Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Í hvaða borgum og hvenær hafa nútímaólympíuleikarnir verið haldnir?

HMH

Um uppruna Ólympíuleikanna vísast til svars sama höfundar við spurningunni Hvenær voru fyrstu ólympíuleikarnir haldnir…?

(Hér eru ekki taldir vetrarólympíuleikar.)

Fyrstu Ólympíuleikar nútímans í Aþenu 1896.

1896 Aþenu, Grikklandi

Fyrstu Ólympíuleikar í nútíma. 13 lönd tóku þátt.

1900 París, Frakklandi

Fylgdu heimssýningunni. 19 lönd tóku þátt.

1904 Saint Louis, Missouri, Bandaríkjunum

Samfara Louisiana verslunarsýningunni. 12 lönd tóku þátt. Aðeins 100 af 681 keppanda komu frá löndum utan Bandaríkjanna, þar af um helmingur frá Kanada.

(1906 Viðbótarleikarnir Aþenu, Grikklandi

Þessir leikar eru ekki taldir með í sögu Ólympíuleikanna.)

1908 London, Englandi

Voru fyrirhugaðir í Róm en fluttir eftir gos í Vesúvíusi 1906. 22 lönd tóku þátt.

1912 Stokkhólmi, Svíþjóð

„Sænska meistaraverkið" -- þóttu best skipulagðir allra leika til þess dags. Rafmagnsklukkur notaðar til tímamælinga í fyrsta sinn á Ólympíuleikum. 28 lönd tóku þátt.

1916 engir leikar.

Voru fyrirhugaðir í Berlín, Þýskalandi, en afboðaðir vegna fyrri heimsstyrjaldar.

1920 Antwerpen, Belgíu.

Sigruðum löndum úr styrjöldinni ekki boðin þátttaka – Þýskalandi, Austurríki, Ungverjalandi, Búlgaríu og Tyrklandi. Sovétríkin voru nýstofnuð og ákváðu að taka ekki þátt. 29 lönd tóku þátt. Ólympíufánanum með hringjunum fimm var fyrst flaggað á þessum leikum. Borgin var ein rúst eftir stríðið, efnahagsástand bágt og veður slæmt. Fáir höfðu efni á miðum og var skólabörnum boðið á seinni hluta leikanna til að fylla áhorfendapalla.

1924 París, Frakklandi

Haldnir til heiðurs upphafsmanni Ólympíuleikanna í nútíma, baróninum af Coubertin. 44 lönd tóku þátt. 100 af 3000 keppendum voru konur.

1928 Amsterdam, Hollandi

46 lönd tóku þátt. 300 af 3000 keppendum voru konur.

1932 Los Angeles, Kaliforníu

Aðeins 1300 þáttakendur frá 37 löndum, sökum kreppunnar miklu. Nýtt undirlag á hlaupabraut átti sinn þátt í 10 nýjum heimsmetum í hlaupum.

Jesse Owens á verðlaunapalli í Berlín 1936.

1936 Berlín, Þýskalandi

Í valdatíð nasista. Margir vildu sniðganga leikana sem hafði verið úthlutað til Þjóðverja áður en nasistar komust til valda og aðrir leikar „Lýðólympíuleikarnir" voru skipulagðir í Barcelona á Spáni, en hætt við þá vegna spænsku borgarstyrjaldarinnar. 4000 íþróttamenn frá 49 löndum tóku á endanum þátt. -- Nasistar vildu nota leikana hugmyndafræði sinnar til framdráttar. Mikið var í veisluna lagt, telex-samskipti notuð til að koma úrslitum til fjölmiðla í fyrsta sinn, loftför notuð til að flytja kvikmyndaupptökur hratt til annarra evrópskra borga auk þess sem leikunum var sjónvarpað í fyrsta sinn, um lokaða rás, til kvikmyndahúsa í Berlín. -- Bandaríkjamaðurinn Jesse Owens hlaut fjögur gullverðlaun í hlaupum og átti hlut í einum enn, í 12 manna boðhlaupi. Það kom við kauninn á nasistum því að Jesse, sem jafnframt varð afar vinsæll meðal annarra þátttakenda, var svartur.

1940 og 1944 falla leikarnir niður vegna seinni heimsstyrjaldar. Þeir höfðu verið ráðgerðir í Helsinki og London.

1948 London, Englandi.

4000 íþróttamenn frá 59 löndum tóku þátt. Þýskalandi og Japan ekki boðið; Sovétríkin kusu einnig að sniðganga leikana. Í fyrsta sinn tóku þó kommúnísk ríki þátt: Ungverjaland, Júgóslavía og Pólland.

1952 Helsinki, Finnlandi

Sovétríkin taka í fyrsta sinn þátt síðan 1912. Leikarnir voru litaðir af spennu kalda stríðsins og þátttakendur austan járntjaldsins gistu í öðrum borgarhluta en þeir að vestan. Allt fór þó fram í vinsemd og undir lok leikanna höfðu Sovétmenn opnað sitt Ólympíuþorp öðrum íþróttamönnum. Þýskaland og Japan voru einnig með, alls tóku nær 5000 manns frá 69 löndum þátt.

1956 Melbourne, Ástralíu

Í fyrsta sinn sem leikarnir eru haldnir á suðurhveli jarðar. Aftur litast leikarnir af alþjóðamálum; Egyptaland, Líbanon og Írak sniðganga leikana til að mótmæla innrás Ísraels á Sínaískaga og Holland, Spánn og Sviss andmæla innrás Sovétríkjanna í Búdapest með sama hætti.

1960 Rómaborg, Ítalíu

Í fyrsta sinn er Ólympíuleikunum öllum sjónvarpað. Yfir 5000 keppendur frá 83 löndm.

1964 Tókýó, Japan

Tölvur í fyrsta sinn notaðar til að vinna úr og geyma mældan árangur keppenda.

1968 Mexíkóborg, Mexíkó

10 dögum fyrir opnunarhátíð leikanna mótmæltu námsmenn því að yfirvöld notuðu ríkisfé til íþróttakappleikja fremur en félagslegrar uppbyggingar. Þeir voru umkringdir af her og skotnir – yfir 250 mótmælendur dóu, þúsundur særðust. Leikarnir voru þrungnir af þessum kringumstæðum – þó tóku 5500 manns þátt frá alls 112 löndum.

Í fyrsta sinn fóru fram bæði lyfjapróf og athugun á kyni kvenþátttakenda.

1972 München, Vestur-Þýskalandi

Átta palestínskir hryðjuverkamenn réðust inn í Ólympíuþorpið og drápu tvo ísraelska keppendur. Níu Ísraelsmenn voru teknir í gíslingu og kröfðust Palestínumennirnir þess að 200 fangar í Ísrael yrðu látnir lausir. Ísraelsmennirnir allir, fimm Palestínumannanna og lögregluþjónn biðu bana þegar reynt var að bjarga gíslunum. Leikunum var fram haldið eftir eins dags bið vegna minningarathafnar, en það var umdeild ákvörðun. -- Yfir 7000 þátttakendur frá 122 löndum.

Sovétmenn unnu áður ósigruð Bandaríkin í úrslitaleik í körfuknattleik, 50-49.

1976 Montreal, Kanada

88 lönd tóku þátt, 6000 íþróttamenn. 26 þjóðir, að mestu leyti Afríkuþjóðir, sniðgengu leikana þegar Ólympíuráðið vildi ekki meina Nýja-Sjálandi þátttöku, en rúgbí-lið Nýja-Sjálands hafði farið í keppnisferð um Suður-Afríku. Tævan hætti einnig við þátttöku þegar Kanada, sem viðurkenndi Kínverska alþýðulýðveldið, vildi ekki viðurkenna Tævan á leikunum sem Lýðveldið Kína.

1980 Moskvu, Sovétríkjunum

Aldrei í sögu Ólympíuleikanna höfðu jafnmargar þjóðir afboðað þátttöku sína. Til að mótmæla innrás Sovétríkjanna í Afganistan 1979 sniðgengu Bandaríkin leikana og í kjölfarið 60 aðrar þjóðir, meðal annarra Bretland, Frakkland, Ítalía og Svíþjóð. Þó tóku þátt um 5000 íþróttamenn frá 81 landi.

1984 Los Angeles, Bandaríkjunum

Mörg kommúnísk ríki sniðgengu nú leikana til að borga fyrir sig og sökum áhyggna af öryggi íþróttamanna sinna; þeirra á meðal Sovétríkin, Austur-Þýskaland og Kúba. Kína tók hins vegar þátt í fyrsta sinn frá árinu 1952. Alls tóku nær 6800 manns frá 140 löndum þátt. Með sölu auglýsinga, leyfisveitingum til fyrirtækja að nota ólympíumerkið á vörur sínar og þess háttar skiluðu Ólympíuleikarnir hagnaði í fyrsta sinn síðan 1932.

Ólympíueldurinn í Seúl 1988.

1988 Seúl, Suður-Kóreu

Norður-Kórea sem tæknilega átti í stríði við Suður-Kóreu tók ekki þátt. Nokkrar þjóðir, meðal annarra Kúba og Eþíópía, studdu Norður-Kóreu og sniðgengu leikana einnig. Keppendur voru 8500 frá 159 löndum. Nokkrum keppendum var vísað af leikunum vegna lyfjanotknar, meðal annarra Kanadamanninum Ben Johnson.

1992 Barcelóna, Spáni

Í fyrsta sinn í 30 ár sniðgekk ekkert land leikana. 9300 keppendur tóku þátt frá 169 löndum.

1996 Atlanta, Georgíu, Bandaríkjunum

Aldarafmæli Ólympíuleikanna fagnað með miklum íburði: Leikarnir kostuðu um 1,7 milljarð Bandaríkjadala sem er gróft reiknað á við fjárlög íslenska ríkisins. Í fyrsta sinn kom enginn opinber stuðningur til rekstrarins, en stórfyrirtæki lögðu þeim mun meira til og sjónvarpsréttur var seldur fyrir stórar fjárhæðir. 197 lönd sendu yfir 10.000 þátttakendur.

2000 Sidney, Ástralíu

Í annað skipti voru Ólympíuleikar haldnir á suðurhveli jarðar, fyrra skiptið var í 1956 Melbourne. Leikarnir þóttu takast mjög vel og skipulag til fyrirmyndar. Þátttakendur voru 10.651 frá 199 löndum.

2004 Aþena, Grikklandi

Þetta var í annað skiptið frá endurreisn Ólympíuleikanna sem þeir fóru fram í Grikklandi. Aþena varð þar með fjórða borgin til að halda tvenna leika. Við setningu Ólympíuleika er venjan sú að Grikkir ganga fyrstir inn á leikvanginn og gestgjafarnir síðastir. Í þetta skiptið voru Grikkir því bæði fyrstir og síðasti í skrúðgöngunni. Alls voru 10.625 keppendur á leikunum frá 201 landi. Talið er að 3,9 milljarðar manna hafi getað fylgst með leikunum í sjónvarpi.

2008 Peking, Kína

Alls mættu 10.942 keppendur til leiks frá 204 löndum. Leikanna er meðal annars minnst fyrir að þar voru sett óvenju mörg met en yfir 40 ólympíumet og yfir 130 heimsmet féllu.

2012 London, Englandi

Þetta voru þriðju Ólympíuleikarnir sem haldnir voru í London. Þátttakendur voru 10.568 og komu frá 204 löndum rétt eins og á síðustu leikum.

2016 Río, Brasilíu

Fyrstu Ólympíuleikarnir sem haldnir hafa verið í Suður-Ameríku og fjölmennustu leikarnir hingað til með yfir 11.200 keppendur frá 206 löndum. Eitt lið til viðbótar tók þátt því í fyrsta skipti fengu flóttamenn sem ekki gátu keppt fyrir hönd síns lands að taka þátt og keppa undir ólympíufánanum. Þetta voru meðal annars keppendur frá Suður-Súdan, Austur-Kongó og Sýrlandi.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.10.2000

Spyrjandi

Gunnar E. Steingrímsson, Hreinn Ingi

Tilvísun

HMH. „Í hvaða borgum og hvenær hafa nútímaólympíuleikarnir verið haldnir?“ Vísindavefurinn, 11. október 2000. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=987.

HMH. (2000, 11. október). Í hvaða borgum og hvenær hafa nútímaólympíuleikarnir verið haldnir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=987

HMH. „Í hvaða borgum og hvenær hafa nútímaólympíuleikarnir verið haldnir?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2000. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=987>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í hvaða borgum og hvenær hafa nútímaólympíuleikarnir verið haldnir?
Um uppruna Ólympíuleikanna vísast til svars sama höfundar við spurningunni Hvenær voru fyrstu ólympíuleikarnir haldnir…?

(Hér eru ekki taldir vetrarólympíuleikar.)

Fyrstu Ólympíuleikar nútímans í Aþenu 1896.

1896 Aþenu, Grikklandi

Fyrstu Ólympíuleikar í nútíma. 13 lönd tóku þátt.

1900 París, Frakklandi

Fylgdu heimssýningunni. 19 lönd tóku þátt.

1904 Saint Louis, Missouri, Bandaríkjunum

Samfara Louisiana verslunarsýningunni. 12 lönd tóku þátt. Aðeins 100 af 681 keppanda komu frá löndum utan Bandaríkjanna, þar af um helmingur frá Kanada.

(1906 Viðbótarleikarnir Aþenu, Grikklandi

Þessir leikar eru ekki taldir með í sögu Ólympíuleikanna.)

1908 London, Englandi

Voru fyrirhugaðir í Róm en fluttir eftir gos í Vesúvíusi 1906. 22 lönd tóku þátt.

1912 Stokkhólmi, Svíþjóð

„Sænska meistaraverkið" -- þóttu best skipulagðir allra leika til þess dags. Rafmagnsklukkur notaðar til tímamælinga í fyrsta sinn á Ólympíuleikum. 28 lönd tóku þátt.

1916 engir leikar.

Voru fyrirhugaðir í Berlín, Þýskalandi, en afboðaðir vegna fyrri heimsstyrjaldar.

1920 Antwerpen, Belgíu.

Sigruðum löndum úr styrjöldinni ekki boðin þátttaka – Þýskalandi, Austurríki, Ungverjalandi, Búlgaríu og Tyrklandi. Sovétríkin voru nýstofnuð og ákváðu að taka ekki þátt. 29 lönd tóku þátt. Ólympíufánanum með hringjunum fimm var fyrst flaggað á þessum leikum. Borgin var ein rúst eftir stríðið, efnahagsástand bágt og veður slæmt. Fáir höfðu efni á miðum og var skólabörnum boðið á seinni hluta leikanna til að fylla áhorfendapalla.

1924 París, Frakklandi

Haldnir til heiðurs upphafsmanni Ólympíuleikanna í nútíma, baróninum af Coubertin. 44 lönd tóku þátt. 100 af 3000 keppendum voru konur.

1928 Amsterdam, Hollandi

46 lönd tóku þátt. 300 af 3000 keppendum voru konur.

1932 Los Angeles, Kaliforníu

Aðeins 1300 þáttakendur frá 37 löndum, sökum kreppunnar miklu. Nýtt undirlag á hlaupabraut átti sinn þátt í 10 nýjum heimsmetum í hlaupum.

Jesse Owens á verðlaunapalli í Berlín 1936.

1936 Berlín, Þýskalandi

Í valdatíð nasista. Margir vildu sniðganga leikana sem hafði verið úthlutað til Þjóðverja áður en nasistar komust til valda og aðrir leikar „Lýðólympíuleikarnir" voru skipulagðir í Barcelona á Spáni, en hætt við þá vegna spænsku borgarstyrjaldarinnar. 4000 íþróttamenn frá 49 löndum tóku á endanum þátt. -- Nasistar vildu nota leikana hugmyndafræði sinnar til framdráttar. Mikið var í veisluna lagt, telex-samskipti notuð til að koma úrslitum til fjölmiðla í fyrsta sinn, loftför notuð til að flytja kvikmyndaupptökur hratt til annarra evrópskra borga auk þess sem leikunum var sjónvarpað í fyrsta sinn, um lokaða rás, til kvikmyndahúsa í Berlín. -- Bandaríkjamaðurinn Jesse Owens hlaut fjögur gullverðlaun í hlaupum og átti hlut í einum enn, í 12 manna boðhlaupi. Það kom við kauninn á nasistum því að Jesse, sem jafnframt varð afar vinsæll meðal annarra þátttakenda, var svartur.

1940 og 1944 falla leikarnir niður vegna seinni heimsstyrjaldar. Þeir höfðu verið ráðgerðir í Helsinki og London.

1948 London, Englandi.

4000 íþróttamenn frá 59 löndum tóku þátt. Þýskalandi og Japan ekki boðið; Sovétríkin kusu einnig að sniðganga leikana. Í fyrsta sinn tóku þó kommúnísk ríki þátt: Ungverjaland, Júgóslavía og Pólland.

1952 Helsinki, Finnlandi

Sovétríkin taka í fyrsta sinn þátt síðan 1912. Leikarnir voru litaðir af spennu kalda stríðsins og þátttakendur austan járntjaldsins gistu í öðrum borgarhluta en þeir að vestan. Allt fór þó fram í vinsemd og undir lok leikanna höfðu Sovétmenn opnað sitt Ólympíuþorp öðrum íþróttamönnum. Þýskaland og Japan voru einnig með, alls tóku nær 5000 manns frá 69 löndum þátt.

1956 Melbourne, Ástralíu

Í fyrsta sinn sem leikarnir eru haldnir á suðurhveli jarðar. Aftur litast leikarnir af alþjóðamálum; Egyptaland, Líbanon og Írak sniðganga leikana til að mótmæla innrás Ísraels á Sínaískaga og Holland, Spánn og Sviss andmæla innrás Sovétríkjanna í Búdapest með sama hætti.

1960 Rómaborg, Ítalíu

Í fyrsta sinn er Ólympíuleikunum öllum sjónvarpað. Yfir 5000 keppendur frá 83 löndm.

1964 Tókýó, Japan

Tölvur í fyrsta sinn notaðar til að vinna úr og geyma mældan árangur keppenda.

1968 Mexíkóborg, Mexíkó

10 dögum fyrir opnunarhátíð leikanna mótmæltu námsmenn því að yfirvöld notuðu ríkisfé til íþróttakappleikja fremur en félagslegrar uppbyggingar. Þeir voru umkringdir af her og skotnir – yfir 250 mótmælendur dóu, þúsundur særðust. Leikarnir voru þrungnir af þessum kringumstæðum – þó tóku 5500 manns þátt frá alls 112 löndum.

Í fyrsta sinn fóru fram bæði lyfjapróf og athugun á kyni kvenþátttakenda.

1972 München, Vestur-Þýskalandi

Átta palestínskir hryðjuverkamenn réðust inn í Ólympíuþorpið og drápu tvo ísraelska keppendur. Níu Ísraelsmenn voru teknir í gíslingu og kröfðust Palestínumennirnir þess að 200 fangar í Ísrael yrðu látnir lausir. Ísraelsmennirnir allir, fimm Palestínumannanna og lögregluþjónn biðu bana þegar reynt var að bjarga gíslunum. Leikunum var fram haldið eftir eins dags bið vegna minningarathafnar, en það var umdeild ákvörðun. -- Yfir 7000 þátttakendur frá 122 löndum.

Sovétmenn unnu áður ósigruð Bandaríkin í úrslitaleik í körfuknattleik, 50-49.

1976 Montreal, Kanada

88 lönd tóku þátt, 6000 íþróttamenn. 26 þjóðir, að mestu leyti Afríkuþjóðir, sniðgengu leikana þegar Ólympíuráðið vildi ekki meina Nýja-Sjálandi þátttöku, en rúgbí-lið Nýja-Sjálands hafði farið í keppnisferð um Suður-Afríku. Tævan hætti einnig við þátttöku þegar Kanada, sem viðurkenndi Kínverska alþýðulýðveldið, vildi ekki viðurkenna Tævan á leikunum sem Lýðveldið Kína.

1980 Moskvu, Sovétríkjunum

Aldrei í sögu Ólympíuleikanna höfðu jafnmargar þjóðir afboðað þátttöku sína. Til að mótmæla innrás Sovétríkjanna í Afganistan 1979 sniðgengu Bandaríkin leikana og í kjölfarið 60 aðrar þjóðir, meðal annarra Bretland, Frakkland, Ítalía og Svíþjóð. Þó tóku þátt um 5000 íþróttamenn frá 81 landi.

1984 Los Angeles, Bandaríkjunum

Mörg kommúnísk ríki sniðgengu nú leikana til að borga fyrir sig og sökum áhyggna af öryggi íþróttamanna sinna; þeirra á meðal Sovétríkin, Austur-Þýskaland og Kúba. Kína tók hins vegar þátt í fyrsta sinn frá árinu 1952. Alls tóku nær 6800 manns frá 140 löndum þátt. Með sölu auglýsinga, leyfisveitingum til fyrirtækja að nota ólympíumerkið á vörur sínar og þess háttar skiluðu Ólympíuleikarnir hagnaði í fyrsta sinn síðan 1932.

Ólympíueldurinn í Seúl 1988.

1988 Seúl, Suður-Kóreu

Norður-Kórea sem tæknilega átti í stríði við Suður-Kóreu tók ekki þátt. Nokkrar þjóðir, meðal annarra Kúba og Eþíópía, studdu Norður-Kóreu og sniðgengu leikana einnig. Keppendur voru 8500 frá 159 löndum. Nokkrum keppendum var vísað af leikunum vegna lyfjanotknar, meðal annarra Kanadamanninum Ben Johnson.

1992 Barcelóna, Spáni

Í fyrsta sinn í 30 ár sniðgekk ekkert land leikana. 9300 keppendur tóku þátt frá 169 löndum.

1996 Atlanta, Georgíu, Bandaríkjunum

Aldarafmæli Ólympíuleikanna fagnað með miklum íburði: Leikarnir kostuðu um 1,7 milljarð Bandaríkjadala sem er gróft reiknað á við fjárlög íslenska ríkisins. Í fyrsta sinn kom enginn opinber stuðningur til rekstrarins, en stórfyrirtæki lögðu þeim mun meira til og sjónvarpsréttur var seldur fyrir stórar fjárhæðir. 197 lönd sendu yfir 10.000 þátttakendur.

2000 Sidney, Ástralíu

Í annað skipti voru Ólympíuleikar haldnir á suðurhveli jarðar, fyrra skiptið var í 1956 Melbourne. Leikarnir þóttu takast mjög vel og skipulag til fyrirmyndar. Þátttakendur voru 10.651 frá 199 löndum.

2004 Aþena, Grikklandi

Þetta var í annað skiptið frá endurreisn Ólympíuleikanna sem þeir fóru fram í Grikklandi. Aþena varð þar með fjórða borgin til að halda tvenna leika. Við setningu Ólympíuleika er venjan sú að Grikkir ganga fyrstir inn á leikvanginn og gestgjafarnir síðastir. Í þetta skiptið voru Grikkir því bæði fyrstir og síðasti í skrúðgöngunni. Alls voru 10.625 keppendur á leikunum frá 201 landi. Talið er að 3,9 milljarðar manna hafi getað fylgst með leikunum í sjónvarpi.

2008 Peking, Kína

Alls mættu 10.942 keppendur til leiks frá 204 löndum. Leikanna er meðal annars minnst fyrir að þar voru sett óvenju mörg met en yfir 40 ólympíumet og yfir 130 heimsmet féllu.

2012 London, Englandi

Þetta voru þriðju Ólympíuleikarnir sem haldnir voru í London. Þátttakendur voru 10.568 og komu frá 204 löndum rétt eins og á síðustu leikum.

2016 Río, Brasilíu

Fyrstu Ólympíuleikarnir sem haldnir hafa verið í Suður-Ameríku og fjölmennustu leikarnir hingað til með yfir 11.200 keppendur frá 206 löndum. Eitt lið til viðbótar tók þátt því í fyrsta skipti fengu flóttamenn sem ekki gátu keppt fyrir hönd síns lands að taka þátt og keppa undir ólympíufánanum. Þetta voru meðal annars keppendur frá Suður-Súdan, Austur-Kongó og Sýrlandi.

Heimildir:

Myndir:...