Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Hvað eru til margar veirur í heiminum?

Jón Gunnar Þorsteinsson og Snædís Huld Björnsdóttir

Spyrjandi er væntanlega að velta fyrir sér fjölda veira frekar en fjölda veirutegunda. Það veit auðvitað enginn hversu margar veirur finnast á jörðinni en hins vegar er hægt að áætla fjölda þeirra með ýmsum aðferðum.

Ein ágiskun er sú að í lífhvolfi jarðar, það er í lofti, láði og legi, sé fjöldi veira um 1031. En hvað þýðir þessi tala? Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvað eru mörg sandkorn í heiminum? er reiknað út að fjöldi þeirra sé 6,63 x 1022.

Setjum áætlaðan fjölda veira í samhengi við fjölda sandkorna og mannfjölda á Íslandi sem nú er um 366.000. Þá sést að veirur væru álíka margar og þúsundfaldur fjöldi sandkorna á jörðinni — fyrir hvern einasta Íslending! Kannski átta einhverjir sig þá á því hversu margar veirur eru til.

Veirur á jörðinni eru álíka margar og þúsundfaldur fjöldi allra sandkorna á jörðinni — fyrir hvern einasta Íslending! Með öðrum orðum: Öll sandkorn á jörðinni margfölduð með 1.000 og sú tala síðan margfölduð með fjölda Íslendinga.

Í stuttu máli virðast veirur vera þær örverur sem finnast í mestum fjölda á jörðinni. Þær eru líklega alls staðar þar sem líf þrífst, allt frá köldum heimskautasvæðum til sjóðandi hvera. Talning veira sem litaðar eru með flúrljómandi sameindum leiðir í ljós að í hverjum millilítra af sjó, sem samsvarar um 20 vatnsdropum, getur fjöldi veira verið um 10.000.000 (107).

Rannsóknir á sýnum úr sjó og jarðvegi, sem meðal annars hafa verið greind í rafeindasmásjá, benda til þess að hlutfall baktería á móti veirum sé um einn á móti tíu. Samkvæmt því eru veirur í slíku umhverfi um tíu sinnum fleiri en bakteríur.

Veirur eru agnarsmáar og langoftast miklu minni en bakteríur. Algeng stærð baktería er um 1 míkrómetri (µm) sem jafngildir 1000 nanómetrum (nm). Veirur eru hins vegar oft ekki nema 10-100 nm að stærð. Þrátt fyrir gífurlegan fjölda þeirra er áætlaður samanlagður massi veira því aðeins lítið brot af lífmassa baktería.

Veirur sem sýkja dreifkjörnunga (bakteríur og arkeur) kallast fagar (e. phages). Þær eru taldar flestar og fjölbreyttastar veira en langstærsti hluti þeirra er þó enn óþekktur. Á rafeindasmásjármyndinni sjást fjölmargir fagar sem búnir eru að festa sig við frumuvegg bakteríu.

Veirur sýkja alla lífveruhópa, til dæmis fjölfruma lífverur eins og dýr og plöntur en líka smásæja einfrumunga eins og frumdýr og bakteríur. Veirur sem sýkja dreifkjörnunga (bakteríur og arkeur) kallast fagar (e. phages). Þær eru taldar flestar og fjölbreyttastar veira en langstærsti hluti þeirra er þó enn óþekktur.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir:

Höfundar þakka Jóni Magnúsi Jóhannessyni, deildarlækni á Landspítalanum, og Arnari Pálssyni, erfðafræðingi og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

Höfundar

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Snædís Huld Björnsdóttir

sameindalíffræðingur og prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ

Útgáfudagur

29.4.2020

Spyrjandi

Kolbeinn Þorsteinsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson og Snædís Huld Björnsdóttir. „Hvað eru til margar veirur í heiminum?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2020. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70739.

Jón Gunnar Þorsteinsson og Snædís Huld Björnsdóttir. (2020, 29. apríl). Hvað eru til margar veirur í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70739

Jón Gunnar Þorsteinsson og Snædís Huld Björnsdóttir. „Hvað eru til margar veirur í heiminum?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2020. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70739>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar veirur í heiminum?
Spyrjandi er væntanlega að velta fyrir sér fjölda veira frekar en fjölda veirutegunda. Það veit auðvitað enginn hversu margar veirur finnast á jörðinni en hins vegar er hægt að áætla fjölda þeirra með ýmsum aðferðum.

Ein ágiskun er sú að í lífhvolfi jarðar, það er í lofti, láði og legi, sé fjöldi veira um 1031. En hvað þýðir þessi tala? Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvað eru mörg sandkorn í heiminum? er reiknað út að fjöldi þeirra sé 6,63 x 1022.

Setjum áætlaðan fjölda veira í samhengi við fjölda sandkorna og mannfjölda á Íslandi sem nú er um 366.000. Þá sést að veirur væru álíka margar og þúsundfaldur fjöldi sandkorna á jörðinni — fyrir hvern einasta Íslending! Kannski átta einhverjir sig þá á því hversu margar veirur eru til.

Veirur á jörðinni eru álíka margar og þúsundfaldur fjöldi allra sandkorna á jörðinni — fyrir hvern einasta Íslending! Með öðrum orðum: Öll sandkorn á jörðinni margfölduð með 1.000 og sú tala síðan margfölduð með fjölda Íslendinga.

Í stuttu máli virðast veirur vera þær örverur sem finnast í mestum fjölda á jörðinni. Þær eru líklega alls staðar þar sem líf þrífst, allt frá köldum heimskautasvæðum til sjóðandi hvera. Talning veira sem litaðar eru með flúrljómandi sameindum leiðir í ljós að í hverjum millilítra af sjó, sem samsvarar um 20 vatnsdropum, getur fjöldi veira verið um 10.000.000 (107).

Rannsóknir á sýnum úr sjó og jarðvegi, sem meðal annars hafa verið greind í rafeindasmásjá, benda til þess að hlutfall baktería á móti veirum sé um einn á móti tíu. Samkvæmt því eru veirur í slíku umhverfi um tíu sinnum fleiri en bakteríur.

Veirur eru agnarsmáar og langoftast miklu minni en bakteríur. Algeng stærð baktería er um 1 míkrómetri (µm) sem jafngildir 1000 nanómetrum (nm). Veirur eru hins vegar oft ekki nema 10-100 nm að stærð. Þrátt fyrir gífurlegan fjölda þeirra er áætlaður samanlagður massi veira því aðeins lítið brot af lífmassa baktería.

Veirur sem sýkja dreifkjörnunga (bakteríur og arkeur) kallast fagar (e. phages). Þær eru taldar flestar og fjölbreyttastar veira en langstærsti hluti þeirra er þó enn óþekktur. Á rafeindasmásjármyndinni sjást fjölmargir fagar sem búnir eru að festa sig við frumuvegg bakteríu.

Veirur sýkja alla lífveruhópa, til dæmis fjölfruma lífverur eins og dýr og plöntur en líka smásæja einfrumunga eins og frumdýr og bakteríur. Veirur sem sýkja dreifkjörnunga (bakteríur og arkeur) kallast fagar (e. phages). Þær eru taldar flestar og fjölbreyttastar veira en langstærsti hluti þeirra er þó enn óþekktur.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir:

Höfundar þakka Jóni Magnúsi Jóhannessyni, deildarlækni á Landspítalanum, og Arnari Pálssyni, erfðafræðingi og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar....