Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Ragný Þóra Guðjohnsen stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Ragný Þóra Guðjohnsen er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknarefni hennar snúa að ungu fólki og velferð þeirra í víðu samhengi; bæði tækifærum sem skapast á unglingsárum með því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og áskorunum sem verða á vegi þeirra.

Rannsóknarverkefni Ragnýjar hafa snúið að tveimur meginsviðum. Í fyrsta lagi að borgaravitund og borgaralegri þátttöku ungmenna bæði í sjálfboðaliðastarfi og pólitísku starfi. Þar hefur hún beint sjónum að uppeldisháttum og hvernig leiðandi uppeldishættir geta stuðlað að vitund ungs fólks um mikilvægi þess að vera virk í samfélagi sínu. Jafnframt hefur hún skoðað gildi sjálfboðaliðaþátttöku á uppvaxtarárum. Loks hefur hún rannsakað hlutverk samkenndar sem hvata að þátttöku í samfélagslegu starfi en einnig hvaða þættir stuðli að aukinni samkennd í nútímasamfélagi. Í öðru lagi snýr rannsóknarsvið Ragnýjar Þóru að ýmsum þáttum sem snúa að velferð ungs fólks og forvarnagildi þeirra fyrir margs konar áhættuhegðun á unglingsárum. Þættirnir eru meðal annars uppeldishættir, andleg heilsa, samskiptahæfni og ýmis konar fyrirbyggjandi úrræði í umhverfi barna og ungmenna.

Rannsóknarefni Ragnýjar snúa að ungu fólki og velferð þeirra í víðu samhengi.

Ragný Þóra hefur haldið fjölda fyrirlestra bæði á ráðstefnum og á vettvangi með ungmennum og fagfólki sem starfar með þeim. Hún hefur einnig birt bókakafla og ýmsar greinar í ritrýndum fræðitímaritum.

Ragný Þóra er fædd árið 1966. Bakgrunnur hennar er þverfaglegur en hún útskrifaðist með embættispróf í lögfræði 1992 og starfaði við það í nokkur ár. Síðan bætti hún við sig námi í lýðheilsufræði og uppeldis- og menntunarfræði en árið 2016 lauk hún doktorsprófi frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún hefur starfað við Menntavísindasvið frá árinu 2009 og gegnir nú stöðu lektors.

Mynd:

  • Úr safni RÞG.

Útgáfudagur

25.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ragný Þóra Guðjohnsen stundað?“ Vísindavefurinn, 25. september 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76378.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 25. september). Hvaða rannsóknir hefur Ragný Þóra Guðjohnsen stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76378

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ragný Þóra Guðjohnsen stundað?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76378>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Ragný Þóra Guðjohnsen stundað?
Ragný Þóra Guðjohnsen er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknarefni hennar snúa að ungu fólki og velferð þeirra í víðu samhengi; bæði tækifærum sem skapast á unglingsárum með því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og áskorunum sem verða á vegi þeirra.

Rannsóknarverkefni Ragnýjar hafa snúið að tveimur meginsviðum. Í fyrsta lagi að borgaravitund og borgaralegri þátttöku ungmenna bæði í sjálfboðaliðastarfi og pólitísku starfi. Þar hefur hún beint sjónum að uppeldisháttum og hvernig leiðandi uppeldishættir geta stuðlað að vitund ungs fólks um mikilvægi þess að vera virk í samfélagi sínu. Jafnframt hefur hún skoðað gildi sjálfboðaliðaþátttöku á uppvaxtarárum. Loks hefur hún rannsakað hlutverk samkenndar sem hvata að þátttöku í samfélagslegu starfi en einnig hvaða þættir stuðli að aukinni samkennd í nútímasamfélagi. Í öðru lagi snýr rannsóknarsvið Ragnýjar Þóru að ýmsum þáttum sem snúa að velferð ungs fólks og forvarnagildi þeirra fyrir margs konar áhættuhegðun á unglingsárum. Þættirnir eru meðal annars uppeldishættir, andleg heilsa, samskiptahæfni og ýmis konar fyrirbyggjandi úrræði í umhverfi barna og ungmenna.

Rannsóknarefni Ragnýjar snúa að ungu fólki og velferð þeirra í víðu samhengi.

Ragný Þóra hefur haldið fjölda fyrirlestra bæði á ráðstefnum og á vettvangi með ungmennum og fagfólki sem starfar með þeim. Hún hefur einnig birt bókakafla og ýmsar greinar í ritrýndum fræðitímaritum.

Ragný Þóra er fædd árið 1966. Bakgrunnur hennar er þverfaglegur en hún útskrifaðist með embættispróf í lögfræði 1992 og starfaði við það í nokkur ár. Síðan bætti hún við sig námi í lýðheilsufræði og uppeldis- og menntunarfræði en árið 2016 lauk hún doktorsprófi frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún hefur starfað við Menntavísindasvið frá árinu 2009 og gegnir nú stöðu lektors.

Mynd:

  • Úr safni RÞG.

...