Serengeti-sléttunni í Tansaníu. Einhverjir blettatígrar eru á afmörkuðum svæðum í Íran og Afganistan.

Sú var tíðin að blettatígra var að finna á Indlandi, í Mið-Austurlöndum og víða um Afríku. Hið asíska afbrigði blettatígursins er nú nánast útdautt og einnig hefur blettatígrum fækkað verulega í Afríku. Blettatígrar eru nú taldir meðal dýra í útrýmingarhættu og eru friðaðir um allan heim.

Blettatígrar eru í dýragörðum víða um heim. Slíkan dýragarð er þó ekki að finna á Íslandi og ekki eru blettatígrar taldir meðal villtra íslenskra spendýra. Því er líklega óhætt að fullyrða að enginn blettatígur sé á Íslandi.

Sjá einnig svar Elínar Elísabetar Torfadóttur við spurningunni Hversu hratt getur blettatígur (Cheetah) hlaupið?


Heimildir:

The Cat Survival Trust

Big Cats Online


Mynd: HB

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

6.10.2000

Spyrjandi

Andri Helgason, f. 1988

Tilvísun

EMB. „Hve margir blettatígrar eru á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 6. október 2000. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=975.

EMB. (2000, 6. október). Hve margir blettatígrar eru á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=975

EMB. „Hve margir blettatígrar eru á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2000. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=975>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hve margir blettatígrar eru á Íslandi?
Heimkynni blettatígursins (Acinonyx jubatus) eru aðallega í austan- og sunnanverðri Afríku, mest í Namibíu og á Serengeti-sléttunni í Tansaníu. Einhverjir blettatígrar eru á afmörkuðum svæðum í Íran og Afganistan.

Sú var tíðin að blettatígra var að finna á Indlandi, í Mið-Austurlöndum og víða um Afríku. Hið asíska afbrigði blettatígursins er nú nánast útdautt og einnig hefur blettatígrum fækkað verulega í Afríku. Blettatígrar eru nú taldir meðal dýra í útrýmingarhættu og eru friðaðir um allan heim.

Blettatígrar eru í dýragörðum víða um heim. Slíkan dýragarð er þó ekki að finna á Íslandi og ekki eru blettatígrar taldir meðal villtra íslenskra spendýra. Því er líklega óhætt að fullyrða að enginn blettatígur sé á Íslandi.

Sjá einnig svar Elínar Elísabetar Torfadóttur við spurningunni Hversu hratt getur blettatígur (Cheetah) hlaupið?


Heimildir:

The Cat Survival Trust

Big Cats Online


Mynd: HB...