Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju er orðið gerekti dregið?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Til er orð í íslensku máli, dyrafaldur og skýrir sig sjálft. Annað orð um sama hlut er gerekti (flestir segja gerefti). Af hverju er orðið gerekti dregið?

Nokkrar myndir eru til af orðinu sem spurt var um, gerekti. Sú er oft raunin þegar um tökuorð er að ræða sem menn þekkja aðeins úr töluðu máli en sjá ef til vill sjaldan á prenti. Aðrar myndir eru gerikti, geretti og gerifti sem spyrjandi nefndi einnig. Engin þessara mynda kemur fram í leit í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Sé leitað á vefnum timarit.is koma þrjár þeirra fyrst fyrir í auglýsingum. Gerekti birtist fyrst í auglýsingu í Vísi 1912, gerefti í blaðinu Stormi 1925 og geretti sömuleiðis í auglýsingu í Dagblaðinu Vísi 1957. Ekkert fannst þar um gerikti.

Það segir ef til vill eitthvað um mismunandi notkun orðmynda að í Íslenskri orðsifjabók (1989:241) er uppflettimyndin geretti og gerefti nefnd þar fyrir aftan en í Íslenskri orðabók (2002:446) er uppsláttarmyndin gerikti en á eftir koma hinar þrjár.

Gerekti getur átt við um gluggakarma.

Danska tökuorðið er gerigt en það er aftur fengið úr þýsku Gericht. Merkingin er hin sama og í íslensku, ‘glugga- eða dyrakarmur, glugga- eða dyrafaldur.’

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.7.2018

Spyrjandi

Hákon Mar Guðmundsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er orðið gerekti dregið?“ Vísindavefurinn, 30. júlí 2018. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75668.

Guðrún Kvaran. (2018, 30. júlí). Af hverju er orðið gerekti dregið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75668

Guðrún Kvaran. „Af hverju er orðið gerekti dregið?“ Vísindavefurinn. 30. júl. 2018. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75668>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er orðið gerekti dregið?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Til er orð í íslensku máli, dyrafaldur og skýrir sig sjálft. Annað orð um sama hlut er gerekti (flestir segja gerefti). Af hverju er orðið gerekti dregið?

Nokkrar myndir eru til af orðinu sem spurt var um, gerekti. Sú er oft raunin þegar um tökuorð er að ræða sem menn þekkja aðeins úr töluðu máli en sjá ef til vill sjaldan á prenti. Aðrar myndir eru gerikti, geretti og gerifti sem spyrjandi nefndi einnig. Engin þessara mynda kemur fram í leit í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Sé leitað á vefnum timarit.is koma þrjár þeirra fyrst fyrir í auglýsingum. Gerekti birtist fyrst í auglýsingu í Vísi 1912, gerefti í blaðinu Stormi 1925 og geretti sömuleiðis í auglýsingu í Dagblaðinu Vísi 1957. Ekkert fannst þar um gerikti.

Það segir ef til vill eitthvað um mismunandi notkun orðmynda að í Íslenskri orðsifjabók (1989:241) er uppflettimyndin geretti og gerefti nefnd þar fyrir aftan en í Íslenskri orðabók (2002:446) er uppsláttarmyndin gerikti en á eftir koma hinar þrjár.

Gerekti getur átt við um gluggakarma.

Danska tökuorðið er gerigt en það er aftur fengið úr þýsku Gericht. Merkingin er hin sama og í íslensku, ‘glugga- eða dyrakarmur, glugga- eða dyrafaldur.’

Mynd:

...