Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Er óhætt að borða blómið jólastjörnu og hvað getur þú sagt mér um það?

Ingólfur Guðnason

Jólastjarnan (Euphorbia pulcherrima) er planta sem vex villt í skóglendi Mexíkó og víðar í Mið-Ameríku, auk annarra staða. Hér er hún hins vegar ræktuð í gróðurhúsum í um 5 mánuði áður en hún fer að sjást í verslunum seint á haustin. Plönturnar eru ræktaðar af litlum græðlingum sem settir eru í potta í byrjun júlí. Þegar vöxturinn er kominn á gott ról þurfa plönturnar sérstaka meðhöndlun í gróðrarstöðinni svo þær verði fallega litaðar á réttum tíma.

Jólastjarna (Euphorbia pulcherrima) vex villt í skóglendi Mexíkó og víðar í Mið-Ameríku, auk annarra staða. Við þekkjum hana helst sem pottaplöntu.

Jólastjörnurnar eru svokallaðar skammdegisplöntur, þær hefja blómmyndun þegar dagurinn er stuttur. Í upphafi ræktunar vaxa plönturnar og dafna í gróðurhúsum meðan dagurinn er enn lengri en nóttin. Frá því í september þurfa ræktendur síðan að myrkva plönturnar í um það bil 14 klukkustundir á hverjum sólarhring með því að hylja þær með svörtum dúk allt þar til náttúruleg daglengd er orðin nægilega stutt til að blómmyndun haldist óröskuð. Við þessa daglengdarmeðhöndlun hætta plönturnar að mynda ný laufblöð en taka í staðinn að þroska blóm. Notuð er vaxtarlýsing og sérhæfð vaxtarstýring til að halda plöntunum þéttum, ferskum og fallegum.

Upprunalegi litur jólastjörnunnar og sá algengasti í ræktun er eldrauður, en með kynbótum hefur tekist að fá fram fleiri liti, hvíta, mismunandi bleika og jafnvel gular og flekkóttar plöntur. Liturinn sem einkennir jólastjörnuna er ekki sjálfur blómliturinn, heldur eru það svokölluð háblöð sem fá á sig þessa áberandi liti til að auka sýnileika blómanna fyrir skordýr og kólibrífugla sem sækja næringu í blómin og bera um leið frjókorn milli þeirra. Blómin sjálf eru lítil og gul á litinn þegar þau þroskast. Sterkur litur háblaðanna er því auglýsing um að hér sé þroskuð blóm að finna. Í heimahúsum helst litur háblaðanna fram eftir vetri.

Upprunalegi litur jólastjörnunnar eldrauður en með kynbótum hefur tekist að fá fram fleiri liti.

Meðhöndlun jólastjörnu er einföld ef nokkrum grunnleiðbeiningum er fylgt. Hún þolir ekki kulda og það þarf að hafa í huga allt frá því plantan er sótt í blómabúðina. Hitastig undir 15°C getur valdið skaða. Þegar heim er komið er plantan sett á bjartan stað þar sem hún nýtur sín vel, fjarri dragsúgi og hitasveiflum. Ekki er þörf á umpottun. Fylgjast þarf með vökvun en ekki ætti að vökva hana meira en svo að allt umframvatn nái að renna undan pottinum. Notað er volgt vatn þegar vökvað er.

Þótt engar rannsóknir bendi til þess að jólastjarna valdi bráðum eituráhrifum er rétt að forðast að mjólkursafi sem seytlar úr sárum sem kunna að koma á plöntuna, komist í snertingu við húð eða slímhúð því það getur valdið ertingu. Til að raunveruleg eituráhrif komi í ljós þarf að innbyrða ansi margar jólastjörnur í heilu lagi en hún þykir vera vond á bragðið.

Myndir:


Þessi texti birtist upphaflega í Bændablaðinu og birtur hér í örlítið styttri útgáfu með góðfúslegu leyfi höfundar.

Höfundur

Ingólfur Guðnason

fagbrautarstjóri garðyrkjuframleiðslu, LbkÍ Reykjum, Ölfusi

Útgáfudagur

20.12.2019

Spyrjandi

Sonja Hansen

Tilvísun

Ingólfur Guðnason. „Er óhætt að borða blómið jólastjörnu og hvað getur þú sagt mér um það?“ Vísindavefurinn, 20. desember 2019. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=11240.

Ingólfur Guðnason. (2019, 20. desember). Er óhætt að borða blómið jólastjörnu og hvað getur þú sagt mér um það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=11240

Ingólfur Guðnason. „Er óhætt að borða blómið jólastjörnu og hvað getur þú sagt mér um það?“ Vísindavefurinn. 20. des. 2019. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=11240>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er óhætt að borða blómið jólastjörnu og hvað getur þú sagt mér um það?
Jólastjarnan (Euphorbia pulcherrima) er planta sem vex villt í skóglendi Mexíkó og víðar í Mið-Ameríku, auk annarra staða. Hér er hún hins vegar ræktuð í gróðurhúsum í um 5 mánuði áður en hún fer að sjást í verslunum seint á haustin. Plönturnar eru ræktaðar af litlum græðlingum sem settir eru í potta í byrjun júlí. Þegar vöxturinn er kominn á gott ról þurfa plönturnar sérstaka meðhöndlun í gróðrarstöðinni svo þær verði fallega litaðar á réttum tíma.

Jólastjarna (Euphorbia pulcherrima) vex villt í skóglendi Mexíkó og víðar í Mið-Ameríku, auk annarra staða. Við þekkjum hana helst sem pottaplöntu.

Jólastjörnurnar eru svokallaðar skammdegisplöntur, þær hefja blómmyndun þegar dagurinn er stuttur. Í upphafi ræktunar vaxa plönturnar og dafna í gróðurhúsum meðan dagurinn er enn lengri en nóttin. Frá því í september þurfa ræktendur síðan að myrkva plönturnar í um það bil 14 klukkustundir á hverjum sólarhring með því að hylja þær með svörtum dúk allt þar til náttúruleg daglengd er orðin nægilega stutt til að blómmyndun haldist óröskuð. Við þessa daglengdarmeðhöndlun hætta plönturnar að mynda ný laufblöð en taka í staðinn að þroska blóm. Notuð er vaxtarlýsing og sérhæfð vaxtarstýring til að halda plöntunum þéttum, ferskum og fallegum.

Upprunalegi litur jólastjörnunnar og sá algengasti í ræktun er eldrauður, en með kynbótum hefur tekist að fá fram fleiri liti, hvíta, mismunandi bleika og jafnvel gular og flekkóttar plöntur. Liturinn sem einkennir jólastjörnuna er ekki sjálfur blómliturinn, heldur eru það svokölluð háblöð sem fá á sig þessa áberandi liti til að auka sýnileika blómanna fyrir skordýr og kólibrífugla sem sækja næringu í blómin og bera um leið frjókorn milli þeirra. Blómin sjálf eru lítil og gul á litinn þegar þau þroskast. Sterkur litur háblaðanna er því auglýsing um að hér sé þroskuð blóm að finna. Í heimahúsum helst litur háblaðanna fram eftir vetri.

Upprunalegi litur jólastjörnunnar eldrauður en með kynbótum hefur tekist að fá fram fleiri liti.

Meðhöndlun jólastjörnu er einföld ef nokkrum grunnleiðbeiningum er fylgt. Hún þolir ekki kulda og það þarf að hafa í huga allt frá því plantan er sótt í blómabúðina. Hitastig undir 15°C getur valdið skaða. Þegar heim er komið er plantan sett á bjartan stað þar sem hún nýtur sín vel, fjarri dragsúgi og hitasveiflum. Ekki er þörf á umpottun. Fylgjast þarf með vökvun en ekki ætti að vökva hana meira en svo að allt umframvatn nái að renna undan pottinum. Notað er volgt vatn þegar vökvað er.

Þótt engar rannsóknir bendi til þess að jólastjarna valdi bráðum eituráhrifum er rétt að forðast að mjólkursafi sem seytlar úr sárum sem kunna að koma á plöntuna, komist í snertingu við húð eða slímhúð því það getur valdið ertingu. Til að raunveruleg eituráhrif komi í ljós þarf að innbyrða ansi margar jólastjörnur í heilu lagi en hún þykir vera vond á bragðið.

Myndir:


Þessi texti birtist upphaflega í Bændablaðinu og birtur hér í örlítið styttri útgáfu með góðfúslegu leyfi höfundar. ...