Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Á að sprengja óléttu konuna í loft upp til þess að bjarga fleiri mannslífum?

Henry Alexander Henrysson

Spurningin í heild sinni hljómaði svona:

Siðfræðispurning - Ólétt kona er með hópi fólks í hellaskoðun. Hún gengur fremst. Á leiðinni út úr hellinum festist hún í hellismunnanum. Hellirinn fyllist af sjó á flóði og allir í honum (nema ólétta konan) munu drukkna. Höfuð hennar er fyrir utan hellinn. Einn úr hópnum hefur dínamítstöng. Með dínamítinu er hægt að opna leið út úr hellinum en þá mun konan örugglega deyja. Hvað á fólkið að gera?

Klemma (e. dilemma) kallast það að þurfa að velja á milli tveggja kosta og hugnast hvorugur þeirra. Spurningin er þá hvorn kostinn af tveimur slæmum maður ætti að taka, það er að segja hvaða ástæða eða ástæður ættu að vega þyngst í ákvörðuninni. Fólki hefur lengi þótt gaman að finna upp á slíkum dæmum og eru þá siðferðisklemmur sérstaklega vinsælar. Þær eru gjarnan notaðar í kennslu siðfræði til að fá nemendur til að gera sér grein fyrir því hvort siðferðislegt innsæi þeirra falli fremur að svokölluðum leikslokakenningum í siðfræði eða leikreglukenningum. Þau sem halda fram leikslokakenningum eins og nytjastefnu Mills telja að réttmæti athafna eða athafnaleysis ráðist af þeim afleiðingum sem af hljótast og er þá gjarnan horft til þess að afleiðingarnar séu til góðs fyrir sem flesta. Þeim sem hugnast leikreglukenningar eins og skyldusiðfræði Kants finnst á hinn bóginn að hagur fjöldans geti ekki gengið framar virðingu gagnvart einstaklingum.

Spurningin í vagnavandamálinu snýst um hvort manni ber að taka í vogarstöng við lestarteina sem myndi valda því að stjórnlaus vagn rynni á einn einstakling sem er við vinnu sína á lestarteinum í stað fimm sem annars yrðu fyrir honum.

Þessi tiltekna saga sem kemur fram í spurningunni tilheyrir gerð dæma sem venjulega eru kennd við svokallað „vagnavandamál“ (e. trolley problem). Uppruna þess má rekja til texta eftir breska heimspekinginn Philippu Foot (1920–2010) frá sjöunda áratug síðustu aldar. Spurningin í því dæmi snýst um hvort manni ber að taka í vogarstöng við lestarteina sem myndi valda því að stjórnlaus vagn rynni á einn einstakling sem er við vinnu sína á lestarteinum í stað fimm sem annars yrðu fyrir honum. Annað dæmi sem Foot notar til að orða sömu hugsun er um flugmann sem þarf að ákveða hvort hann nauðlendir flugvél í þéttbýlu eða strjálbýlu landsvæði. Aðrar útgáfur af vagnadæminu spyrja til dæmis hvort viðhorf fólks breytist ef manneskju væri kastað fyrir vagninn til þess að stöðva hann. Væri það siðferðilega ámælisverðara heldur en að grípa í vogarstöng og valda þannig (á síður ofbeldisfullan hátt) dauða einstaklings?

Tvö atriði er vert að benda á þegar dæmi af þessu tagi eru rædd. Fyrra atriðið hve miklu smáatriðin í útfærslu sögunnar skipta og hvaða hlutverki þau gegna í að láta tilfinningar ráða siðferðilegri afstöðu okkar. Viðhorf fólks breytast býsna mikið þegar snúið er upp á söguþráðinn og þættir ýktir á einn veg eða annan. Til dæmis er ávallt áhugavert í kennslu að sjá hvernig viðhorf nemenda til þess hvort dínamítstöngin skuli notuð breytast ef einstaklingurinn sem fastur er í hellismunanum er feitur miðaldra kall sem tróð sér á undan öllum. Dínamítstöngin fær enn fleiri atkvæði ef sagan segir að karlinum hafi legið svona mikið á til að kveikja sér í vindli. Hlutverk siðfræðinnar er oft til að fá fólk til að ígrunda hvort það vilji endurskoða fyrstu afstöðu sína. Nemendur sem vilja sprengja feita karlinn breyta oft afstöðu sinni þegar dæminu hefur verið breytt og ólétt kona kynnt til sögunnar. Hugmynd nemenda um jafnræði gerir það svo að verkum að þeir telja að hið sama eigi að gilda um alla hver svo sem í hellismunanum sé. Reynsla flestra sem hafa notað þessar sögur í kennslu er þó sú að flestir hallast til leikslokakenninga og telja að siðferðilegt gildi athafna ráðist af því hvort þær auki velferð sem flestra og minnki heildarböl. Í því ljósi megi fórna lífi ef það örugglega bjargar mörgum öðrum.

Áhugavert er að sjá hversu mikið viðhorf fólks breytast um það hvort nota eigi dínamítstöngina eða ekki eftir því hver er fastur í hellismunnanum og af hverju sá aðili festist þar.

Seinna atriðið sem vert er að benda á er að siðfræðileg greining þarf ekki að smella saman við það sem við gerum í raunverulegum aðstæðum. Þessi hugsunartilraun segir ekkert til um hvað við myndum gera ef við sjálf værum stödd í hellinum. Þar að auki eru niðurstöður umræðu um tilraunina heldur ekki örugg leiðsögn um það hvort við ættum að fordæma athöfn eða telja hana til eftirbreytni. Umræðan er ágæt æfing til að finna út hvað sé almennt siðferðilega rétt og til að láta reyna á þá niðurstöðu. Örvænting fólks er einnig hluti hins siðferðilega veruleika. Jafnvel þótt við værum öll sammála um að aldrei megi undir neinum kringumstæðum taka líf annarrar manneskju þá leiðir ekki af því að við ættum nauðsynlega að fordæma það fólk sem nýtti sér dínamítið. Að sama skapi væri einkennilegt að líta svo á að það að nota dínamítið væri hrósvert þótt við teldum að ávallt skyldi láta hag fleiri ganga fyrir í ákvörðunum okkar og athöfnum.

Spurningin „hvað á fólkið að gera?“ er þar af leiðandi ekki áhugaverðasta siðfræðilega spurningin sem tengist dæminu, ef hún snýst bara um að sprengja eða ekki. Líkt og í öllum siðferðisklemmum er hægt að færa rök fyrir báðum leiðum. Það sem mestu skiptir eru hvernig ákvörðun þeirra í hellaskoðuninni er tekin, hvernig athöfnin er framkvæmd og hvaða eftirmála hún hefur. Hugsunar- og skeytingarleysi við að sprengja og algjör skortur á innri togstreitu virkar siðferðilega ógeðfelld niðurstaða og að sama skapi væri einkennilegt að láta meginreglur stjórna gerðum manns þannig að möguleikar sem auka velferð samferðafólks séu ekki kannaðir.

Myndir:

Höfundur

Henry Alexander Henrysson

doktor í heimspeki

Útgáfudagur

14.9.2018

Spyrjandi

Gylfi Bergur Konráðsson

Tilvísun

Henry Alexander Henrysson. „Á að sprengja óléttu konuna í loft upp til þess að bjarga fleiri mannslífum?“ Vísindavefurinn, 14. september 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74521.

Henry Alexander Henrysson. (2018, 14. september). Á að sprengja óléttu konuna í loft upp til þess að bjarga fleiri mannslífum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74521

Henry Alexander Henrysson. „Á að sprengja óléttu konuna í loft upp til þess að bjarga fleiri mannslífum?“ Vísindavefurinn. 14. sep. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74521>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Á að sprengja óléttu konuna í loft upp til þess að bjarga fleiri mannslífum?
Spurningin í heild sinni hljómaði svona:

Siðfræðispurning - Ólétt kona er með hópi fólks í hellaskoðun. Hún gengur fremst. Á leiðinni út úr hellinum festist hún í hellismunnanum. Hellirinn fyllist af sjó á flóði og allir í honum (nema ólétta konan) munu drukkna. Höfuð hennar er fyrir utan hellinn. Einn úr hópnum hefur dínamítstöng. Með dínamítinu er hægt að opna leið út úr hellinum en þá mun konan örugglega deyja. Hvað á fólkið að gera?

Klemma (e. dilemma) kallast það að þurfa að velja á milli tveggja kosta og hugnast hvorugur þeirra. Spurningin er þá hvorn kostinn af tveimur slæmum maður ætti að taka, það er að segja hvaða ástæða eða ástæður ættu að vega þyngst í ákvörðuninni. Fólki hefur lengi þótt gaman að finna upp á slíkum dæmum og eru þá siðferðisklemmur sérstaklega vinsælar. Þær eru gjarnan notaðar í kennslu siðfræði til að fá nemendur til að gera sér grein fyrir því hvort siðferðislegt innsæi þeirra falli fremur að svokölluðum leikslokakenningum í siðfræði eða leikreglukenningum. Þau sem halda fram leikslokakenningum eins og nytjastefnu Mills telja að réttmæti athafna eða athafnaleysis ráðist af þeim afleiðingum sem af hljótast og er þá gjarnan horft til þess að afleiðingarnar séu til góðs fyrir sem flesta. Þeim sem hugnast leikreglukenningar eins og skyldusiðfræði Kants finnst á hinn bóginn að hagur fjöldans geti ekki gengið framar virðingu gagnvart einstaklingum.

Spurningin í vagnavandamálinu snýst um hvort manni ber að taka í vogarstöng við lestarteina sem myndi valda því að stjórnlaus vagn rynni á einn einstakling sem er við vinnu sína á lestarteinum í stað fimm sem annars yrðu fyrir honum.

Þessi tiltekna saga sem kemur fram í spurningunni tilheyrir gerð dæma sem venjulega eru kennd við svokallað „vagnavandamál“ (e. trolley problem). Uppruna þess má rekja til texta eftir breska heimspekinginn Philippu Foot (1920–2010) frá sjöunda áratug síðustu aldar. Spurningin í því dæmi snýst um hvort manni ber að taka í vogarstöng við lestarteina sem myndi valda því að stjórnlaus vagn rynni á einn einstakling sem er við vinnu sína á lestarteinum í stað fimm sem annars yrðu fyrir honum. Annað dæmi sem Foot notar til að orða sömu hugsun er um flugmann sem þarf að ákveða hvort hann nauðlendir flugvél í þéttbýlu eða strjálbýlu landsvæði. Aðrar útgáfur af vagnadæminu spyrja til dæmis hvort viðhorf fólks breytist ef manneskju væri kastað fyrir vagninn til þess að stöðva hann. Væri það siðferðilega ámælisverðara heldur en að grípa í vogarstöng og valda þannig (á síður ofbeldisfullan hátt) dauða einstaklings?

Tvö atriði er vert að benda á þegar dæmi af þessu tagi eru rædd. Fyrra atriðið hve miklu smáatriðin í útfærslu sögunnar skipta og hvaða hlutverki þau gegna í að láta tilfinningar ráða siðferðilegri afstöðu okkar. Viðhorf fólks breytast býsna mikið þegar snúið er upp á söguþráðinn og þættir ýktir á einn veg eða annan. Til dæmis er ávallt áhugavert í kennslu að sjá hvernig viðhorf nemenda til þess hvort dínamítstöngin skuli notuð breytast ef einstaklingurinn sem fastur er í hellismunanum er feitur miðaldra kall sem tróð sér á undan öllum. Dínamítstöngin fær enn fleiri atkvæði ef sagan segir að karlinum hafi legið svona mikið á til að kveikja sér í vindli. Hlutverk siðfræðinnar er oft til að fá fólk til að ígrunda hvort það vilji endurskoða fyrstu afstöðu sína. Nemendur sem vilja sprengja feita karlinn breyta oft afstöðu sinni þegar dæminu hefur verið breytt og ólétt kona kynnt til sögunnar. Hugmynd nemenda um jafnræði gerir það svo að verkum að þeir telja að hið sama eigi að gilda um alla hver svo sem í hellismunanum sé. Reynsla flestra sem hafa notað þessar sögur í kennslu er þó sú að flestir hallast til leikslokakenninga og telja að siðferðilegt gildi athafna ráðist af því hvort þær auki velferð sem flestra og minnki heildarböl. Í því ljósi megi fórna lífi ef það örugglega bjargar mörgum öðrum.

Áhugavert er að sjá hversu mikið viðhorf fólks breytast um það hvort nota eigi dínamítstöngina eða ekki eftir því hver er fastur í hellismunnanum og af hverju sá aðili festist þar.

Seinna atriðið sem vert er að benda á er að siðfræðileg greining þarf ekki að smella saman við það sem við gerum í raunverulegum aðstæðum. Þessi hugsunartilraun segir ekkert til um hvað við myndum gera ef við sjálf værum stödd í hellinum. Þar að auki eru niðurstöður umræðu um tilraunina heldur ekki örugg leiðsögn um það hvort við ættum að fordæma athöfn eða telja hana til eftirbreytni. Umræðan er ágæt æfing til að finna út hvað sé almennt siðferðilega rétt og til að láta reyna á þá niðurstöðu. Örvænting fólks er einnig hluti hins siðferðilega veruleika. Jafnvel þótt við værum öll sammála um að aldrei megi undir neinum kringumstæðum taka líf annarrar manneskju þá leiðir ekki af því að við ættum nauðsynlega að fordæma það fólk sem nýtti sér dínamítið. Að sama skapi væri einkennilegt að líta svo á að það að nota dínamítið væri hrósvert þótt við teldum að ávallt skyldi láta hag fleiri ganga fyrir í ákvörðunum okkar og athöfnum.

Spurningin „hvað á fólkið að gera?“ er þar af leiðandi ekki áhugaverðasta siðfræðilega spurningin sem tengist dæminu, ef hún snýst bara um að sprengja eða ekki. Líkt og í öllum siðferðisklemmum er hægt að færa rök fyrir báðum leiðum. Það sem mestu skiptir eru hvernig ákvörðun þeirra í hellaskoðuninni er tekin, hvernig athöfnin er framkvæmd og hvaða eftirmála hún hefur. Hugsunar- og skeytingarleysi við að sprengja og algjör skortur á innri togstreitu virkar siðferðilega ógeðfelld niðurstaða og að sama skapi væri einkennilegt að láta meginreglur stjórna gerðum manns þannig að möguleikar sem auka velferð samferðafólks séu ekki kannaðir.

Myndir:

...