Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um þvergöngu Merkúríusar?

Stjörnufræðivefurinn

Þverganga Merkúríusar (e. transit of Mercury) á sér stað þegar reikistjarnan Merkúríus fer milli jarðar og sólar og gengur fyrir sólina frá jörðu séð. Birtist reikistjarnan þá sem agnarsmár svartur depill sem færist hægt og rólega yfir skífu sólar. Á hverri öld gengur Merkúríus 13-14 sinnum fyrir sólina frá jörðu séð.

Hægt er að fylgjast með þvergöngu Merkúríusar á sams konar hátt og sólmyrkvum. Vegna smæðar Merkúríusar þarf að nota sjónauka með sólarsíum til að koma í veg fyrir varanlegan augnskaða.

Hinn 3. júní árið 2014 fylgdist Marsjeppinn Curiosity með Merkúríusi ganga fyrir sólina frá Mars. Var það í fyrsta sinn sem þverganga sést frá öðrum hnetti en jörðinni.

Seinast sást Merkúríus ganga fyrir sólina frá Íslandi hinn 9. maí árið 2016. Næst sést þverganga Merkúríusar frá Íslandi 11. nóvember 2019 en þó einungis að hluta. Það er ekki fyrr en 7. maí 2049 sem hún mun næst sjást að öllu leyti frá Íslandi.

Þverganga Merkúríusar 9. maí 2016. Myndina tók Sævar Helgi Bragason.

Þvergöngur Merkúríusar

Merkúríus og Venus eru einu reikistjörnurnar í sólkerfinu sem eru nær sólinni en jörðin og því þær einu sem geta gengið fyrir sólina frá jörðu séð. Merkúríus getur aðeins gengið fyrir sólina ef hann er í innri samstöðu við sólina, það er milli jarðar og sólar, auk þess að skera á sama tíma brautarflöt jarðar (sólbauginn). Eins og sakir standa getur þetta eingöngu gerst í kringum 8. maí og 10. nóvember ár hvert. Sé Merkúríus milli jarðar og sólar á þeim tíma sést þverganga.

Sporbraut Merkúríusar um sólina er mjög miðskökk. Það þýðir að fjarlægð reikistjörnunnar frá sólinni breytist úr 46 milljónum km við sólnánd upp í 70 milljónir km við sólfirrð. Fyrir vikið er brautarhraði Merkúríusar 50% meiri við sólnánd en sólfirrð (59,0 km/s á móti 38,9 km). Að auki hallar sporbraut Merkúríusar um 7 gráður miðað við jörðina. Allt hefur þetta áhrif á tíðni og eiginleika þverganga Merkúríusar.

Við þvergöngu í nóvember er Merkúríus í sólnánd og skífa hans þá aðeins 10 bogasekúndur á breidd og þekur þá aðeins 0,5% af skífu sólar. Við þvergöngur í maí, þegar Merkúríus er í sólfirrð, er skífan hins vegar 12 bogasekúndur í þvermál og hylur þá aðeins 0,6% af skífu sólar. Hins vegar eru nóvember-þvergöngur næstum tvöfalt algengari en maí-þvergöngur. Ástæðan er brautarhraði Merkúríusar. Þegar Merkúríus er í sólfirrð ferðast hann hægar og eru þá minni líkur á að hann skeri hnútpunktinn á þeim tímapunkti. Nóvember-þvergöngur verða með 7, 13 eða 33 ára millibili en maí-þvergöngur á 13 eða 33 ára millibili.

Þvergöngur Merkúríusar eru mun algengari en þvergöngur Venusar vegna þess að braut Venusar er miklu stærri en braut Merkúríusar. Milli áranna 1601 og 2300 gengur Merkúríus 94 sinnum um sólina, þar af eru maí-þvergöngurnar 31 talsins en nóvember-þvergöngurnar 63. Á hverri öld eru því 13 til 14 þvergöngur Merkúríusar sjáanlegar frá jörðinni.

Hinn 7. nóvember árið 1631 fylgdist franski stjörnufræðingurinn Pierre Gassendi fyrstur manna með Merkúríusi ganga fyrir sólina.


Spurningu Elísar er hér svarað að hluta.

Hægt er að lesa meira um þvergöngu Merkúríusar á Stjörnufræðivefnum en þetta svar er stytt útgáfa af þeirri umfjöllun og birt með góðfúslegu leyfi. Myndin er fengin af sama vef.

Útgáfudagur

24.5.2019

Spyrjandi

Elís Arnar Jónsson

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Hvað getið þið sagt mér um þvergöngu Merkúríusar?“ Vísindavefurinn, 24. maí 2019. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74268.

Stjörnufræðivefurinn. (2019, 24. maí). Hvað getið þið sagt mér um þvergöngu Merkúríusar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74268

Stjörnufræðivefurinn. „Hvað getið þið sagt mér um þvergöngu Merkúríusar?“ Vísindavefurinn. 24. maí. 2019. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74268>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um þvergöngu Merkúríusar?
Þverganga Merkúríusar (e. transit of Mercury) á sér stað þegar reikistjarnan Merkúríus fer milli jarðar og sólar og gengur fyrir sólina frá jörðu séð. Birtist reikistjarnan þá sem agnarsmár svartur depill sem færist hægt og rólega yfir skífu sólar. Á hverri öld gengur Merkúríus 13-14 sinnum fyrir sólina frá jörðu séð.

Hægt er að fylgjast með þvergöngu Merkúríusar á sams konar hátt og sólmyrkvum. Vegna smæðar Merkúríusar þarf að nota sjónauka með sólarsíum til að koma í veg fyrir varanlegan augnskaða.

Hinn 3. júní árið 2014 fylgdist Marsjeppinn Curiosity með Merkúríusi ganga fyrir sólina frá Mars. Var það í fyrsta sinn sem þverganga sést frá öðrum hnetti en jörðinni.

Seinast sást Merkúríus ganga fyrir sólina frá Íslandi hinn 9. maí árið 2016. Næst sést þverganga Merkúríusar frá Íslandi 11. nóvember 2019 en þó einungis að hluta. Það er ekki fyrr en 7. maí 2049 sem hún mun næst sjást að öllu leyti frá Íslandi.

Þverganga Merkúríusar 9. maí 2016. Myndina tók Sævar Helgi Bragason.

Þvergöngur Merkúríusar

Merkúríus og Venus eru einu reikistjörnurnar í sólkerfinu sem eru nær sólinni en jörðin og því þær einu sem geta gengið fyrir sólina frá jörðu séð. Merkúríus getur aðeins gengið fyrir sólina ef hann er í innri samstöðu við sólina, það er milli jarðar og sólar, auk þess að skera á sama tíma brautarflöt jarðar (sólbauginn). Eins og sakir standa getur þetta eingöngu gerst í kringum 8. maí og 10. nóvember ár hvert. Sé Merkúríus milli jarðar og sólar á þeim tíma sést þverganga.

Sporbraut Merkúríusar um sólina er mjög miðskökk. Það þýðir að fjarlægð reikistjörnunnar frá sólinni breytist úr 46 milljónum km við sólnánd upp í 70 milljónir km við sólfirrð. Fyrir vikið er brautarhraði Merkúríusar 50% meiri við sólnánd en sólfirrð (59,0 km/s á móti 38,9 km). Að auki hallar sporbraut Merkúríusar um 7 gráður miðað við jörðina. Allt hefur þetta áhrif á tíðni og eiginleika þverganga Merkúríusar.

Við þvergöngu í nóvember er Merkúríus í sólnánd og skífa hans þá aðeins 10 bogasekúndur á breidd og þekur þá aðeins 0,5% af skífu sólar. Við þvergöngur í maí, þegar Merkúríus er í sólfirrð, er skífan hins vegar 12 bogasekúndur í þvermál og hylur þá aðeins 0,6% af skífu sólar. Hins vegar eru nóvember-þvergöngur næstum tvöfalt algengari en maí-þvergöngur. Ástæðan er brautarhraði Merkúríusar. Þegar Merkúríus er í sólfirrð ferðast hann hægar og eru þá minni líkur á að hann skeri hnútpunktinn á þeim tímapunkti. Nóvember-þvergöngur verða með 7, 13 eða 33 ára millibili en maí-þvergöngur á 13 eða 33 ára millibili.

Þvergöngur Merkúríusar eru mun algengari en þvergöngur Venusar vegna þess að braut Venusar er miklu stærri en braut Merkúríusar. Milli áranna 1601 og 2300 gengur Merkúríus 94 sinnum um sólina, þar af eru maí-þvergöngurnar 31 talsins en nóvember-þvergöngurnar 63. Á hverri öld eru því 13 til 14 þvergöngur Merkúríusar sjáanlegar frá jörðinni.

Hinn 7. nóvember árið 1631 fylgdist franski stjörnufræðingurinn Pierre Gassendi fyrstur manna með Merkúríusi ganga fyrir sólina.


Spurningu Elísar er hér svarað að hluta.

Hægt er að lesa meira um þvergöngu Merkúríusar á Stjörnufræðivefnum en þetta svar er stytt útgáfa af þeirri umfjöllun og birt með góðfúslegu leyfi. Myndin er fengin af sama vef....