Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver eru tengsl mælieininganna tonn og lestir þegar talað er um fiskveiðikvóta?

Þorsteinn Hilmarsson

Þegar orðið lestir er notað yfir þyngd merkir það hið sama og tonn, það er 1.000 kg. Orðið smálestir þekkist líka og er sama þyngd og lest.

Lestir er eldri talsmáti en tonn. Það er mikið notað í fiskveiðilöggjöfinni og reglugerðum um hana en almennt fátítt í daglegu tali. Það er því ekki að furða að fólk átti sig ekki á merkingu þess.

Þegar orðið lestir er notað yfir þyngd merkir það hið sama og tonn, það er 1.000 kg. Hér er landað úr Hrafni GK í Grindavík.

Það virðist algengara að lestir og tonn séu notuð um afla fremur en þegar talað er um efni sem kalla má að falli undir fiskveiðikvóta. Dæmi um þetta eru reglugerðir um leyfilegan hámarksafla í hverri fisktegund og er þá aflinn tilgreindur í lestum. Sjá til dæmis 2. gr. reglugerðar nr. 674/2019 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2019/2020. Þar segir: „Leyfilegur heildarafli tilgreindur í lestum í óslægðum botnfiski, íslenskri sumargotssíld og humri er sem hér segir:“

Kvóti skiptist í hlutdeildir og aflamark. Hlutdeildir eru tilgreindar í prósentum – meira að segja með sjö aukastöfum. Á grundvelli hlutdeildanna fá skip úthlutað aflamarki árlega og það er tilgreint í kg (aflamarkið er hlutur skips í leyfilega heildaraflanum).

Mynd:
  • Hjörtur Gíslason.


Vísindavefurinn þakkar Kristínu Bjarnadóttur stærðfræðingi fyrir sinn þátt í þessu svari.

Höfundur

Þorsteinn Hilmarsson

sviðsstjóri þjónustu og upplýsingasviðs Fiskistofu

Útgáfudagur

14.4.2021

Spyrjandi

Alexander Gunnar Kristjánsson

Tilvísun

Þorsteinn Hilmarsson. „Hver eru tengsl mælieininganna tonn og lestir þegar talað er um fiskveiðikvóta?“ Vísindavefurinn, 14. apríl 2021. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74211.

Þorsteinn Hilmarsson. (2021, 14. apríl). Hver eru tengsl mælieininganna tonn og lestir þegar talað er um fiskveiðikvóta? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74211

Þorsteinn Hilmarsson. „Hver eru tengsl mælieininganna tonn og lestir þegar talað er um fiskveiðikvóta?“ Vísindavefurinn. 14. apr. 2021. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74211>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru tengsl mælieininganna tonn og lestir þegar talað er um fiskveiðikvóta?
Þegar orðið lestir er notað yfir þyngd merkir það hið sama og tonn, það er 1.000 kg. Orðið smálestir þekkist líka og er sama þyngd og lest.

Lestir er eldri talsmáti en tonn. Það er mikið notað í fiskveiðilöggjöfinni og reglugerðum um hana en almennt fátítt í daglegu tali. Það er því ekki að furða að fólk átti sig ekki á merkingu þess.

Þegar orðið lestir er notað yfir þyngd merkir það hið sama og tonn, það er 1.000 kg. Hér er landað úr Hrafni GK í Grindavík.

Það virðist algengara að lestir og tonn séu notuð um afla fremur en þegar talað er um efni sem kalla má að falli undir fiskveiðikvóta. Dæmi um þetta eru reglugerðir um leyfilegan hámarksafla í hverri fisktegund og er þá aflinn tilgreindur í lestum. Sjá til dæmis 2. gr. reglugerðar nr. 674/2019 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2019/2020. Þar segir: „Leyfilegur heildarafli tilgreindur í lestum í óslægðum botnfiski, íslenskri sumargotssíld og humri er sem hér segir:“

Kvóti skiptist í hlutdeildir og aflamark. Hlutdeildir eru tilgreindar í prósentum – meira að segja með sjö aukastöfum. Á grundvelli hlutdeildanna fá skip úthlutað aflamarki árlega og það er tilgreint í kg (aflamarkið er hlutur skips í leyfilega heildaraflanum).

Mynd:
  • Hjörtur Gíslason.


Vísindavefurinn þakkar Kristínu Bjarnadóttur stærðfræðingi fyrir sinn þátt í þessu svari....