Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Er barrskógur það sama og greniskógur?

JMH og EDS

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Ýmist er talað um barrskóg eða greniskóg. Hver er munurinn á þessu, hver er munurinn á barri og greni? Þessar vangaveltur komu fram í kennslustund hjá mér og gaman væri að fá svör frá ykkur.

Munurinn á barrskógi og greniskógi er sá að í barrskógi geta verið ýmsar tegundir barrtrjáa (þar á meðal greni) en í greniskógi eru fyrst og fremst grenitré. Það kann vel að vera að í daglegu tali noti sumir þessi tvö hugtök eins og samheiti en raunin er sú að allir greniskógar eru barrskógar en allir barrskógar eru hins vegar ekki greniskógar.

Hugtakið barrskógur er notað yfir skóglendi þar sem barrtré eru ríkjandi, það geta verið grenitré en einnig aðrar tegundir barrtrjáa. Myndin er tekin í Abernethy-skógi í Skotlandi.

Barrtré eru tré af ætt berfrævinga (Pinophyta). Barrið sem þau eru kennd við er í raun upprúlluð laufblöð, löng og mjó, nálar- eða hreisturlaga. Barrskógar þekja stór svæði á norðurhveli jarðar og er talað um það sem barrskógabeltið (taiga).

Barrtré skiptast í nokkrar ættkvíslir en trén í barrskógum norðursins tilheyra aðallega fjórum ættkvíslum, það eru lerki (Larix), greni (Picea, þinur (Abies) og fura (Pinus). Í Norður-Ameríku eru tvær tegundir af þin ríkjandi og tvær af greni en í Skandinavíu og Vestur-Rússlandi er skógarfuran (Pinus sylvestris) afar útbreidd. Algengustu barrtrén á Íslandi eru fura, greni og lerki.

Greniskógur í Quebec-fylki í Kanada. Þarna er svartgreni (Picea mariana) ríkjandi tegund.

Innan greniættkvíslarinnar eru um 35 tegundir. Þetta eru yfirleitt stór tré og verða að jafnaði 20-60 metra há fullvaxin. Þau hafa einkennandi keilulaga vaxtarlag og kransstæðar greinar. Grenitegundir eru meðal mikilvægustu timburtrjáa heims. Þær grenitegundir sem mest hafa verið gróðursettar á Íslandi eru sitkagreni (Picea sitchensis), rauðgreni (Picea abies), blágreni (Picea engelmannii) og hvítgreni (Picea glauca).

Myndir:

Þetta svar er að stórum hluta byggt á efni af vef Skógræktarinnar, um barrtré og grenitegundir.

Höfundar

Útgáfudagur

2.11.2018

Spyrjandi

Sigríður Sigurðardóttir

Tilvísun

JMH og EDS. „Er barrskógur það sama og greniskógur?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2018. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75607.

JMH og EDS. (2018, 2. nóvember). Er barrskógur það sama og greniskógur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75607

JMH og EDS. „Er barrskógur það sama og greniskógur?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2018. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75607>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er barrskógur það sama og greniskógur?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Ýmist er talað um barrskóg eða greniskóg. Hver er munurinn á þessu, hver er munurinn á barri og greni? Þessar vangaveltur komu fram í kennslustund hjá mér og gaman væri að fá svör frá ykkur.

Munurinn á barrskógi og greniskógi er sá að í barrskógi geta verið ýmsar tegundir barrtrjáa (þar á meðal greni) en í greniskógi eru fyrst og fremst grenitré. Það kann vel að vera að í daglegu tali noti sumir þessi tvö hugtök eins og samheiti en raunin er sú að allir greniskógar eru barrskógar en allir barrskógar eru hins vegar ekki greniskógar.

Hugtakið barrskógur er notað yfir skóglendi þar sem barrtré eru ríkjandi, það geta verið grenitré en einnig aðrar tegundir barrtrjáa. Myndin er tekin í Abernethy-skógi í Skotlandi.

Barrtré eru tré af ætt berfrævinga (Pinophyta). Barrið sem þau eru kennd við er í raun upprúlluð laufblöð, löng og mjó, nálar- eða hreisturlaga. Barrskógar þekja stór svæði á norðurhveli jarðar og er talað um það sem barrskógabeltið (taiga).

Barrtré skiptast í nokkrar ættkvíslir en trén í barrskógum norðursins tilheyra aðallega fjórum ættkvíslum, það eru lerki (Larix), greni (Picea, þinur (Abies) og fura (Pinus). Í Norður-Ameríku eru tvær tegundir af þin ríkjandi og tvær af greni en í Skandinavíu og Vestur-Rússlandi er skógarfuran (Pinus sylvestris) afar útbreidd. Algengustu barrtrén á Íslandi eru fura, greni og lerki.

Greniskógur í Quebec-fylki í Kanada. Þarna er svartgreni (Picea mariana) ríkjandi tegund.

Innan greniættkvíslarinnar eru um 35 tegundir. Þetta eru yfirleitt stór tré og verða að jafnaði 20-60 metra há fullvaxin. Þau hafa einkennandi keilulaga vaxtarlag og kransstæðar greinar. Grenitegundir eru meðal mikilvægustu timburtrjáa heims. Þær grenitegundir sem mest hafa verið gróðursettar á Íslandi eru sitkagreni (Picea sitchensis), rauðgreni (Picea abies), blágreni (Picea engelmannii) og hvítgreni (Picea glauca).

Myndir:

Þetta svar er að stórum hluta byggt á efni af vef Skógræktarinnar, um barrtré og grenitegundir.

...