Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Þórdís Þórðardóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Þórdís Þórðardóttir er dósent í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru innan mennta,- menningar og kynjafræða. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum á því sviði. Meðal annars stjórnar hún íslenskum hluta alþjóðlegrar rannsóknar; Career trajectories of men in and out of ECEC, um persónulega reynslu karl-leikskólakennara í 13 löndum af því að endast eða endast ekki í leikskólakennslu. Einnig vinnur hún að rannsóknarverkefninu: Börn á tímum kynlífsvæðingar og stafrænnar tækni: Rannsóknir og aðgerðir en það er samstarfsverkefni RannKYN (Rannsóknarstofu H.Í. um kyngervi menntun og jafnrétti) og RannUNG (Rannsóknarstofu í menntunarfræði ungra barna) og var styrkt af Jafnréttissjóði Íslands 2018.

Þórdís leggur áherslu á að rannsóknir hennar nýtist fagfólki á vettvangi og mikilvægi krítískrar uppeldisfræði til að auka velferð barna. Helstu rannsóknir hennar hafa beinst að áhrifum menningar á menntun og þekkingarsköpun leikskólabarna. Hún hefur kannað áhrif uppruna, stétta og kyns á þekkingu og merkingarmótun barna og greint hverskonar þekking er líkleg til að skapa þeim háan félagslegan sess í jafningjahópum í leikskóla. Hún hefur jafnframt kannað mat foreldra á aðgengi ungra barna sinna, á heimilum þeirra og mismunandi miðlum (barnabókum, tölvum, sjónvarps- og myndefni) og hvernig barnaefni höfðar á ólíkan hátt til barna út frá menningar- og félagslegum bakgrunni.

Helstu rannsóknir Þórdísar Þórðardóttur hafa beinst að áhrifum menningar á menntun og þekkingarsköpun leikskólabarna.

Þórdís hefur einnig gert samanburðarrannsókn á leikskólakennaramenntun á Norðurlöndum, kannað minningar kennaranema af því að vera telpur og drengir, viðhorf þeirra til kynjajafnréttis, þekkingu þeirra á jafnréttishugtökum og áherslur sem þeir vilja að liggi til grundvallar jafnréttismenntun í kennaranámi. Þórdís hefur birt fjölda greina í ritrýndum tímaritum og bókum um niðurstöður rannsókna sinna.

Þórdís er í stjórn, og fyrrverandi formaður, RannKYN, H.Í. og var brautarformaður yngri barnakennslu á Menntavísindasviði H.Í. um fjögurra ára skeið. Hún hefur meðal annars hlotið styrki frá NordForsk, Rannsóknarsjóði KHÍ, Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og námsstyrk frá Rannís.

Þórdís er fædd árið 1951. Hún lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands, en tók hluta námsins við IoE, University of London og í Danmarks Pædagogiske Universitet; diplómu í stjórnun og skipulagningu menntastofnana frá Danmarks Pædagogiske Højskole; diplómu í kennsluréttindum frá H.Í. og meistaragráðu í samanburðaruppeldisfræði frá K.H.Í., en bakkalárgráðu í uppeldis- og menntunarfræði frá H.Í. Hún var lektor við Kennaraháskóla Íslands og síðar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands þar sem hún starfar enn. Hún hefur jafnframt verið gestakennari við Háskólann í Minnesota, BNA og Cardiff í Bretlandi.

Mynd
  • © Stefán Valsson.

Útgáfudagur

23.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Þórdís Þórðardóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 23. september 2018. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76350.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 23. september). Hvað hefur vísindamaðurinn Þórdís Þórðardóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76350

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Þórdís Þórðardóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2018. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76350>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Þórdís Þórðardóttir rannsakað?
Þórdís Þórðardóttir er dósent í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru innan mennta,- menningar og kynjafræða. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum á því sviði. Meðal annars stjórnar hún íslenskum hluta alþjóðlegrar rannsóknar; Career trajectories of men in and out of ECEC, um persónulega reynslu karl-leikskólakennara í 13 löndum af því að endast eða endast ekki í leikskólakennslu. Einnig vinnur hún að rannsóknarverkefninu: Börn á tímum kynlífsvæðingar og stafrænnar tækni: Rannsóknir og aðgerðir en það er samstarfsverkefni RannKYN (Rannsóknarstofu H.Í. um kyngervi menntun og jafnrétti) og RannUNG (Rannsóknarstofu í menntunarfræði ungra barna) og var styrkt af Jafnréttissjóði Íslands 2018.

Þórdís leggur áherslu á að rannsóknir hennar nýtist fagfólki á vettvangi og mikilvægi krítískrar uppeldisfræði til að auka velferð barna. Helstu rannsóknir hennar hafa beinst að áhrifum menningar á menntun og þekkingarsköpun leikskólabarna. Hún hefur kannað áhrif uppruna, stétta og kyns á þekkingu og merkingarmótun barna og greint hverskonar þekking er líkleg til að skapa þeim háan félagslegan sess í jafningjahópum í leikskóla. Hún hefur jafnframt kannað mat foreldra á aðgengi ungra barna sinna, á heimilum þeirra og mismunandi miðlum (barnabókum, tölvum, sjónvarps- og myndefni) og hvernig barnaefni höfðar á ólíkan hátt til barna út frá menningar- og félagslegum bakgrunni.

Helstu rannsóknir Þórdísar Þórðardóttur hafa beinst að áhrifum menningar á menntun og þekkingarsköpun leikskólabarna.

Þórdís hefur einnig gert samanburðarrannsókn á leikskólakennaramenntun á Norðurlöndum, kannað minningar kennaranema af því að vera telpur og drengir, viðhorf þeirra til kynjajafnréttis, þekkingu þeirra á jafnréttishugtökum og áherslur sem þeir vilja að liggi til grundvallar jafnréttismenntun í kennaranámi. Þórdís hefur birt fjölda greina í ritrýndum tímaritum og bókum um niðurstöður rannsókna sinna.

Þórdís er í stjórn, og fyrrverandi formaður, RannKYN, H.Í. og var brautarformaður yngri barnakennslu á Menntavísindasviði H.Í. um fjögurra ára skeið. Hún hefur meðal annars hlotið styrki frá NordForsk, Rannsóknarsjóði KHÍ, Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og námsstyrk frá Rannís.

Þórdís er fædd árið 1951. Hún lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands, en tók hluta námsins við IoE, University of London og í Danmarks Pædagogiske Universitet; diplómu í stjórnun og skipulagningu menntastofnana frá Danmarks Pædagogiske Højskole; diplómu í kennsluréttindum frá H.Í. og meistaragráðu í samanburðaruppeldisfræði frá K.H.Í., en bakkalárgráðu í uppeldis- og menntunarfræði frá H.Í. Hún var lektor við Kennaraháskóla Íslands og síðar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands þar sem hún starfar enn. Hún hefur jafnframt verið gestakennari við Háskólann í Minnesota, BNA og Cardiff í Bretlandi.

Mynd
  • © Stefán Valsson.

...