Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Ragnheiður Kristjánsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Ragnheiður Kristjánsdóttir er dósent við sagnfræði- og heimspekideild og forstöðumaður Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún fengist við hugmynda- og stjórnmálasögu nítjándu og tuttugustu aldar, einkum vinstri hreyfinguna, verkalýðssögu og þróun lýðræðis.

Nýjustu rannsóknir Ragnheiðar fjalla um þróun forsetaembættisins, þjóðernisstefnu, kommúnisma og fasisma á millistríðsárunum sem og stjórnmálastarf íslenskra kvenna á tuttugustu öld.

Ragnheiður hefur meðal annars rannsakað stjórnmálastarf íslenskra kvenna á tuttugustu öld, verkalýðssögu og þróun lýðræðis.

Frá árinu 2015 hefur Ragnheiður unnið að rannsóknarverkefninu Í kjölfar kosningaréttar. Félags- og menningarsöguleg rannsókn á konum sem pólitískum gerendum 1915-2015, ásamt Erlu Huldu Halldórsdóttur, Þorgerði Þorvaldsdóttur og Hönnu Guðlaugu Guðmundsdóttur. Verkefnið er styrkt af Rannís og hafði áður fengið styrk frá EDDU - öndvegissetri. Markmið þess er að skoða hvenær og hvernig konur urðu fullgildir þegnar í samfélagi sem hafði veitt þeim sömu réttindi og karlar en ekki að fullu viðurkennt það rými sem þær þurftu til þess að nýta þau réttindi.

Ragnheiður er einn ritstjóra tímaritsins Scandinavian Journal of History, hún hefur tekið þátt ýmsum evrópskum og norrænum rannsóknarverkefnum og birt fjölda rita um rannsóknir sínar, bæði hérlendis og erlendis.

Ragnheiður er fædd árið 1968 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1988. Eftir að hafa stundað nám í byggingaverkfræði og arkitektúr lauk hún BA-prófi í sagnfræði haustið 1994. Á árunum 1994–1997 vann hún sem deildarsérfræðingur í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Hún lauk M.Phil-prófi frá Cambridge-háskóla árið 1999 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2009. Hún hefur verið í fullu starfi við Háskóla Íslands frá árinu 2007.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson

Útgáfudagur

14.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ragnheiður Kristjánsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2018. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75774.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 14. maí). Hvaða rannsóknir hefur Ragnheiður Kristjánsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75774

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ragnheiður Kristjánsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2018. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75774>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Ragnheiður Kristjánsdóttir stundað?
Ragnheiður Kristjánsdóttir er dósent við sagnfræði- og heimspekideild og forstöðumaður Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún fengist við hugmynda- og stjórnmálasögu nítjándu og tuttugustu aldar, einkum vinstri hreyfinguna, verkalýðssögu og þróun lýðræðis.

Nýjustu rannsóknir Ragnheiðar fjalla um þróun forsetaembættisins, þjóðernisstefnu, kommúnisma og fasisma á millistríðsárunum sem og stjórnmálastarf íslenskra kvenna á tuttugustu öld.

Ragnheiður hefur meðal annars rannsakað stjórnmálastarf íslenskra kvenna á tuttugustu öld, verkalýðssögu og þróun lýðræðis.

Frá árinu 2015 hefur Ragnheiður unnið að rannsóknarverkefninu Í kjölfar kosningaréttar. Félags- og menningarsöguleg rannsókn á konum sem pólitískum gerendum 1915-2015, ásamt Erlu Huldu Halldórsdóttur, Þorgerði Þorvaldsdóttur og Hönnu Guðlaugu Guðmundsdóttur. Verkefnið er styrkt af Rannís og hafði áður fengið styrk frá EDDU - öndvegissetri. Markmið þess er að skoða hvenær og hvernig konur urðu fullgildir þegnar í samfélagi sem hafði veitt þeim sömu réttindi og karlar en ekki að fullu viðurkennt það rými sem þær þurftu til þess að nýta þau réttindi.

Ragnheiður er einn ritstjóra tímaritsins Scandinavian Journal of History, hún hefur tekið þátt ýmsum evrópskum og norrænum rannsóknarverkefnum og birt fjölda rita um rannsóknir sínar, bæði hérlendis og erlendis.

Ragnheiður er fædd árið 1968 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1988. Eftir að hafa stundað nám í byggingaverkfræði og arkitektúr lauk hún BA-prófi í sagnfræði haustið 1994. Á árunum 1994–1997 vann hún sem deildarsérfræðingur í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Hún lauk M.Phil-prófi frá Cambridge-háskóla árið 1999 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2009. Hún hefur verið í fullu starfi við Háskóla Íslands frá árinu 2007.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson

...