Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Jónína Einarsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Jónína Einarsdóttir er prófessor í mannfræði við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Hún ber ábyrgð á framhaldsnámi í þróunarfræðum og stundar rannsóknir á sviði mannfræði barna, heilsumannfræði og þróunarfræða.

Í doktorsritgerð sinni lagði Jónína fram gögn frá Gíneu-Bissaú sem véfengja þá kenningu að sárafátækar mæður sem missi mörg börn syrgi ekki dauða þeirra. Í kjölfarið rannsakaði hún siðferðileg sjónarmið um fæðingu fyrirbura og hvaða áhrif slíkt hefur á líf foreldra á Íslandi. Á Íslandi hefur hún einnig rannsakað ofbeldi gegn börnum en nýleg yfirlitsgrein sýnir að það er svipað eða algengara hér á landi en í nágrannalöndunum. Þá hefur hún einnig rannsakað siðinn að senda börn í sveit.

Í Gíneu-Bissaú hefur Jónína meðal annars rannsakað siðinn að senda gínebissaúska drengi í Kóranskóla til nágrannalandsins Senegal og heilsu og líðan unglinga sem stunda skólanám. Nú undirbýr hún rannsókn á betli barna í höfuðborginni Bissaú. Á sviði heilsumannfæði hefur Jónína fengist við rannsóknir á samfélagslegri heilbrigðisþjónustu, kóleru, meðal annars hvernig sjúkdómurinn dreifist með jarðafararsiðum, og aðgerðum til að sporna við ebólufaraldri sem herjaði 2013-2016 í nágrannalöndum Gíneu-Bissaú. Á fræðasviði þróunarmála hefur Jónina meðal annars fjallað um þróunarframlög til svokallaðra óstöðugra ríkja, siðferðileg sjónarmið að baki þróunar- og neyðaraðstoð og hvaða þættir hafi áhrif á veitingu slíkrar aðstoðar og sögu Íslands sem þiggjanda og veitanda þróunaraðstoðar.

Jónína í Gíneu-Bissaú.

Jónína hefur tekið þátt í norrænu samstarfi, meðal annars um rannsóknir á flutningi barna í sögulegu og þvermenningarlegu samhengi, og rannsóknir á aðstæðum barna- og ungmenna í Afríku. Hún hefur einnig tekið þátt í evrópsku samstarfi um siðfræðileg álitamál í neyðaraðstoð og fagleg störf starfsmanna neyðaraðstoðar. Hún hefur átt sæti í stjórn Norrænu Afríkustofnunarinnar í Uppsala fyrir hönd utanríkisráðuneytis Íslands og í þróunarsamvinnunefnd fyrir Háskóla Íslands. Í Gíneu-Bissaú á Jónína í rannsóknarsamstarfi við Jean Piaget-háskólann og félagsvísinda- (INEP) og lýðheilsustofnunina (INASA). Hún var fyrsti formaður Vísindasiðanefndar Háskóla Íslands.

Jónína er fædd 1954 í Reykjavík en ólst upp í Laxárdal í Dölum. Hún þræddi heimavistarskóla, fyrst barna- og unglingaskóla að Laugum í Sælingsdal, þá landspróf í Stykkishólmi og loks Menntaskólann að Laugarvatni þar sem hún lauk stúdentsprófi 1974. Jónína hefur lokið BS-prófi í efnafræði, kennsluréttindanámi og eins árs námi í spænsku frá Háskóla Íslands og eins árs námi í þróunarfræðum við Uppsalaháskóla. Hún lauk doktorsprófi í mannfræði frá Stokkhólmsháskóla.

Mynd:
  • Úr safni JE.

Útgáfudagur

5.7.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Jónína Einarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 5. júlí 2018. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76079.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 5. júlí). Hvað hefur vísindamaðurinn Jónína Einarsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76079

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Jónína Einarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 5. júl. 2018. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76079>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Jónína Einarsdóttir rannsakað?
Jónína Einarsdóttir er prófessor í mannfræði við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Hún ber ábyrgð á framhaldsnámi í þróunarfræðum og stundar rannsóknir á sviði mannfræði barna, heilsumannfræði og þróunarfræða.

Í doktorsritgerð sinni lagði Jónína fram gögn frá Gíneu-Bissaú sem véfengja þá kenningu að sárafátækar mæður sem missi mörg börn syrgi ekki dauða þeirra. Í kjölfarið rannsakaði hún siðferðileg sjónarmið um fæðingu fyrirbura og hvaða áhrif slíkt hefur á líf foreldra á Íslandi. Á Íslandi hefur hún einnig rannsakað ofbeldi gegn börnum en nýleg yfirlitsgrein sýnir að það er svipað eða algengara hér á landi en í nágrannalöndunum. Þá hefur hún einnig rannsakað siðinn að senda börn í sveit.

Í Gíneu-Bissaú hefur Jónína meðal annars rannsakað siðinn að senda gínebissaúska drengi í Kóranskóla til nágrannalandsins Senegal og heilsu og líðan unglinga sem stunda skólanám. Nú undirbýr hún rannsókn á betli barna í höfuðborginni Bissaú. Á sviði heilsumannfæði hefur Jónína fengist við rannsóknir á samfélagslegri heilbrigðisþjónustu, kóleru, meðal annars hvernig sjúkdómurinn dreifist með jarðafararsiðum, og aðgerðum til að sporna við ebólufaraldri sem herjaði 2013-2016 í nágrannalöndum Gíneu-Bissaú. Á fræðasviði þróunarmála hefur Jónina meðal annars fjallað um þróunarframlög til svokallaðra óstöðugra ríkja, siðferðileg sjónarmið að baki þróunar- og neyðaraðstoð og hvaða þættir hafi áhrif á veitingu slíkrar aðstoðar og sögu Íslands sem þiggjanda og veitanda þróunaraðstoðar.

Jónína í Gíneu-Bissaú.

Jónína hefur tekið þátt í norrænu samstarfi, meðal annars um rannsóknir á flutningi barna í sögulegu og þvermenningarlegu samhengi, og rannsóknir á aðstæðum barna- og ungmenna í Afríku. Hún hefur einnig tekið þátt í evrópsku samstarfi um siðfræðileg álitamál í neyðaraðstoð og fagleg störf starfsmanna neyðaraðstoðar. Hún hefur átt sæti í stjórn Norrænu Afríkustofnunarinnar í Uppsala fyrir hönd utanríkisráðuneytis Íslands og í þróunarsamvinnunefnd fyrir Háskóla Íslands. Í Gíneu-Bissaú á Jónína í rannsóknarsamstarfi við Jean Piaget-háskólann og félagsvísinda- (INEP) og lýðheilsustofnunina (INASA). Hún var fyrsti formaður Vísindasiðanefndar Háskóla Íslands.

Jónína er fædd 1954 í Reykjavík en ólst upp í Laxárdal í Dölum. Hún þræddi heimavistarskóla, fyrst barna- og unglingaskóla að Laugum í Sælingsdal, þá landspróf í Stykkishólmi og loks Menntaskólann að Laugarvatni þar sem hún lauk stúdentsprófi 1974. Jónína hefur lokið BS-prófi í efnafræði, kennsluréttindanámi og eins árs námi í spænsku frá Háskóla Íslands og eins árs námi í þróunarfræðum við Uppsalaháskóla. Hún lauk doktorsprófi í mannfræði frá Stokkhólmsháskóla.

Mynd:
  • Úr safni JE.

...