Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvað er graðhestatónlist og af hverju fóru menn að nota þetta orð?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hver er uppruni eða hvenær er orðið graðhestatónlist fyrst notað? Hvers konar tónlist er það og af hverju notuðu menn þetta heiti?

Elsta dæmið um samsetta orðið graðhestatónlist virðist vera í grein um firmakeppni hesta í tímaritinu Fálkinn frá árinu 1964. Þar er orðið notað sem lýsing á tónlist Bítlanna; þeirri popptónlist sem varð vinsæl á sjöunda áratugi síðustu aldar og tengist tilkomu unglingamenningar sterkum böndum. Í greininni er tónlistinni lýst sem glymjandi hávaða, andstæðu virðulegrar og hefðbundinnar tónlistar:

Graðhestatónlist glumdi úr hátölurunum við dómpallinn á vellinum, nýjustu dægurlögin, kennd við bítla hina brezku, en von bráðar tóku við virðulegir fulltrúar tónmenntarinnar, gott ef ekki heyrðust marsar undir lokin.[1]

Orðið graðhestamúsík er aðeins eldra og það sést fyrst á prenti í tímaritinu Speglinum í árslok 1949.[2] Á sjöunda áratugi síðustu aldar er það notað á sambærilegan hátt og graðhestatónlist.

Orðið graðhestastöð í merkingunni 'útvarpsstöð sem leikur ameríska jass og sveiflutónlist' kemur fyrst fram árið 1948 í Atómstöðinni. Á myndinn er verið að tjútta (e. jitterbug).

Enn eldra er hins vegar orðið graðhestastöð í merkingunni 'útvarpsstöð sem leikur ameríska jass og sveiflutónlist'. Það kemur fyrst fram árið 1948 í Atómstöðinni eftir Halldór Laxness. Í bókinni eru viðkvæm samtímamálefni tekin til umfjöllunar, meðal annars herstöðvamálið. Í 13. kafla Atómstöðvarinnar segir: „Útvarpið var stillt á amríska graðhestastöð með ferlegu hvíi og stórum fretum.“ (13. kafli, bls. 143)[3]

Enska orðið groupie (grúppía) varð til um 1965, það er notað um ungar stúlkar sem eltu rokkstjörnur og skírskotar einnig til mögulegs kynferðissamband þeirra og stjarnanna.

Heitið graðhestatónlist hefur einnig verið notað um tónlist þungarokkssveita eins og Metallica[4] og í orðabók er það einfaldlega skilgreint sem 'hávær og hrá rokktónlist'. Notkunin á því einskorðast þess vegna ekki við einhverja ákveðna tónlistarstefnu.

Orðin graðhestatónlist og graðhestamúsík eru mynduð með hliðsjón af samsetta orðinu graðhestahljóð, sem er notað um rokur í graðhestum og hvíi sem heyrist þegar tveir graðhestar bíta hvor annan[5]. Graðhestar eru hestar sem fá að halda sinni kynhvöt og eru ekki vanaðir, það er gerðir ófrjóir með brottnámi á eistum. Annað orð yfir graðhest er stóðhestur, með vísan til þess að stóð mera getur fylgt graðhestum. Orðanotkun um tengsl rokkstjarna og hlustenda- og áhorfendahóps þeirra dregur dám af þessu. Rokkstjörnur sem spila graðhestatónlist geta haft 'stóð' í kringum sig sem samanstendur af svonefndum grúppíum (e. groupies).

Graðhestar fá að halda sinni kynhvöt en eru ekki vanaðir, það er gerðir ófrjóir með brottnámi á eistum. Þegar graðhestar takast á heyrast graðhestahljóð, rokur og hví.

Einfaldasta skýringin á því af hverju farið var að nota þetta heiti um tiltekna tegund tónlistar og þá sem fluttu hana, er að orðið hefur kynferðislega skírskotun; það nær utan um mögulegt samband rokkstjarna sem spiluðu graðhestatónlist og ungra kvenna sem hrifust af þeim. Heitið hentar einnig vel til að lýsa því sem mörgum af eldri kynslóðinni hefur fundist óhamin og villt tónlist unglingamenningarinnar, andstæða upphafinnar og virðulegrar listsköpunar. Hugtakið graðhestatónlist sækir merkingu sína í dýraríkið, náttúruna og kynhvötina.

Þess má einnig geta að í velþekktri senu í kvikmyndinni Jón Oddur og Jón Bjarni frá árinu 1981 kemur orðið graðhestamúsík fyrir. Hjálmar, pabbi tvíburanna, sem leikinn var af 27 ára gömlum Agli Ólafssyni, kallar inn í herbergi eldri systur þeirra: "Anna Jóna [...] viltu lækka þessa graðhestamúsík!!" Þessari setningu er stundum fleygt fram af ákveðinni kynslóð Íslendinga. Í atriðinu er afar fínn dulinn húmor, því lagið sem ómaði í var samið og flutt af Þursaflokknum, hljómsveit Egils.

Tilvísanir:
  1. ^ Fálkinn, 37. árgangur 1964, 23. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 4.09.2018).
  2. ^ Spegillinn, 24. árgangur 1949, 12. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 7.09.2018).
  3. ^ Í ritdómi um Atómstöðina frá 1948 er tónlist graðhestastöðvarinnar tengd við ameríska dansinn jitterbug eða tjútt, en þess háttar dans var stiginn við jass- og sveiflutónlist. Sjá: Tíminn, 09.04.1948 - Timarit.is. (Sótt 5.09.2018).
  4. ^ Morgunblaðið, 27.06.1984 - Timarit.is. (Sótt 5.09.2018).
  5. ^ Enn eitt samsett orð er graðhestaskyr, en það er notað um gróft kekkjótt skyr með augljósri skírskotan til kekkjótts sæðisvökva. Sjá til dæmis: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags, 2. árgangur 1881, Megintexti - Timarit.is. (Sótt 5.09.2018).

Höfundur þakkar Arnari Eggert Thoroddsen fyrir yfirlestur og fyrir að skrifa seinustu efnisgrein svarsins.

Myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.9.2018

Spyrjandi

Einar Örn Bjarnason

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er graðhestatónlist og af hverju fóru menn að nota þetta orð? “ Vísindavefurinn, 7. september 2018. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74600.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2018, 7. september). Hvað er graðhestatónlist og af hverju fóru menn að nota þetta orð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74600

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er graðhestatónlist og af hverju fóru menn að nota þetta orð? “ Vísindavefurinn. 7. sep. 2018. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74600>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er graðhestatónlist og af hverju fóru menn að nota þetta orð?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hver er uppruni eða hvenær er orðið graðhestatónlist fyrst notað? Hvers konar tónlist er það og af hverju notuðu menn þetta heiti?

Elsta dæmið um samsetta orðið graðhestatónlist virðist vera í grein um firmakeppni hesta í tímaritinu Fálkinn frá árinu 1964. Þar er orðið notað sem lýsing á tónlist Bítlanna; þeirri popptónlist sem varð vinsæl á sjöunda áratugi síðustu aldar og tengist tilkomu unglingamenningar sterkum böndum. Í greininni er tónlistinni lýst sem glymjandi hávaða, andstæðu virðulegrar og hefðbundinnar tónlistar:

Graðhestatónlist glumdi úr hátölurunum við dómpallinn á vellinum, nýjustu dægurlögin, kennd við bítla hina brezku, en von bráðar tóku við virðulegir fulltrúar tónmenntarinnar, gott ef ekki heyrðust marsar undir lokin.[1]

Orðið graðhestamúsík er aðeins eldra og það sést fyrst á prenti í tímaritinu Speglinum í árslok 1949.[2] Á sjöunda áratugi síðustu aldar er það notað á sambærilegan hátt og graðhestatónlist.

Orðið graðhestastöð í merkingunni 'útvarpsstöð sem leikur ameríska jass og sveiflutónlist' kemur fyrst fram árið 1948 í Atómstöðinni. Á myndinn er verið að tjútta (e. jitterbug).

Enn eldra er hins vegar orðið graðhestastöð í merkingunni 'útvarpsstöð sem leikur ameríska jass og sveiflutónlist'. Það kemur fyrst fram árið 1948 í Atómstöðinni eftir Halldór Laxness. Í bókinni eru viðkvæm samtímamálefni tekin til umfjöllunar, meðal annars herstöðvamálið. Í 13. kafla Atómstöðvarinnar segir: „Útvarpið var stillt á amríska graðhestastöð með ferlegu hvíi og stórum fretum.“ (13. kafli, bls. 143)[3]

Enska orðið groupie (grúppía) varð til um 1965, það er notað um ungar stúlkar sem eltu rokkstjörnur og skírskotar einnig til mögulegs kynferðissamband þeirra og stjarnanna.

Heitið graðhestatónlist hefur einnig verið notað um tónlist þungarokkssveita eins og Metallica[4] og í orðabók er það einfaldlega skilgreint sem 'hávær og hrá rokktónlist'. Notkunin á því einskorðast þess vegna ekki við einhverja ákveðna tónlistarstefnu.

Orðin graðhestatónlist og graðhestamúsík eru mynduð með hliðsjón af samsetta orðinu graðhestahljóð, sem er notað um rokur í graðhestum og hvíi sem heyrist þegar tveir graðhestar bíta hvor annan[5]. Graðhestar eru hestar sem fá að halda sinni kynhvöt og eru ekki vanaðir, það er gerðir ófrjóir með brottnámi á eistum. Annað orð yfir graðhest er stóðhestur, með vísan til þess að stóð mera getur fylgt graðhestum. Orðanotkun um tengsl rokkstjarna og hlustenda- og áhorfendahóps þeirra dregur dám af þessu. Rokkstjörnur sem spila graðhestatónlist geta haft 'stóð' í kringum sig sem samanstendur af svonefndum grúppíum (e. groupies).

Graðhestar fá að halda sinni kynhvöt en eru ekki vanaðir, það er gerðir ófrjóir með brottnámi á eistum. Þegar graðhestar takast á heyrast graðhestahljóð, rokur og hví.

Einfaldasta skýringin á því af hverju farið var að nota þetta heiti um tiltekna tegund tónlistar og þá sem fluttu hana, er að orðið hefur kynferðislega skírskotun; það nær utan um mögulegt samband rokkstjarna sem spiluðu graðhestatónlist og ungra kvenna sem hrifust af þeim. Heitið hentar einnig vel til að lýsa því sem mörgum af eldri kynslóðinni hefur fundist óhamin og villt tónlist unglingamenningarinnar, andstæða upphafinnar og virðulegrar listsköpunar. Hugtakið graðhestatónlist sækir merkingu sína í dýraríkið, náttúruna og kynhvötina.

Þess má einnig geta að í velþekktri senu í kvikmyndinni Jón Oddur og Jón Bjarni frá árinu 1981 kemur orðið graðhestamúsík fyrir. Hjálmar, pabbi tvíburanna, sem leikinn var af 27 ára gömlum Agli Ólafssyni, kallar inn í herbergi eldri systur þeirra: "Anna Jóna [...] viltu lækka þessa graðhestamúsík!!" Þessari setningu er stundum fleygt fram af ákveðinni kynslóð Íslendinga. Í atriðinu er afar fínn dulinn húmor, því lagið sem ómaði í var samið og flutt af Þursaflokknum, hljómsveit Egils.

Tilvísanir:
  1. ^ Fálkinn, 37. árgangur 1964, 23. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 4.09.2018).
  2. ^ Spegillinn, 24. árgangur 1949, 12. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 7.09.2018).
  3. ^ Í ritdómi um Atómstöðina frá 1948 er tónlist graðhestastöðvarinnar tengd við ameríska dansinn jitterbug eða tjútt, en þess háttar dans var stiginn við jass- og sveiflutónlist. Sjá: Tíminn, 09.04.1948 - Timarit.is. (Sótt 5.09.2018).
  4. ^ Morgunblaðið, 27.06.1984 - Timarit.is. (Sótt 5.09.2018).
  5. ^ Enn eitt samsett orð er graðhestaskyr, en það er notað um gróft kekkjótt skyr með augljósri skírskotan til kekkjótts sæðisvökva. Sjá til dæmis: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags, 2. árgangur 1881, Megintexti - Timarit.is. (Sótt 5.09.2018).

Höfundur þakkar Arnari Eggert Thoroddsen fyrir yfirlestur og fyrir að skrifa seinustu efnisgrein svarsins.

Myndir:

...