Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Úr hverju er kertavax búið til og hver er efnaformúla þess?

Emelía Eiríksdóttir

Kerti eru gerð úr vaxi og kveikiþræði. Vaxið í kertum er vanlega gert úr parafíni, steríni eða býflugnavaxi, en parafínkertin eru langalgengust til daglegra nota.

Býflugnavaxkerti eru eins og nafnið gefur til kynna úr býflugnavaxi (e. beeswax) sem þernur í býflugnabúum búa til og nota í hólfin þar sem hunang býflugnanna er geymt. Í býflugnavaxinu eru fjölmörg efni en mest af svonefndum esterum af fitusýrum og löngum alkóhólkeðjum, auk þess sem þónokkuð er af vetniskolefni (e. hydrocarbons) og fitusýrum í vaxinu. Það voru Kínverjar á 7. öld sem fyrstir gerðu kerti úr býflugnavaxi og þaðan bárust þau til Evrópu á miðöldum. Kertin þóttu, og þykja enn, heldur dýr og voru aðeins keypt af efnafólki og kirkjunni og notkun þeirra breiddist því hægt út. Býflugnavaxkerti eru tiltölulega mjúk, þau brenna hægt og vegna náttúrulegra olía í vaxinu gefa þau frá sér milda lykt og lítið sót. Séu býflugnavaxkerti hituð aðeins yfir herbergishita verða þau límkennd (e. sticky). Vegna náttúrlegra litarefna eru kertin gullin á lit. Bræðslumark þeirra 62-64°C og blossamark 204°C.

Býflugnavaxkerti eru eins og nafnið gefur til kynna úr býflugnavaxi (e. beeswax) sem kemur úr býflugnabúum.

Talið er að fyrstu kertin hafi verið búin til af Rómverjum í kringum 500 fyrir Krist og voru þau úr tólg en tólgkerti voru notuð í Evrópu fram til 1800. Tólgin var unnin úr dýrafitu og var aðaluppistaðan þríglýseríð af sterínsýru (C17H35COOH, e. stearic acid), palmitínsýru (C15H31COOH, e. palmitic acid) og olíusýru (C17H33COOH, e. oleic acid). Í kringum 1800 var farið að vinna vax úr búrhvalsolíu en þau kerti voru harðari en tólgar- og býflugnavaxkertin og lyktarlítil þegar þau brunnu. Búrhvalsvaxið staldraði stutt við á markaðinum því á 19. öld urðu miklar framfarir í kertaframleiðslu. Um 1820 var farið að einangra sterínsýru úr dýrafitu og hún notuð í kerti og eftir 1850 ruddu parafínkerti sér rúms, ástæðan var lágt framleiðsluverð, minni lykt og minna sót samanborið við tólgina.

Orðið „stear“ kemur úr grísku og þýðir „tólg“ enda sterínsýra upphaflega unnin úr tólg. Í dag er sterínsýra unnin úr dýrafitu og jurtaolíu. Sterínsýra er hvítt og matt efni og harðasta vaxið af þeim sem hér eru talin upp. Bræðslumark sterínsýru er 70°C og blossamark þess 113°C. Bruni sterínsýru er hreinn og lyktarlaus.

Kertavax er vanlega gert úr parafíni, steríni eða býflugnavaxi, þar af eru parafínkertin langalgengust til daglegrar notkunar.

Parafín er aukaafurð úr olíuiðnaðinum og er blanda af alkönum með efnaformúluna CnH2n+2. Efnin í parafíni eru vanalega C20H42 upp í C40H82. Parafín er hvítt að lit og hálfgegnsætt efni og myndar lyktarlausan reyk þegar það brennur. Parafínkerti eru mýkri en sterínkerti og bogna auðveldlega í hita enda bræðslumark parafíns 37°C. Hrein parafínkerti bráðna því frekar hratt og brenna mun hraðar en sterínkerti. Parafínkerti eru því vanalega hert með því að blanda sterínvaxi út í, það hækkar bræðslumark kertisins upp í 80°C, hægir á bruna þess og gerir hann hreinni (minna sót myndast) og minna vax lekur niður hliðar kertanna. Sterínsýra gefur parafínkertum einnig gljáandi yfirborð. Blossamark parafíns er á bilinu 200-240°C. Blossamarkið er lægst á hreinu parafíni en hækkar við íblöndun.

Hægt er að kaupa lituð kerti og kerti sem gefa frá sér ilm. Þar sem parafín og sterínsýra eru nánast hvít á litinn og lyktarlaus þarf að bæta litar- og lyktarefnum út í vaxið ef sóst er eftir þessum eiginleikum í kertinu. Sum kerti eru einungis húðuð með lituðu vaxi og eru því hvít að innan, þetta er meðal annars gert til að minnka framleiðslukostnaðinn en einnig til að hafa kertin eins hrein og kostur er svo að kveikurinn stíflist ekki.

Myndir:

Hér er fjölmörgum spurningum svarað, m.a.:
Hver er efnaformúla kertis (Marta Jörgensdóttir), Getur kviknað i kertavaxi? (Eygló Dóra Davíðsdóttir) Úr hverju er kertavax búið til? (Sylvía Oddný Arnardóttir) Hvað er kertavax? (Ragnar Eðvarð Kristinsson), Hvað lætur kertavax bráðna en ekki brenna (Kristjana Sigmundsdóttir).

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.8.2019

Spyrjandi

Bragi Guðnason, Sylvía Oddný Arnardóttir, Eygló Dóra Davíðsdóttir, Ragnar Eðvarð Kristinsson, Marta Jörgensdóttir, Kristjana Sigmundsdóttir

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Úr hverju er kertavax búið til og hver er efnaformúla þess?“ Vísindavefurinn, 16. ágúst 2019. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7603.

Emelía Eiríksdóttir. (2019, 16. ágúst). Úr hverju er kertavax búið til og hver er efnaformúla þess? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7603

Emelía Eiríksdóttir. „Úr hverju er kertavax búið til og hver er efnaformúla þess?“ Vísindavefurinn. 16. ágú. 2019. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7603>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Úr hverju er kertavax búið til og hver er efnaformúla þess?
Kerti eru gerð úr vaxi og kveikiþræði. Vaxið í kertum er vanlega gert úr parafíni, steríni eða býflugnavaxi, en parafínkertin eru langalgengust til daglegra nota.

Býflugnavaxkerti eru eins og nafnið gefur til kynna úr býflugnavaxi (e. beeswax) sem þernur í býflugnabúum búa til og nota í hólfin þar sem hunang býflugnanna er geymt. Í býflugnavaxinu eru fjölmörg efni en mest af svonefndum esterum af fitusýrum og löngum alkóhólkeðjum, auk þess sem þónokkuð er af vetniskolefni (e. hydrocarbons) og fitusýrum í vaxinu. Það voru Kínverjar á 7. öld sem fyrstir gerðu kerti úr býflugnavaxi og þaðan bárust þau til Evrópu á miðöldum. Kertin þóttu, og þykja enn, heldur dýr og voru aðeins keypt af efnafólki og kirkjunni og notkun þeirra breiddist því hægt út. Býflugnavaxkerti eru tiltölulega mjúk, þau brenna hægt og vegna náttúrulegra olía í vaxinu gefa þau frá sér milda lykt og lítið sót. Séu býflugnavaxkerti hituð aðeins yfir herbergishita verða þau límkennd (e. sticky). Vegna náttúrlegra litarefna eru kertin gullin á lit. Bræðslumark þeirra 62-64°C og blossamark 204°C.

Býflugnavaxkerti eru eins og nafnið gefur til kynna úr býflugnavaxi (e. beeswax) sem kemur úr býflugnabúum.

Talið er að fyrstu kertin hafi verið búin til af Rómverjum í kringum 500 fyrir Krist og voru þau úr tólg en tólgkerti voru notuð í Evrópu fram til 1800. Tólgin var unnin úr dýrafitu og var aðaluppistaðan þríglýseríð af sterínsýru (C17H35COOH, e. stearic acid), palmitínsýru (C15H31COOH, e. palmitic acid) og olíusýru (C17H33COOH, e. oleic acid). Í kringum 1800 var farið að vinna vax úr búrhvalsolíu en þau kerti voru harðari en tólgar- og býflugnavaxkertin og lyktarlítil þegar þau brunnu. Búrhvalsvaxið staldraði stutt við á markaðinum því á 19. öld urðu miklar framfarir í kertaframleiðslu. Um 1820 var farið að einangra sterínsýru úr dýrafitu og hún notuð í kerti og eftir 1850 ruddu parafínkerti sér rúms, ástæðan var lágt framleiðsluverð, minni lykt og minna sót samanborið við tólgina.

Orðið „stear“ kemur úr grísku og þýðir „tólg“ enda sterínsýra upphaflega unnin úr tólg. Í dag er sterínsýra unnin úr dýrafitu og jurtaolíu. Sterínsýra er hvítt og matt efni og harðasta vaxið af þeim sem hér eru talin upp. Bræðslumark sterínsýru er 70°C og blossamark þess 113°C. Bruni sterínsýru er hreinn og lyktarlaus.

Kertavax er vanlega gert úr parafíni, steríni eða býflugnavaxi, þar af eru parafínkertin langalgengust til daglegrar notkunar.

Parafín er aukaafurð úr olíuiðnaðinum og er blanda af alkönum með efnaformúluna CnH2n+2. Efnin í parafíni eru vanalega C20H42 upp í C40H82. Parafín er hvítt að lit og hálfgegnsætt efni og myndar lyktarlausan reyk þegar það brennur. Parafínkerti eru mýkri en sterínkerti og bogna auðveldlega í hita enda bræðslumark parafíns 37°C. Hrein parafínkerti bráðna því frekar hratt og brenna mun hraðar en sterínkerti. Parafínkerti eru því vanalega hert með því að blanda sterínvaxi út í, það hækkar bræðslumark kertisins upp í 80°C, hægir á bruna þess og gerir hann hreinni (minna sót myndast) og minna vax lekur niður hliðar kertanna. Sterínsýra gefur parafínkertum einnig gljáandi yfirborð. Blossamark parafíns er á bilinu 200-240°C. Blossamarkið er lægst á hreinu parafíni en hækkar við íblöndun.

Hægt er að kaupa lituð kerti og kerti sem gefa frá sér ilm. Þar sem parafín og sterínsýra eru nánast hvít á litinn og lyktarlaus þarf að bæta litar- og lyktarefnum út í vaxið ef sóst er eftir þessum eiginleikum í kertinu. Sum kerti eru einungis húðuð með lituðu vaxi og eru því hvít að innan, þetta er meðal annars gert til að minnka framleiðslukostnaðinn en einnig til að hafa kertin eins hrein og kostur er svo að kveikurinn stíflist ekki.

Myndir:

Hér er fjölmörgum spurningum svarað, m.a.:
Hver er efnaformúla kertis (Marta Jörgensdóttir), Getur kviknað i kertavaxi? (Eygló Dóra Davíðsdóttir) Úr hverju er kertavax búið til? (Sylvía Oddný Arnardóttir) Hvað er kertavax? (Ragnar Eðvarð Kristinsson), Hvað lætur kertavax bráðna en ekki brenna (Kristjana Sigmundsdóttir).

...