Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Ása L. Aradóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Ása L. Aradóttir er prófessor við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa flestar að landgræðslu og þá einkum leiðum til að endurheimta hnignandi og skemmd vistkerfi. Á síðari árum hefur hún einnig beint sjónum sínum að náttúru og líffræðilegri fjölbreytni í þéttbýli.

Endurheimt birkiskóga hefur alla tíð verið meginstef í rannsóknum Ásu. Þar hefur hún meðal annars lagt áherslu á ýmsa þætti sem hafa áhrif á landnám og útbreiðslu birkis, svo sem fræframleiðslu, frædreifingu og við hvaða aðstæður birkið nemur land. Þó að slíkar rannsóknir virðist í fljótu bragði einkum fræðilegs eðlis, geta þær aukið hagkvæmni og árangur í landgræðslustarfi og lagt grunn að verkefnum sem byggja að stórum hluta á sjálfgræðslu í stað þess að hvert tré sé gróðursett. Dæmi um það er Hekluskógaverkefnið.

Endurheimt birkiskóga hefur verið meginstef í rannsóknum Ásu. Hér hugar hún að blómgun birkis.

Rannsóknir Ásu spanna allt frá tilraunum við að koma mismunandi plöntutegundum á legg í illa grónu landi, yfir í rannsóknir á gróðurframvindu og kolefnisbindingu landgræðslusvæða. Meðal annars hefur hún sinnt rannsóknum sem beinast að því að auka hlut innlendra plöntutegunda í „verkfæratösku vistheimtar“. Í samstarfi við ýmsa framkvæmdaraðila hefur Ása einnig unnið að þróun og innleiðingu aðferða við endurheimt staðargróðurs á framkvæmdasvæðum. Þær aðferðir byggja einkum á því að halda til haga og nýta gróðursvörð af svæðum sem verða fyrir raski við framkvæmdirnar. Rannsóknirnar sýna bestan árangur þar sem svörðurinn er tekinn upp í heilum torfum, sem lagðar eru aftur út að afloknum framkvæmdum. Aðrar vænlegar aðferðir eru dreifing á svarðlagi og mosabrotum, sem geta stuðlað að hraðari endurheimt staðargróðurs en hefðbundin uppgræðsla með sáningu grasa.

Ása er fædd árið 1959. Hún lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1981, meistaragráðu í liffræði frá Montana State-háskóla 1984 og doktorsgráðu í hagnýtri vistfræði frá Texas A&M-háskóla 1991. Hún vann við Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins 1990-1998 og var sviðsstjóri rannsóknasviðs Landgræðslu ríkisins til ársins 2006 er hún gerðist prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Síðastliðin tvö ár hefur hún einnig gegnt starfi sviðsstjóra rannsókna við skólann.

Ása kennir námskeið á sviði vistheimtar og borgarvistfræði við Landbúnaðarháskólann. Hún hefur verið í fagráði Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna frá stofnun hans og sinnir þar einnig kennslu.

Mynd:
  • Úr safni ÁLA.

Útgáfudagur

17.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ása L. Aradóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 17. júní 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75997.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 17. júní). Hvað hefur vísindamaðurinn Ása L. Aradóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75997

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ása L. Aradóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 17. jún. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75997>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Ása L. Aradóttir rannsakað?
Ása L. Aradóttir er prófessor við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa flestar að landgræðslu og þá einkum leiðum til að endurheimta hnignandi og skemmd vistkerfi. Á síðari árum hefur hún einnig beint sjónum sínum að náttúru og líffræðilegri fjölbreytni í þéttbýli.

Endurheimt birkiskóga hefur alla tíð verið meginstef í rannsóknum Ásu. Þar hefur hún meðal annars lagt áherslu á ýmsa þætti sem hafa áhrif á landnám og útbreiðslu birkis, svo sem fræframleiðslu, frædreifingu og við hvaða aðstæður birkið nemur land. Þó að slíkar rannsóknir virðist í fljótu bragði einkum fræðilegs eðlis, geta þær aukið hagkvæmni og árangur í landgræðslustarfi og lagt grunn að verkefnum sem byggja að stórum hluta á sjálfgræðslu í stað þess að hvert tré sé gróðursett. Dæmi um það er Hekluskógaverkefnið.

Endurheimt birkiskóga hefur verið meginstef í rannsóknum Ásu. Hér hugar hún að blómgun birkis.

Rannsóknir Ásu spanna allt frá tilraunum við að koma mismunandi plöntutegundum á legg í illa grónu landi, yfir í rannsóknir á gróðurframvindu og kolefnisbindingu landgræðslusvæða. Meðal annars hefur hún sinnt rannsóknum sem beinast að því að auka hlut innlendra plöntutegunda í „verkfæratösku vistheimtar“. Í samstarfi við ýmsa framkvæmdaraðila hefur Ása einnig unnið að þróun og innleiðingu aðferða við endurheimt staðargróðurs á framkvæmdasvæðum. Þær aðferðir byggja einkum á því að halda til haga og nýta gróðursvörð af svæðum sem verða fyrir raski við framkvæmdirnar. Rannsóknirnar sýna bestan árangur þar sem svörðurinn er tekinn upp í heilum torfum, sem lagðar eru aftur út að afloknum framkvæmdum. Aðrar vænlegar aðferðir eru dreifing á svarðlagi og mosabrotum, sem geta stuðlað að hraðari endurheimt staðargróðurs en hefðbundin uppgræðsla með sáningu grasa.

Ása er fædd árið 1959. Hún lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1981, meistaragráðu í liffræði frá Montana State-háskóla 1984 og doktorsgráðu í hagnýtri vistfræði frá Texas A&M-háskóla 1991. Hún vann við Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins 1990-1998 og var sviðsstjóri rannsóknasviðs Landgræðslu ríkisins til ársins 2006 er hún gerðist prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Síðastliðin tvö ár hefur hún einnig gegnt starfi sviðsstjóra rannsókna við skólann.

Ása kennir námskeið á sviði vistheimtar og borgarvistfræði við Landbúnaðarháskólann. Hún hefur verið í fagráði Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna frá stofnun hans og sinnir þar einnig kennslu.

Mynd:
  • Úr safni ÁLA.

...