Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver fann upp markmannshanska?

FGJ

Hér er gert ráð fyrir því að átt sé við markmannshanska sem notaðir eru í fótbolta. Hanskarnir gegna því hlutverki að verja hendur markvarða og bæta frammistöðu þeirra, til að mynda með betra gripi. Markvörðum er ekki skylt að nota hanska, en nánast allir gera það. Frægt er hins vegar atvikið úr vítaspyrnukeppni Portúgals og Englands í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu árið 2004, þegar Ricardo (markvörður Portúgala) fór úr hönskunum fyrir síðasta víti Englendinga. Hann gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna berhentur - skoraði svo sjálfur úr næstu spyrnu og tryggði Portúgal sigurinn.

Almenn notkun markmannshanska eins og William Sykes hafði fengið einkaleyfi fyrir árið 1885 hófst í raun ekki fyrr en á fimmta áratug 20. aldar.

Það var Englendingurinn William Sykes sem fyrstur fékk einkaleyfi á framleiðslu markmannshanska árið 1885. Fyrirtæki Sykes framleiddi þá alls kyns leðurvörur líkt og fótbolta og reiðhnakka. Hanskar Sykes innihéldu hrágúmmí og áttu að dempa höggið sem markmenn verða fyrir þegar þeir verja boltann. Hanskarnir voru hins vegar aldrei fjöldaframleiddir og almenn notkun markmannshanska hófst í raun ekki fyrr en á fimmta áratug 20. aldar. Frá lokum 19. aldar notuðu menn stundum ullarvettlinga eða garðhanska þegar veðrið var vont. Sú notkun var frekar til að hlífa sér við veðrinu en ekki til að bæta frammistöðu eða verja hendurnar fyrir boltanum.

Fyrsta fyrirtækið sem fjöldaframleiddi markmannshanska var Reusch. Stofnandi þess var Karl Reusch sem sagt er að hafi saumað sína fyrstu markmannshanska árið 1934. Enn í dag eru markmannshanskar frá Reusch vinsælir. Lið með markmenn sem nota Reusch-hanska hafa til að mynda unnið flest heimsmeistaramót í knattspyrnu frá árinu 1972.

Reusch er fyrsta fyrirtækið sem fjöldaframleiddi markmannshanska. Hér er ítalski markvörðurinn Angelo Peruzzi í hönskum frá Reusch.

Í dag eru flestir markmannshanskar úr eins konar latex-svampi sem gefur aukið grip og lengir líftíma þeirra. Margir hanskar eru svo með spelkum í fingrunum sem eiga að koma í veg fyrir puttabrot og auðvelda markvörðum að kýla boltann.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

6.9.2019

Spyrjandi

Árni Þórir Heiðarsson

Tilvísun

FGJ. „Hver fann upp markmannshanska?“ Vísindavefurinn, 6. september 2019. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62059.

FGJ. (2019, 6. september). Hver fann upp markmannshanska? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62059

FGJ. „Hver fann upp markmannshanska?“ Vísindavefurinn. 6. sep. 2019. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62059>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp markmannshanska?
Hér er gert ráð fyrir því að átt sé við markmannshanska sem notaðir eru í fótbolta. Hanskarnir gegna því hlutverki að verja hendur markvarða og bæta frammistöðu þeirra, til að mynda með betra gripi. Markvörðum er ekki skylt að nota hanska, en nánast allir gera það. Frægt er hins vegar atvikið úr vítaspyrnukeppni Portúgals og Englands í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu árið 2004, þegar Ricardo (markvörður Portúgala) fór úr hönskunum fyrir síðasta víti Englendinga. Hann gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna berhentur - skoraði svo sjálfur úr næstu spyrnu og tryggði Portúgal sigurinn.

Almenn notkun markmannshanska eins og William Sykes hafði fengið einkaleyfi fyrir árið 1885 hófst í raun ekki fyrr en á fimmta áratug 20. aldar.

Það var Englendingurinn William Sykes sem fyrstur fékk einkaleyfi á framleiðslu markmannshanska árið 1885. Fyrirtæki Sykes framleiddi þá alls kyns leðurvörur líkt og fótbolta og reiðhnakka. Hanskar Sykes innihéldu hrágúmmí og áttu að dempa höggið sem markmenn verða fyrir þegar þeir verja boltann. Hanskarnir voru hins vegar aldrei fjöldaframleiddir og almenn notkun markmannshanska hófst í raun ekki fyrr en á fimmta áratug 20. aldar. Frá lokum 19. aldar notuðu menn stundum ullarvettlinga eða garðhanska þegar veðrið var vont. Sú notkun var frekar til að hlífa sér við veðrinu en ekki til að bæta frammistöðu eða verja hendurnar fyrir boltanum.

Fyrsta fyrirtækið sem fjöldaframleiddi markmannshanska var Reusch. Stofnandi þess var Karl Reusch sem sagt er að hafi saumað sína fyrstu markmannshanska árið 1934. Enn í dag eru markmannshanskar frá Reusch vinsælir. Lið með markmenn sem nota Reusch-hanska hafa til að mynda unnið flest heimsmeistaramót í knattspyrnu frá árinu 1972.

Reusch er fyrsta fyrirtækið sem fjöldaframleiddi markmannshanska. Hér er ítalski markvörðurinn Angelo Peruzzi í hönskum frá Reusch.

Í dag eru flestir markmannshanskar úr eins konar latex-svampi sem gefur aukið grip og lengir líftíma þeirra. Margir hanskar eru svo með spelkum í fingrunum sem eiga að koma í veg fyrir puttabrot og auðvelda markvörðum að kýla boltann.

Heimildir:

Myndir:

...