Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Marteinsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Bryndís Marteinsdóttir er verkefnastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Rannsóknir hennar eru á sviði plöntuvistfræði og snúa einkum að uppbyggingu plöntusamfélaga og áhrifum mismunandi þátta á þurrlendisvistkerfi.

Bryndís hefur stundað rannsóknir í samstarfi við erlenda og innlenda vísindamenn. Hér má nefna rannsóknir á landnámi plantna á Skeiðarársandi, rannsóknir á uppbyggingu plöntusamfélaga í sænskum graslendum og rannsóknir á áhrifum hlýnunar á plöntur og samspil þeirra við dýr. Seinustu misseri hafa rannsóknir hennar beinst í meira mæli að áhrifum sauðfjárbeitar á íslensk vistkerfi og starfar hún nú hjá Landgræðslu ríkisins, sem verkefnastjóri yfir verkefninu GróLind.

Bryndís (til hægri) hlaut styrk úr Eggertssjóði árið 2015 til rannsókna á því hvaða áhrif létt beitarálag sauðfjár og skordýraafrán hefur á uppbyggingu plöntusamfélaga í frumframvindu. Með henni á myndinni er Kristín Ingólfsdóttir, þáverandi rektor HÍ.

Einn megintilgangurinn með GróLind er að koma af stað vöktun á gróður- og jarðvegsauðlindum landsins og gefa út með reglubundnum hætti heildarmat á ástandi þessara auðlinda. Innan verkefnisins verða einnig þróaðir sjálfbærnivísar fyrir nýtingu auðlindanna. Verkefnið er byggt á samkomulagi milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Bændasamtaka Íslands, Landgræðslu ríkisins og Landssamtaka sauðfjárbænda.

Í verkefninu er lögð mikil áhersla á gott samstarf milli rannsakanda og landnotenda enda eiga niðurstöður verkefnisins að stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlindanna. Bryndís og samstarfsfólk hennar vinnur nú að þróun verkefnisins ásamt því að rannsaka ferðir sauðfjár í sumarhögum með hjálp staðsetningartækja. Rannsókninni er meðal annars ætlað að svara spurningum um það hversu stór beitarsvæði sauðfjár eru og einnig hvernig gróðurlendi sauðfé sækir helst í.

Bryndís Marteinsdóttir er fædd árið 1980. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 2000, BS-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands 2004 og meistaraprófi í líffræði árið 2007 frá sama skóla. Í meistaraverkefni sínu rannsakaði hún áhrif örlandslags á landnám plantna í frumframvindu á Skeiðarársandi. Bryndís lauk doktorsprófi í plöntuvistfræði við Stokkhólmsháskóla í Svíþjóð árið 2014. Rannsóknir hennar í doktorsnáminu fjölluðu um hvaða þættir stjórna mestu um uppbyggingu plöntusamfélaga.

Að loknu doktorsnámi starfaði Bryndís sem nýdoktor við Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands, þar sem hún rannsakaði meðal annars áhrif sauðfjárbeitar á framvindu plantna á Skeiðarársandi. Frá árinu 2017 hefur Bryndís starfað hjá Landgræðslu ríkisins.

Mynd:

Útgáfudagur

29.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Marteinsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 29. júní 2018. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76011.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 29. júní). Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Marteinsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76011

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Marteinsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2018. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76011>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Marteinsdóttir rannsakað?
Bryndís Marteinsdóttir er verkefnastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Rannsóknir hennar eru á sviði plöntuvistfræði og snúa einkum að uppbyggingu plöntusamfélaga og áhrifum mismunandi þátta á þurrlendisvistkerfi.

Bryndís hefur stundað rannsóknir í samstarfi við erlenda og innlenda vísindamenn. Hér má nefna rannsóknir á landnámi plantna á Skeiðarársandi, rannsóknir á uppbyggingu plöntusamfélaga í sænskum graslendum og rannsóknir á áhrifum hlýnunar á plöntur og samspil þeirra við dýr. Seinustu misseri hafa rannsóknir hennar beinst í meira mæli að áhrifum sauðfjárbeitar á íslensk vistkerfi og starfar hún nú hjá Landgræðslu ríkisins, sem verkefnastjóri yfir verkefninu GróLind.

Bryndís (til hægri) hlaut styrk úr Eggertssjóði árið 2015 til rannsókna á því hvaða áhrif létt beitarálag sauðfjár og skordýraafrán hefur á uppbyggingu plöntusamfélaga í frumframvindu. Með henni á myndinni er Kristín Ingólfsdóttir, þáverandi rektor HÍ.

Einn megintilgangurinn með GróLind er að koma af stað vöktun á gróður- og jarðvegsauðlindum landsins og gefa út með reglubundnum hætti heildarmat á ástandi þessara auðlinda. Innan verkefnisins verða einnig þróaðir sjálfbærnivísar fyrir nýtingu auðlindanna. Verkefnið er byggt á samkomulagi milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Bændasamtaka Íslands, Landgræðslu ríkisins og Landssamtaka sauðfjárbænda.

Í verkefninu er lögð mikil áhersla á gott samstarf milli rannsakanda og landnotenda enda eiga niðurstöður verkefnisins að stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlindanna. Bryndís og samstarfsfólk hennar vinnur nú að þróun verkefnisins ásamt því að rannsaka ferðir sauðfjár í sumarhögum með hjálp staðsetningartækja. Rannsókninni er meðal annars ætlað að svara spurningum um það hversu stór beitarsvæði sauðfjár eru og einnig hvernig gróðurlendi sauðfé sækir helst í.

Bryndís Marteinsdóttir er fædd árið 1980. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 2000, BS-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands 2004 og meistaraprófi í líffræði árið 2007 frá sama skóla. Í meistaraverkefni sínu rannsakaði hún áhrif örlandslags á landnám plantna í frumframvindu á Skeiðarársandi. Bryndís lauk doktorsprófi í plöntuvistfræði við Stokkhólmsháskóla í Svíþjóð árið 2014. Rannsóknir hennar í doktorsnáminu fjölluðu um hvaða þættir stjórna mestu um uppbyggingu plöntusamfélaga.

Að loknu doktorsnámi starfaði Bryndís sem nýdoktor við Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands, þar sem hún rannsakaði meðal annars áhrif sauðfjárbeitar á framvindu plantna á Skeiðarársandi. Frá árinu 2017 hefur Bryndís starfað hjá Landgræðslu ríkisins.

Mynd:

...