Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað er átt við í Vatnsdæla sögu með orðunum „láttu eigi nafn mitt niðri liggja“?

Guðrún Kvaran

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Í Vatnsdælu sögu, 3. kafla, er orðað "Nú ef þér verður sona auðið eða þínum sonum þá láttu eigi nafn mitt niðri liggja og vænti eg mér þar gæða af og hefi eg það fyrir lífgjöfina." Hvað þýðir tiltakið "láttu eigi nafn mitt niðri liggja"?

Í útgáfu Hins íslenska fornritafélags á Vatnsdæla sögu er prentuð skýring Einars Ólafs Sveinssonar, sem gaf söguna út, á því hvað Jökull Ingimundarson á við þegar hann segir: „nú ef þér verðr sona auðit eða þínum sonum, þá láttu eigi nafn mitt niðri liggja ok vænti ek mér þar gæða af, ok hefi ek þat fyrir lífgjöfina“ (1939:10). Útgefandi skrifaði:

Þess er mjög víða getið í sögum að menn biðji að láta heita eftir sér, og er það þá oft tekið fram, að heill eða hamingja þess, sem heitið er eftir, muni fylgja nafni. Örsjaldan er þess getið, að sá, sem heitið er eftir, vænti sér góðs af nafngiftinni.

Vatnsdæla saga saumuð út í refil fyrir Klausturstofu á Þingeyrum í Austur-Húnavatnssýslu.

Sambærileg dæmi eru nefnd úr Finnboga sögu ramma og Svarfdæla sögu. Einnig úr Þorsteins þætti uxafóts:

En jarðbúinn Brynjar biður Þorstein uxafót að koma nafni sínu undir skírn og þykir það miklu máli skipta (...) ; eru það önnur gæði en sæmdin ein, sem hann væntir sér af því, að heitið sé eftir sér, og sama mun segja um Jökul stigamann hér í sögunni. Almennt mun hafa verið talið, að hér sé átt við það, að Jökull hafi vænst þess að verða endurborinn, ef heitið væri eftir sér, og virðist ekki ástæða að efast um, að eitthvað þvílíkt sé hér á ferðinni. (1939:10).

Munur er á því hvort heitið sé eftir einhverjum eða hvort einhver heiti í höfuðið á einhverjum. Í fyrra tilvikinu er nafnberinn látinn þegar nafnið er gefið, eins og til dæmis Jökull í Vatnsdæla sögu, en í því síðara er hann á lífi þegar barn fær nafn hans.

Heimild:

  • Vatnsdæla saga. 1939. Íslenzk fornrit. VIII. bindi. Einar Ólafur Sveinsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag; Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

1.11.2018

Spyrjandi

Erla Þórhallsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við í Vatnsdæla sögu með orðunum „láttu eigi nafn mitt niðri liggja“? “ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76069.

Guðrún Kvaran. (2018, 1. nóvember). Hvað er átt við í Vatnsdæla sögu með orðunum „láttu eigi nafn mitt niðri liggja“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76069

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við í Vatnsdæla sögu með orðunum „láttu eigi nafn mitt niðri liggja“? “ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76069>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við í Vatnsdæla sögu með orðunum „láttu eigi nafn mitt niðri liggja“?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Í Vatnsdælu sögu, 3. kafla, er orðað "Nú ef þér verður sona auðið eða þínum sonum þá láttu eigi nafn mitt niðri liggja og vænti eg mér þar gæða af og hefi eg það fyrir lífgjöfina." Hvað þýðir tiltakið "láttu eigi nafn mitt niðri liggja"?

Í útgáfu Hins íslenska fornritafélags á Vatnsdæla sögu er prentuð skýring Einars Ólafs Sveinssonar, sem gaf söguna út, á því hvað Jökull Ingimundarson á við þegar hann segir: „nú ef þér verðr sona auðit eða þínum sonum, þá láttu eigi nafn mitt niðri liggja ok vænti ek mér þar gæða af, ok hefi ek þat fyrir lífgjöfina“ (1939:10). Útgefandi skrifaði:

Þess er mjög víða getið í sögum að menn biðji að láta heita eftir sér, og er það þá oft tekið fram, að heill eða hamingja þess, sem heitið er eftir, muni fylgja nafni. Örsjaldan er þess getið, að sá, sem heitið er eftir, vænti sér góðs af nafngiftinni.

Vatnsdæla saga saumuð út í refil fyrir Klausturstofu á Þingeyrum í Austur-Húnavatnssýslu.

Sambærileg dæmi eru nefnd úr Finnboga sögu ramma og Svarfdæla sögu. Einnig úr Þorsteins þætti uxafóts:

En jarðbúinn Brynjar biður Þorstein uxafót að koma nafni sínu undir skírn og þykir það miklu máli skipta (...) ; eru það önnur gæði en sæmdin ein, sem hann væntir sér af því, að heitið sé eftir sér, og sama mun segja um Jökul stigamann hér í sögunni. Almennt mun hafa verið talið, að hér sé átt við það, að Jökull hafi vænst þess að verða endurborinn, ef heitið væri eftir sér, og virðist ekki ástæða að efast um, að eitthvað þvílíkt sé hér á ferðinni. (1939:10).

Munur er á því hvort heitið sé eftir einhverjum eða hvort einhver heiti í höfuðið á einhverjum. Í fyrra tilvikinu er nafnberinn látinn þegar nafnið er gefið, eins og til dæmis Jökull í Vatnsdæla sögu, en í því síðara er hann á lífi þegar barn fær nafn hans.

Heimild:

  • Vatnsdæla saga. 1939. Íslenzk fornrit. VIII. bindi. Einar Ólafur Sveinsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag; Reykjavík.

Mynd:

...