Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Geturðu sagt mér eitthvað um Kákasuslöndin?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Kákasus (e. Caucasus eða Caucasia) er 440.000 km2 svæði á milli Svartahafs í vestri og Kaspíahafs í austri og tengir saman Evrópu og Asíu. Svæðið dregur nafn sitt af hinum mikla Kákasusfjallgarði sem er um 1200 km langur og nær á milli Svartahafs og Kaspíahafs. Fjallgarðurinn skiptist í tvo meginhryggi: Sá nyrðri og stærri kallast á ensku Greater Caucasus og státar meðal annars af Elbrus (5.642 m) hæsta tindi Evrópu, en sá syðri kallast Lesser Caucasus. Þó Kákasussvæðið sé að meginhluta fjallendi þá er nokkuð láglendi á milli fjallgarðanna auk þess sem láglendi norðan við stærri garðinn telst til Kákasus.



Hefð er fyrir því að kalla norðurhluta Kákasus, það er að segja norðurhlið stærri fjallgarðsins og láglendið við rætur hans, Ciscaucasia en sunnanmegin fjallgarðsins er Transcaucasia. Í dag skiptist Kákasussvæðið á milli fjögurra sjálfstæðra ríkja. Í suðurhlutanum eða Transcaucasia eru fyrrum Sovétlýðveldin Georgía, Aserbaídsjan og Armenía sem öll hlutu sjálfstæði árið 1991, en norðurhlutinn Ciscaucasia, tilheyrir Rússlandi.

Íbúar Kákasus eru líklega eitthvað á milli 21 og 22 milljónir talsins en erfitt er að finna nýlegar samhljóða tölfræðiupplýsingar um rússneska hluta Kákasus. Aserbaídsjan er fjölmennast Kákasusríkjanna með um 8,3 milljónir íbúa, þá kemur rússneski hluti Kákasus með eitthvað í kringum 5,5 milljónir, í Georgíu búa um 4,7 milljónir og tæpar 3 milljónir manna búa í Armeníu.

Meirihluti Kákasusbúa eru múslimar, þar sem íslam er ríkjandi í tveimur fjölmennustu löndunum, Aserbaídsjan og Kákasushluta Rússlands. Langflestir íbúar Armeníu eru kristnir og meirihluti íbúa Georgíu aðhyllist kristna trú.

Kákasussvæðið á sér afar langa og flókna sögu. Svæðið kemur meðal annars við sögu í grísku goðafræðinni því þar var Prómeþeifur látinn dúsa bundinn við klett í refsingarskyni fyrir að færa mannkyninu eldinn. Ýmsar þjóðir og hópar hafa sett mark sitt á svæðið og í dag er þar að finna um 50 þjóðarbrot (e. ethnic groups). Líklega eru hvergi í heiminum töluð jafn mörg tungumál á svæði af þessari stærð.



Þar sem svo mörg ólík þjóðarbrot koma saman með mismunandi viðhorf, menningu, siði og trúarbrögð getur komið til stimpinga á milli hópa. Kákasus hefur líka í gegnum tíðina verið vettvangur átaka. Reglulega berast fréttir um ófrið á þessu svæði og er skemmst að minnast gíslatökunnar í barnaskóla í Beslan í Norður-Ossetíu, en Norður-Ossetía tilheyrir rússneska hluta Kákasus. Gíslatakan í Beslan tengist ófriðnum á milli Rússa og Tsjetsjeníu sem, eins og Norður-Ossetía, tilheyrir rússneska hluta Kákasus. Nánar má lesa um þau átök í svari Guðmundar Ólafssonar við spurningunni Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?

Átök hafa verið á fleiri svæðum, til dæmis á milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh í suður hluta Aserbaídsjan, á milli Georgíu og sjálfsstjórnarsvæðanna Suður-Ossetíu og Ajaríu innan Georgíu og á milli Norður-Ossetíu og Ingúsetíu sem tilheyra rússneska hluta Kákasus.

Nánar er fjallað um Kákasussvæðið í eftirfarandi svörum sama höfundar:Einnig má benda á svör Guðmundar Ólafssonar við spurningunum: Í eftirfarandi heimildum er hægt að lesa nánar um Kákasuslöndin, sögu þeirra, náttúrfar, stjórnmál, efnahagsmál og margt fleira. Notið leitarorð til að finna upplýsingar um Kákasussvæðið í heild og hvert land fyrir sig þar sem það á við.

Myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.10.2004

Spyrjandi

Guðrún Ósk, f. 1990

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Geturðu sagt mér eitthvað um Kákasuslöndin?“ Vísindavefurinn, 18. október 2004. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4560.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2004, 18. október). Geturðu sagt mér eitthvað um Kákasuslöndin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4560

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Geturðu sagt mér eitthvað um Kákasuslöndin?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2004. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4560>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geturðu sagt mér eitthvað um Kákasuslöndin?
Kákasus (e. Caucasus eða Caucasia) er 440.000 km2 svæði á milli Svartahafs í vestri og Kaspíahafs í austri og tengir saman Evrópu og Asíu. Svæðið dregur nafn sitt af hinum mikla Kákasusfjallgarði sem er um 1200 km langur og nær á milli Svartahafs og Kaspíahafs. Fjallgarðurinn skiptist í tvo meginhryggi: Sá nyrðri og stærri kallast á ensku Greater Caucasus og státar meðal annars af Elbrus (5.642 m) hæsta tindi Evrópu, en sá syðri kallast Lesser Caucasus. Þó Kákasussvæðið sé að meginhluta fjallendi þá er nokkuð láglendi á milli fjallgarðanna auk þess sem láglendi norðan við stærri garðinn telst til Kákasus.



Hefð er fyrir því að kalla norðurhluta Kákasus, það er að segja norðurhlið stærri fjallgarðsins og láglendið við rætur hans, Ciscaucasia en sunnanmegin fjallgarðsins er Transcaucasia. Í dag skiptist Kákasussvæðið á milli fjögurra sjálfstæðra ríkja. Í suðurhlutanum eða Transcaucasia eru fyrrum Sovétlýðveldin Georgía, Aserbaídsjan og Armenía sem öll hlutu sjálfstæði árið 1991, en norðurhlutinn Ciscaucasia, tilheyrir Rússlandi.

Íbúar Kákasus eru líklega eitthvað á milli 21 og 22 milljónir talsins en erfitt er að finna nýlegar samhljóða tölfræðiupplýsingar um rússneska hluta Kákasus. Aserbaídsjan er fjölmennast Kákasusríkjanna með um 8,3 milljónir íbúa, þá kemur rússneski hluti Kákasus með eitthvað í kringum 5,5 milljónir, í Georgíu búa um 4,7 milljónir og tæpar 3 milljónir manna búa í Armeníu.

Meirihluti Kákasusbúa eru múslimar, þar sem íslam er ríkjandi í tveimur fjölmennustu löndunum, Aserbaídsjan og Kákasushluta Rússlands. Langflestir íbúar Armeníu eru kristnir og meirihluti íbúa Georgíu aðhyllist kristna trú.

Kákasussvæðið á sér afar langa og flókna sögu. Svæðið kemur meðal annars við sögu í grísku goðafræðinni því þar var Prómeþeifur látinn dúsa bundinn við klett í refsingarskyni fyrir að færa mannkyninu eldinn. Ýmsar þjóðir og hópar hafa sett mark sitt á svæðið og í dag er þar að finna um 50 þjóðarbrot (e. ethnic groups). Líklega eru hvergi í heiminum töluð jafn mörg tungumál á svæði af þessari stærð.



Þar sem svo mörg ólík þjóðarbrot koma saman með mismunandi viðhorf, menningu, siði og trúarbrögð getur komið til stimpinga á milli hópa. Kákasus hefur líka í gegnum tíðina verið vettvangur átaka. Reglulega berast fréttir um ófrið á þessu svæði og er skemmst að minnast gíslatökunnar í barnaskóla í Beslan í Norður-Ossetíu, en Norður-Ossetía tilheyrir rússneska hluta Kákasus. Gíslatakan í Beslan tengist ófriðnum á milli Rússa og Tsjetsjeníu sem, eins og Norður-Ossetía, tilheyrir rússneska hluta Kákasus. Nánar má lesa um þau átök í svari Guðmundar Ólafssonar við spurningunni Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?

Átök hafa verið á fleiri svæðum, til dæmis á milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh í suður hluta Aserbaídsjan, á milli Georgíu og sjálfsstjórnarsvæðanna Suður-Ossetíu og Ajaríu innan Georgíu og á milli Norður-Ossetíu og Ingúsetíu sem tilheyra rússneska hluta Kákasus.

Nánar er fjallað um Kákasussvæðið í eftirfarandi svörum sama höfundar:Einnig má benda á svör Guðmundar Ólafssonar við spurningunum: Í eftirfarandi heimildum er hægt að lesa nánar um Kákasuslöndin, sögu þeirra, náttúrfar, stjórnmál, efnahagsmál og margt fleira. Notið leitarorð til að finna upplýsingar um Kákasussvæðið í heild og hvert land fyrir sig þar sem það á við.

Myndir: ...