Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur Hrafn Guðmundsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Guðmundur Hrafn Guðmundsson er prófessor í frumulíffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Guðmundur stundar rannsóknir á náttúrulegu ónæmi með áherslu á bakteríudrepandi peptíð.

Náttúrulegt ónæmi (e. innate immunity) er grunnvarnarkerfi gegn sýklum og myndar fyrstu varnarlínuna gegn örverum, bakteríum, sveppum og veirum. Örverudrepandi peptíð (e. antimicrobial peptides) eru í lykilhlutverki á varnarlínunni. Peptíðin eru í raun fyrsta virka vörnin á yfirborði mynduð af þekjufrumum. Peptíðin eru einnig áberandi í átfrumum sem eru fyrstar kallaðar til þegar sýklar ráðast inn í líkamann. Peptíð-varnir eru varðveittar í lífríkinu frá einföldum lífverum eins og smáhveljum (e. hydra) til spendýra, þar á meðal manninum. Best er virkni peptíðanna skilgreind gegn bakteríum en þau virka á bæði gram-jákvæðar og -neikvæðar bakteríur. Peptíðin lama virkni frumuhimnu bakteríunnar sem dregur þær til dauða. Nýlega var sýnt að peptíðin eru ráðandi þáttur fyrir samsetningu náttúrulegu flórunnar sem er mikilvægt heilsu okkar. Þá virka peptíðin í efnatogi með því að kalla á öflugur ónæmisfrumur við innrás sýkla. Varnarpeptíðin virka því bæði sem öflug vopn og sendiboðar.

Guðmundur stundar rannsóknir á náttúrulegu ónæmi með áherslu á bakteríudrepandi peptíð.

Á síðustu árum hafa varnar-peptíðin almennt fengið viðurkenningu sem megineiningar í ónæmiskerfi okkar. Án þeirra verða sýkingar og langvarandi bólgur. Vegna hinnar breiðu virkni hafa notkunarmöguleikar fyrir peptíðin verið rannsökuð. Bent hefur verið á peptíðin sem sýklalyf. Ekki er vanþörf á, enda eru sýklalyfja-ónæmis-bakteríustofnar mikil ógn.

Rannsóknahópur Guðmundar og samstarfsaðilar hafa þróað nýjar aðferðir fyrir notkun peptíðanna sem byggjast á stjórnun. Einfaldar sameindir örva boðleiðir og auka framleiðslu peptíðanna gegn sýklum. Rannsóknahópurinn hefur fundið mörg efni sem örva framleiðslu peptíðanna. Sum þessara efna hafa virkað vel í sýkingatilraunum. Hægt er að vinna á erfiðum sýkingum með þessu móti án notkun sýklalyfja. Rannsóknirnar hafa einnig skilað auknum skilningi á ónæmiskerfi okkar. Nálgunin getur dregið úr notkun sýklalyfja (fúkkalyf) og mun draga úr myndun ónæmra stofna og/eða vali fyrir þeim.

Guðmundur lærði líffræði við Háskóla Íslands, lauk BS-prófi 1984, meistaraprófi frá Stokkhólmsháskóla 1998 og doktorsprófi frá sama skóla 1992. Guðmundur var nýdoktor á Karolinska Institutet og síðar dósent í ónæmisfræði 1999. Hann varð prófessor við Háskóla Íslands 2001.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

4.7.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur Hrafn Guðmundsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2018. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76026.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 4. júlí). Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur Hrafn Guðmundsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76026

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur Hrafn Guðmundsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2018. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76026>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur Hrafn Guðmundsson rannsakað?
Guðmundur Hrafn Guðmundsson er prófessor í frumulíffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Guðmundur stundar rannsóknir á náttúrulegu ónæmi með áherslu á bakteríudrepandi peptíð.

Náttúrulegt ónæmi (e. innate immunity) er grunnvarnarkerfi gegn sýklum og myndar fyrstu varnarlínuna gegn örverum, bakteríum, sveppum og veirum. Örverudrepandi peptíð (e. antimicrobial peptides) eru í lykilhlutverki á varnarlínunni. Peptíðin eru í raun fyrsta virka vörnin á yfirborði mynduð af þekjufrumum. Peptíðin eru einnig áberandi í átfrumum sem eru fyrstar kallaðar til þegar sýklar ráðast inn í líkamann. Peptíð-varnir eru varðveittar í lífríkinu frá einföldum lífverum eins og smáhveljum (e. hydra) til spendýra, þar á meðal manninum. Best er virkni peptíðanna skilgreind gegn bakteríum en þau virka á bæði gram-jákvæðar og -neikvæðar bakteríur. Peptíðin lama virkni frumuhimnu bakteríunnar sem dregur þær til dauða. Nýlega var sýnt að peptíðin eru ráðandi þáttur fyrir samsetningu náttúrulegu flórunnar sem er mikilvægt heilsu okkar. Þá virka peptíðin í efnatogi með því að kalla á öflugur ónæmisfrumur við innrás sýkla. Varnarpeptíðin virka því bæði sem öflug vopn og sendiboðar.

Guðmundur stundar rannsóknir á náttúrulegu ónæmi með áherslu á bakteríudrepandi peptíð.

Á síðustu árum hafa varnar-peptíðin almennt fengið viðurkenningu sem megineiningar í ónæmiskerfi okkar. Án þeirra verða sýkingar og langvarandi bólgur. Vegna hinnar breiðu virkni hafa notkunarmöguleikar fyrir peptíðin verið rannsökuð. Bent hefur verið á peptíðin sem sýklalyf. Ekki er vanþörf á, enda eru sýklalyfja-ónæmis-bakteríustofnar mikil ógn.

Rannsóknahópur Guðmundar og samstarfsaðilar hafa þróað nýjar aðferðir fyrir notkun peptíðanna sem byggjast á stjórnun. Einfaldar sameindir örva boðleiðir og auka framleiðslu peptíðanna gegn sýklum. Rannsóknahópurinn hefur fundið mörg efni sem örva framleiðslu peptíðanna. Sum þessara efna hafa virkað vel í sýkingatilraunum. Hægt er að vinna á erfiðum sýkingum með þessu móti án notkun sýklalyfja. Rannsóknirnar hafa einnig skilað auknum skilningi á ónæmiskerfi okkar. Nálgunin getur dregið úr notkun sýklalyfja (fúkkalyf) og mun draga úr myndun ónæmra stofna og/eða vali fyrir þeim.

Guðmundur lærði líffræði við Háskóla Íslands, lauk BS-prófi 1984, meistaraprófi frá Stokkhólmsháskóla 1998 og doktorsprófi frá sama skóla 1992. Guðmundur var nýdoktor á Karolinska Institutet og síðar dósent í ónæmisfræði 1999. Hann varð prófessor við Háskóla Íslands 2001.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...