Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hversu stór var Golíat?

Jón Ásgeir Sigurvinsson

Til eru tvær heimildir um hæð Golíats, hermannsins frá Filistaborginni Gat, sem Davíð konungur felldi með steinslöngvu, þegar hann var aðeins unglingur að aldri, samkvæmt 17. kafla 1. Samúelsbókar.

Golíat er sagður vera „sex og hálf alin á hæð“ í 1. Samúelsbók 17.4 í íslensku biblíuþýðingunni frá 2007. Það jafngildir 2,97 m. Til samanburðar má nefna að Robert Wadlow, hæsti maður, sem áreiðanlegar heimildir eru um, var 2,72 m þegar hann lést árið 1940, 22 ára að aldri, en hann þjáðist af sjúkdómi í heiladingli sem gerði það að verkum að hann hætti ekki að vaxa.

Til grundvallar íslensku þýðingunni á Gamla testamentinu liggur handrit á hebresku, ritað árið 1008 eða 1009 í Kaíró af gyðingnum Samuel ben Jakob, fræðimanni af flokki svokallaðra masoreta, sem annars vegar í Babýlon en hins vegar í Tíberías við Galíleuvatn unnu að því á fyrsta árþúsundi e.Kr. að skrá og varðveita ákveðna textahefð sem síðan varð staðaltexti fyrir útgáfur á Biblíu gyðinga, TANAK (=Tóra, Neviím, Ketivím, á íslensku: lögmálið, spámennirnir, ritningarnar). Þetta handrit er kallað Codex Leningradensis vegna þess að það er varðveitt í Pétursborg, sem á tíma Sovétríkjanna nefndist Leníngrad.

Ástæðan fyrir því að Codex Leningradensis er notað sem útgangspunktur fyrir þýðingar á Gamla testamentinu er sú, að það er eina biblíuhandritið á hebresku sem inniheldur allan texta Gamla testamentisins svo til óskaddaðan. En það eru til fleiri handrit, sem innihalda minni eða stærri hluta Gamla testamentisins, sem eru eldri en Codex Leningradensis, og í nokkrum þeirra eru gefin upp önnur – og örlítið líklegri – hæð á Golíat.

Davíð með afhöggvið höfuð Golíats. Steinprent frá 1845.

Í gríska handritinu Codex Vaticanus frá 4. öld e.Kr., sem endurspeglar aðra textahefð en Codex Leningradensis, segir að hæð Golíats hafi verið fjórar og hálf alin sem er 2 metrar og fimm sentimetrar. Sama hæð er gefin upp í dauðahafshandritinu 4QSama og hjá sagnaritaranum Flavíusi Jósefusi, enda líklegt að sú textaheimild sem Jósefus vísaði til hafi tilheyrt sömu textahefð og bæði 4QSama og Codex Vaticanus tilheyra.

Síðarnefnda textahefðin er vissuleg raunsærri en sú fyrrnefnda; það er fjarri því svo ólíklegt að Golíat kunni að hafa verið rúmir tveir metrar á hæð. Eftir sem áður hefði hann verið gríðarlega hávaxinn miðað við flesta samtímamenn sína; enn í dag þykir rúmlega tveggja metra maður óvenjulega hávaxinn, jafnvel þótt hæð fólks hafi aukist mjög undanfarnar aldir. Á tíma Davíðs og Golíats , á 10. öld f.Kr., hefði það enn frekar verið raunin því meðalhæð karlmanna fyrir botni Miðjarðarhafs var um það bil 1,68 m.

Sennilegra verður að teljast að þessi textahefð, þar sem Golíat er sagður vera rétt rúmir tveir metrar, varðveiti upprunalega hæðarákvörðun Golíats; líklegra er að einhverjir afritarar hafi viljað gera meira úr afreki hins unga Davíðs með því að ýkja hæð Golíats en hitt, að afritarar hafi viljað gera minna úr því með því að draga úr hæð hans.

Mynd:

Höfundur

Jón Ásgeir Sigurvinsson

doktor í guðfræði

Útgáfudagur

18.12.2020

Spyrjandi

Daníel Eiríksson

Tilvísun

Jón Ásgeir Sigurvinsson. „Hversu stór var Golíat?“ Vísindavefurinn, 18. desember 2020. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=21981.

Jón Ásgeir Sigurvinsson. (2020, 18. desember). Hversu stór var Golíat? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=21981

Jón Ásgeir Sigurvinsson. „Hversu stór var Golíat?“ Vísindavefurinn. 18. des. 2020. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=21981>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu stór var Golíat?
Til eru tvær heimildir um hæð Golíats, hermannsins frá Filistaborginni Gat, sem Davíð konungur felldi með steinslöngvu, þegar hann var aðeins unglingur að aldri, samkvæmt 17. kafla 1. Samúelsbókar.

Golíat er sagður vera „sex og hálf alin á hæð“ í 1. Samúelsbók 17.4 í íslensku biblíuþýðingunni frá 2007. Það jafngildir 2,97 m. Til samanburðar má nefna að Robert Wadlow, hæsti maður, sem áreiðanlegar heimildir eru um, var 2,72 m þegar hann lést árið 1940, 22 ára að aldri, en hann þjáðist af sjúkdómi í heiladingli sem gerði það að verkum að hann hætti ekki að vaxa.

Til grundvallar íslensku þýðingunni á Gamla testamentinu liggur handrit á hebresku, ritað árið 1008 eða 1009 í Kaíró af gyðingnum Samuel ben Jakob, fræðimanni af flokki svokallaðra masoreta, sem annars vegar í Babýlon en hins vegar í Tíberías við Galíleuvatn unnu að því á fyrsta árþúsundi e.Kr. að skrá og varðveita ákveðna textahefð sem síðan varð staðaltexti fyrir útgáfur á Biblíu gyðinga, TANAK (=Tóra, Neviím, Ketivím, á íslensku: lögmálið, spámennirnir, ritningarnar). Þetta handrit er kallað Codex Leningradensis vegna þess að það er varðveitt í Pétursborg, sem á tíma Sovétríkjanna nefndist Leníngrad.

Ástæðan fyrir því að Codex Leningradensis er notað sem útgangspunktur fyrir þýðingar á Gamla testamentinu er sú, að það er eina biblíuhandritið á hebresku sem inniheldur allan texta Gamla testamentisins svo til óskaddaðan. En það eru til fleiri handrit, sem innihalda minni eða stærri hluta Gamla testamentisins, sem eru eldri en Codex Leningradensis, og í nokkrum þeirra eru gefin upp önnur – og örlítið líklegri – hæð á Golíat.

Davíð með afhöggvið höfuð Golíats. Steinprent frá 1845.

Í gríska handritinu Codex Vaticanus frá 4. öld e.Kr., sem endurspeglar aðra textahefð en Codex Leningradensis, segir að hæð Golíats hafi verið fjórar og hálf alin sem er 2 metrar og fimm sentimetrar. Sama hæð er gefin upp í dauðahafshandritinu 4QSama og hjá sagnaritaranum Flavíusi Jósefusi, enda líklegt að sú textaheimild sem Jósefus vísaði til hafi tilheyrt sömu textahefð og bæði 4QSama og Codex Vaticanus tilheyra.

Síðarnefnda textahefðin er vissuleg raunsærri en sú fyrrnefnda; það er fjarri því svo ólíklegt að Golíat kunni að hafa verið rúmir tveir metrar á hæð. Eftir sem áður hefði hann verið gríðarlega hávaxinn miðað við flesta samtímamenn sína; enn í dag þykir rúmlega tveggja metra maður óvenjulega hávaxinn, jafnvel þótt hæð fólks hafi aukist mjög undanfarnar aldir. Á tíma Davíðs og Golíats , á 10. öld f.Kr., hefði það enn frekar verið raunin því meðalhæð karlmanna fyrir botni Miðjarðarhafs var um það bil 1,68 m.

Sennilegra verður að teljast að þessi textahefð, þar sem Golíat er sagður vera rétt rúmir tveir metrar, varðveiti upprunalega hæðarákvörðun Golíats; líklegra er að einhverjir afritarar hafi viljað gera meira úr afreki hins unga Davíðs með því að ýkja hæð Golíats en hitt, að afritarar hafi viljað gera minna úr því með því að draga úr hæð hans.

Mynd:...